Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3
Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum verður rætt við seðlabankastjóra um þá ákvörðun peningastefnunefndar að halda stýrivöxtum óbreyttum að þessu sinni. 

Verulega hefur dregið úr einkaneyslu og hagvöxtur fer hratt minnkandi enda hafa raunvextir hækkað töluvert frá því í júní í fyrra.

Einnig verður rætt við þrjár íslenskar konur sem í gær tókst að koma palestínskri fjölskyldu sem hafði verið innlyksa á Gasa yfir landamærin í Rafah og til Kaíró í Egyptalandi. 

Að auki tökum við stöðuna á jarðhræringum á Reykjanesskaga en nokkuð hefur verið um smáskjálfta við Grindavík í dag. 

Í íþróttapakka dagsins verður fjallað um aðstöðuvanda hjá knattspyrnuliði Vestra sem spilar í Bestu deildinni næsta sumar og þá eru stjórnendur KSÍ ósáttir við að fá ekki úthlutað úr afrekssjóði ÍSÍ. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×