Fréttateymi RÚV lét sig hverfa í Grindavík Jakob Bjarnar skrifar 7. febrúar 2024 16:32 Úlfar staðfestir að hópur á vegum RÚV hafi ekki farið eftir tilmælum öryggisstjóra í Grindavík. Reyndar skeri Ríkisútvarpið sig úr því að öðru leyti hafa samskipti við fjölmiðla gengið vel. Til að mynda einkenni frekjutónn Heiðar Örn fréttastjóra RÚV í öllum samskiptum. vísir/vilhelm Fulltrúar fréttastofu RÚV í skipulagðri ferð til Grindavíkur í dag létu sig hverfa úr hópnum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir þetta og segir að starfsmenn á vegum RÚV hafi ekki farið að tilmælum öryggisstjóra í Grindavík. „Þeir létu sig hverfa og það þurfti að hefja leit að þessum hópi,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. Heldur þungt var í lögreglustjóranum vegna þessa máls. Hann sagði þetta atvik umhugsunarefni fyrir þá sem stjórni Ríkisútvarpinu. Því annars hafi samstarf yfirvalda við fjölmiðla verið gott. „Við þekkjum þetta atvik starfsmanns RÚV sem barði hús að utan og leitaði þá að lykli, og svo þetta núna,“ segir Úlfar. En hann er þar að vísa til þess þegar ljósmyndari Ríkisútvarpsins leitaði inngöngu í autt hús í Grindavík og olli það verulegu uppnámi. Úlfar nefnir að það sé starfsmaður Ríkisútvarpsins sem stýrir Blaðamannafélaginu. En þess ber að geta að Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður BÍ er í launalausu leyfi frá RÚV nú um stundir. „Hún hefur sýnt sig í að vera svolítið frek. En þetta eru frávik. Við áttum ekki von á þessu og þetta er vanvirða við íbúa Grindavíkur, þá 3800 íbúar sem þarna áttu heimili, hafa virt þessi fyrirmæli okkar, þó ekki séu kannski allir sammála um aðferðafræðina. Þannig að þetta kemur mér og mínu fólki á óvart.“ Frekjutónn í fréttastjóra RÚV Úlfar segir einsýnt að þessi svívirða skemmi fyrir, eins og atvikið með starfsmann Ríkisútvarpið gerði á sínum tíma og nú þetta. „Þetta skemmir fyrir öðru fjölmiðlafólki. Óneitanlega. Í því tilfelli hafði það atvik gríðarlega neikvæð áhrif inn í samfélag Grindvíkinga og aðrir fjölmiðlamenn voru miður sín vegna þessa, það er klárt og svo þetta núna.“ Þá segir Úlfar leiðinlegur frekjutónninn sem ávallt megi greina í fréttastjóra Ríkisútvarpsins og þeim sem stýra aðgerðum af hálfu RÚV í samtölum við lögreglustjóra. „Aðgangur er alltaf að opnast meira og meira og ég þarf fyrst og síðast að hugsa hlýtt til þessara 3800 íbúar Grindavíkur; ég þarf að hlusta á viðbrögð þeirra. Það vantar ekkert uppá heimildaöflun, að þetta sé „dokkjúmentað“, nema kannski grátandi Grindvíkinga,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Blaðamannafélag Íslands sendi lögreglustjóranum á Suðurnesjum fyrir helgi ítrekun á kvörtun félagsins frá því í nóvember vegna takmörkunar á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði í og umhverfis Grindavík. Grindavík Fjölmiðlar Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ríkisútvarpið Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. 22. nóvember 2023 10:53 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
„Þeir létu sig hverfa og það þurfti að hefja leit að þessum hópi,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. Heldur þungt var í lögreglustjóranum vegna þessa máls. Hann sagði þetta atvik umhugsunarefni fyrir þá sem stjórni Ríkisútvarpinu. Því annars hafi samstarf yfirvalda við fjölmiðla verið gott. „Við þekkjum þetta atvik starfsmanns RÚV sem barði hús að utan og leitaði þá að lykli, og svo þetta núna,“ segir Úlfar. En hann er þar að vísa til þess þegar ljósmyndari Ríkisútvarpsins leitaði inngöngu í autt hús í Grindavík og olli það verulegu uppnámi. Úlfar nefnir að það sé starfsmaður Ríkisútvarpsins sem stýrir Blaðamannafélaginu. En þess ber að geta að Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður BÍ er í launalausu leyfi frá RÚV nú um stundir. „Hún hefur sýnt sig í að vera svolítið frek. En þetta eru frávik. Við áttum ekki von á þessu og þetta er vanvirða við íbúa Grindavíkur, þá 3800 íbúar sem þarna áttu heimili, hafa virt þessi fyrirmæli okkar, þó ekki séu kannski allir sammála um aðferðafræðina. Þannig að þetta kemur mér og mínu fólki á óvart.“ Frekjutónn í fréttastjóra RÚV Úlfar segir einsýnt að þessi svívirða skemmi fyrir, eins og atvikið með starfsmann Ríkisútvarpið gerði á sínum tíma og nú þetta. „Þetta skemmir fyrir öðru fjölmiðlafólki. Óneitanlega. Í því tilfelli hafði það atvik gríðarlega neikvæð áhrif inn í samfélag Grindvíkinga og aðrir fjölmiðlamenn voru miður sín vegna þessa, það er klárt og svo þetta núna.“ Þá segir Úlfar leiðinlegur frekjutónninn sem ávallt megi greina í fréttastjóra Ríkisútvarpsins og þeim sem stýra aðgerðum af hálfu RÚV í samtölum við lögreglustjóra. „Aðgangur er alltaf að opnast meira og meira og ég þarf fyrst og síðast að hugsa hlýtt til þessara 3800 íbúar Grindavíkur; ég þarf að hlusta á viðbrögð þeirra. Það vantar ekkert uppá heimildaöflun, að þetta sé „dokkjúmentað“, nema kannski grátandi Grindvíkinga,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Blaðamannafélag Íslands sendi lögreglustjóranum á Suðurnesjum fyrir helgi ítrekun á kvörtun félagsins frá því í nóvember vegna takmörkunar á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði í og umhverfis Grindavík.
Grindavík Fjölmiðlar Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ríkisútvarpið Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. 22. nóvember 2023 10:53 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. 22. nóvember 2023 10:53
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08