Gísli genginn í raðir Halmstad Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. febrúar 2024 18:13 Gísli Eyjólfsson mun leika með Halmstad í Svíþjóð á komandi tímabili. Halmstad Gísli Eyjólfsson er genginn í raðir sænska úrvalsdeildarfélagið Halmstad frá Breiðabliki. Gísli, sem er 29 ára gamall miðjumaður, var kynntur til leiks á samfélagsmiðlum Halmstad í dag. Félagið segir ekki hversu langan samning Gísli skrifaði undir, en samkvæmt heimildum Fótbolti.net verður Gísli hjá félaginu næstu þrjú árin hið minnsta. Welcome to HBK, 𝐆𝐢́𝐬𝐥𝐢 𝐄𝐲𝐣𝐨́𝐥𝐟𝐬𝐬𝐨𝐧 🔥 pic.twitter.com/1B37XtAerY— Halmstads Bollklubb (@HalmstadsBK) February 6, 2024 Gísli er annar Íslendingurinn sem Halmstad fær í sínar raðir á stuttum tíma, en Birnir Snær Ingason, besti leikmaður síðasta tímabils í Bestu-deildinni, gekk einnig í raðir félagsins í síðasta mánuði. Eitthvað hefur Svíunum þó misfarist í að stafa íslenska nafnið því eins og sjá má í færslu liðsins á X, áður Twitter, hér fyrir ofan er Gísli merktur „Eyjlófsson“ á treyju sinni. Þó má gera ráð fyrir að því verði kippt í lag áður en tímabilið hefst. Halmstad hafnaði í tólfta sæti sænsku deildarinnar á síðasta tímabili, en Gísli hefur verið algjör lykilmaður í liði Breiðabliks undanfarin tímabil. Hann skoraði sjö mörk fyrir liðið í Bestu-deildinni síðasta sumar og bætti við þremur mörkum fyrir liðið í 15 Evrópuleikjum. Alls lék Gísli 156 deildarleiki fyrir Breiðablik og skoraði í þeim 31 mark. Þá á hann einnig að baki fjóra leiki fyrir íslenska A-landsliðið. Sænski boltinn Breiðablik Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Íslenski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Í beinni: FH - FHL | Nýja liðið í leit að fyrsta markinu Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Í beinni: Bournemouth - Man. Utd | Lengi án sigurs Í beinni: Fiorentina - Empoli | Gerir Albert löndum sínum greiða? Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Sjá meira
Gísli, sem er 29 ára gamall miðjumaður, var kynntur til leiks á samfélagsmiðlum Halmstad í dag. Félagið segir ekki hversu langan samning Gísli skrifaði undir, en samkvæmt heimildum Fótbolti.net verður Gísli hjá félaginu næstu þrjú árin hið minnsta. Welcome to HBK, 𝐆𝐢́𝐬𝐥𝐢 𝐄𝐲𝐣𝐨́𝐥𝐟𝐬𝐬𝐨𝐧 🔥 pic.twitter.com/1B37XtAerY— Halmstads Bollklubb (@HalmstadsBK) February 6, 2024 Gísli er annar Íslendingurinn sem Halmstad fær í sínar raðir á stuttum tíma, en Birnir Snær Ingason, besti leikmaður síðasta tímabils í Bestu-deildinni, gekk einnig í raðir félagsins í síðasta mánuði. Eitthvað hefur Svíunum þó misfarist í að stafa íslenska nafnið því eins og sjá má í færslu liðsins á X, áður Twitter, hér fyrir ofan er Gísli merktur „Eyjlófsson“ á treyju sinni. Þó má gera ráð fyrir að því verði kippt í lag áður en tímabilið hefst. Halmstad hafnaði í tólfta sæti sænsku deildarinnar á síðasta tímabili, en Gísli hefur verið algjör lykilmaður í liði Breiðabliks undanfarin tímabil. Hann skoraði sjö mörk fyrir liðið í Bestu-deildinni síðasta sumar og bætti við þremur mörkum fyrir liðið í 15 Evrópuleikjum. Alls lék Gísli 156 deildarleiki fyrir Breiðablik og skoraði í þeim 31 mark. Þá á hann einnig að baki fjóra leiki fyrir íslenska A-landsliðið.
Sænski boltinn Breiðablik Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Íslenski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Í beinni: FH - FHL | Nýja liðið í leit að fyrsta markinu Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Í beinni: Bournemouth - Man. Utd | Lengi án sigurs Í beinni: Fiorentina - Empoli | Gerir Albert löndum sínum greiða? Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Sjá meira