Emma Hayes: Skortur á kvenkyns þjálfurum risastórt vandamál Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2024 21:30 Emma Hayes á hliðarlínunni. Angel Martinez/Getty Images Emma Hayes, fráfarandi þjálfari Englandsmeistara Chelsea í knattspyrnu, segir skort á kvenkyns þjálfurum vera risastórt vandamál. Hvetur hún knattspyrnuhreyfinguna til að finna lausnir. Hin 47 ára gamla Hayes hefur stýrt Chelsea í meira en áratug og ítrekað sýnt snilli sína á hliðarlínunni. Undir hennar stjórn hefur liðið sex sinnum orðið Englandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. Þá var hún kosin besti þjálfari heims af FIFA árið 2021 og ári síðar fékk hún OBE-orðu frá bresku krúninni. Thanks to all the fans that came to see the Chelsea tonight. We heard every single one of you @ChelseaFCW pic.twitter.com/Scb9QWeq5p— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) December 20, 2023 Þrátt fyrir að taka við bandaríska kvennalandsliðinu að leiktíðinni lokinni þá er ljóst að Emma er alltaf með hugann við enska knattspyrnu. Hún segir að það sé gríðarleg vinna framundan þegar kemur að því að minnka bilið milli karla og kvenna í þjálfun. Aðeins þriðjungur liða (fjögur) í efstu deild kvenna á Englandi eru með kvenkyns þjálfara. Þá eru aðeins 21 kona í Englandi með UEFA Pro-þjálfaragráðu. „Við þurfum að horfast í augu við að tækifærin eru af skornum skammti. Við þurfum að hugsa upp nýjar leiðir til að mennta stelpur frá unga aldri,“ sagði Hayes í viðtali við BBC. „Við þurfum að horfa í hvað það kostar að mennta sig. Það kostar um 10 þúsund pund (1,7 milljónir íslenskra króna) að taka Pro-gráðuna. Launin í kvennaknattspyrnu eru ekkert samanborið við launin karla megin.“ „Við þurfum mennta konur og stelpur fyrr á ferli þeirra. Við þurfum að setja meira fjármagn í þjálfun.“ Aðspurð hvort hún vildi að arftaki sinn hjá Chelsea yrði kvenkyns þá sagði Hayes best að hún myndi ekki skipta sér að því. Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið orðuð við starfið en enn er ekki ljóst hver þarf að fylla það stóra skarð sem Hayes skilur eftir sig. Chelsea er á toppi ensku deildarinnar með 34 stig, þremur stigum meira en Arsenal, og stefnir hraðbyr á fimmta Englandsmeistaratitilinn í röð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Sjá meira
Hin 47 ára gamla Hayes hefur stýrt Chelsea í meira en áratug og ítrekað sýnt snilli sína á hliðarlínunni. Undir hennar stjórn hefur liðið sex sinnum orðið Englandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. Þá var hún kosin besti þjálfari heims af FIFA árið 2021 og ári síðar fékk hún OBE-orðu frá bresku krúninni. Thanks to all the fans that came to see the Chelsea tonight. We heard every single one of you @ChelseaFCW pic.twitter.com/Scb9QWeq5p— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) December 20, 2023 Þrátt fyrir að taka við bandaríska kvennalandsliðinu að leiktíðinni lokinni þá er ljóst að Emma er alltaf með hugann við enska knattspyrnu. Hún segir að það sé gríðarleg vinna framundan þegar kemur að því að minnka bilið milli karla og kvenna í þjálfun. Aðeins þriðjungur liða (fjögur) í efstu deild kvenna á Englandi eru með kvenkyns þjálfara. Þá eru aðeins 21 kona í Englandi með UEFA Pro-þjálfaragráðu. „Við þurfum að horfast í augu við að tækifærin eru af skornum skammti. Við þurfum að hugsa upp nýjar leiðir til að mennta stelpur frá unga aldri,“ sagði Hayes í viðtali við BBC. „Við þurfum að horfa í hvað það kostar að mennta sig. Það kostar um 10 þúsund pund (1,7 milljónir íslenskra króna) að taka Pro-gráðuna. Launin í kvennaknattspyrnu eru ekkert samanborið við launin karla megin.“ „Við þurfum mennta konur og stelpur fyrr á ferli þeirra. Við þurfum að setja meira fjármagn í þjálfun.“ Aðspurð hvort hún vildi að arftaki sinn hjá Chelsea yrði kvenkyns þá sagði Hayes best að hún myndi ekki skipta sér að því. Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið orðuð við starfið en enn er ekki ljóst hver þarf að fylla það stóra skarð sem Hayes skilur eftir sig. Chelsea er á toppi ensku deildarinnar með 34 stig, þremur stigum meira en Arsenal, og stefnir hraðbyr á fimmta Englandsmeistaratitilinn í röð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Sjá meira