Leggja til sumarfrí í íslenskum fótbolta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2024 10:45 Leikmannasamtök Íslands leggja til að gert verði fjögurra vikna hlé á keppni í meistaraflokkum karla og kvenna. Þá geti leikmenn einnig fengið 14 daga frí frá æfingum. Vísir/Diego Stjórn Leikmannasamtaka Íslands leggur til að á ársþingi KSÍ verði samþykkt að innleitt verði sumerhlé á keppnistímabili í Íslandsmóti mestaraflokka í knattspyrnu á Íslandi. 78. ársþing KSÍ fer fram þann 24. febrúar næstkomandi og eins og oft áður verða mörg mál á dagskrá. Þar á meðal er tillaga Leikmannasamtaka Íslands um sumarhlé, sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og að deildunum verði þá skipt upp í vor- og haust tímabil. Í tillögu Leikmannasamtakana kemur einnig fram að í sumarhléinu eigi leikmenn að fá 14 daga samfleytt frí frá skipulögðum æfingum hjá sínum félagsliðum. Fordæmin séu til á Norðurlöndunum Í tillögunni er einnig bent á að fordæmi fyrir mið-tímabilshléi liggi fyrir á Norðurlöndunum. „Fordæmi fyrir mið-tímabilshléi liggja fyrir á Norðurlöndunum, þar sem sumarhléin eru sett í FIFA/UEFA/Ólympíu- lokakeppnisglugga,“ sgir í tillögunni. „Sem dæmi mun sumarið 2024 í Herrallsvenskan í Svíþjóð taka sumarhlé í deild milli 2. júní – 6. júlí, þegar mótið hefurspilað 12 umferðir fyrir sumarhlé. Til samanburðar mun Damallsvenskan í Svíþjóð taka sumarhlé frá 8.júlí – 22.ágúst, eftir 15 spilaðar umferðir, eða á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir í París. Sumarhléin 2024 í efstu deildum í Svíþjóð er í lengra lagi, þar sem í ár er bæði EM KK og Ólympíuleikar, þar sem A-landslið KVK taka þátt.“ Þá séu einnig fordæmi fyrir því að slík hlé hafi verið gerð á Íslandsmótinu í knattspyrnu áður. „Mótanefnd KSÍ hefur hagrætt móta fyrirkomulagi varðandi Íslandsmót í knattspyrnu áður, þegar landslið Íslands hafa tekið þátt ístórmótum, A-landslið KK (EM 2016 & HM 2018), A-landslið KVK (EM 2017 & 2022) og 19 ára landslið KK og KVK (EM 2023).“ „Til að gefa leikmönnum tíma til andlegrar og líkamlegrar endurheimtar“ Að lokum nefna Leikmannasamtökin ástæðu þess að tillagan er lögð fram. Þar segir að það sé gert til að gefa leikmönnum tíma í endurheimt, sem og að gefa þjálfurum, starfsfólki og sjálfboðaliðum möguleika á sumarfríi. „Tímabilshlé í knattspyrnu er gert til að gefa leikmönnum tíma til andlegrar og líkamlegrar endurheimtar, ásamt því að gefa þjálfurum, starfsfólki og sjálfboðaliðum félaga möguleika á sumarfríi. Lagt er til að sumarhlé á keppnisleikjum í Íslandsmóti í knattspyrnu varir að minnsta kosti fjórar vikur, til þess að geta gefið þjálfurum og leikmönnum tíma til 14 daga samliggjandi frís ásamt undirbúningstíma fyrir komandi haust tímabil.“ Tillöguna í heild sinni má lesa með því að smella hér. Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
78. ársþing KSÍ fer fram þann 24. febrúar næstkomandi og eins og oft áður verða mörg mál á dagskrá. Þar á meðal er tillaga Leikmannasamtaka Íslands um sumarhlé, sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og að deildunum verði þá skipt upp í vor- og haust tímabil. Í tillögu Leikmannasamtakana kemur einnig fram að í sumarhléinu eigi leikmenn að fá 14 daga samfleytt frí frá skipulögðum æfingum hjá sínum félagsliðum. Fordæmin séu til á Norðurlöndunum Í tillögunni er einnig bent á að fordæmi fyrir mið-tímabilshléi liggi fyrir á Norðurlöndunum. „Fordæmi fyrir mið-tímabilshléi liggja fyrir á Norðurlöndunum, þar sem sumarhléin eru sett í FIFA/UEFA/Ólympíu- lokakeppnisglugga,“ sgir í tillögunni. „Sem dæmi mun sumarið 2024 í Herrallsvenskan í Svíþjóð taka sumarhlé í deild milli 2. júní – 6. júlí, þegar mótið hefurspilað 12 umferðir fyrir sumarhlé. Til samanburðar mun Damallsvenskan í Svíþjóð taka sumarhlé frá 8.júlí – 22.ágúst, eftir 15 spilaðar umferðir, eða á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir í París. Sumarhléin 2024 í efstu deildum í Svíþjóð er í lengra lagi, þar sem í ár er bæði EM KK og Ólympíuleikar, þar sem A-landslið KVK taka þátt.“ Þá séu einnig fordæmi fyrir því að slík hlé hafi verið gerð á Íslandsmótinu í knattspyrnu áður. „Mótanefnd KSÍ hefur hagrætt móta fyrirkomulagi varðandi Íslandsmót í knattspyrnu áður, þegar landslið Íslands hafa tekið þátt ístórmótum, A-landslið KK (EM 2016 & HM 2018), A-landslið KVK (EM 2017 & 2022) og 19 ára landslið KK og KVK (EM 2023).“ „Til að gefa leikmönnum tíma til andlegrar og líkamlegrar endurheimtar“ Að lokum nefna Leikmannasamtökin ástæðu þess að tillagan er lögð fram. Þar segir að það sé gert til að gefa leikmönnum tíma í endurheimt, sem og að gefa þjálfurum, starfsfólki og sjálfboðaliðum möguleika á sumarfríi. „Tímabilshlé í knattspyrnu er gert til að gefa leikmönnum tíma til andlegrar og líkamlegrar endurheimtar, ásamt því að gefa þjálfurum, starfsfólki og sjálfboðaliðum félaga möguleika á sumarfríi. Lagt er til að sumarhlé á keppnisleikjum í Íslandsmóti í knattspyrnu varir að minnsta kosti fjórar vikur, til þess að geta gefið þjálfurum og leikmönnum tíma til 14 daga samliggjandi frís ásamt undirbúningstíma fyrir komandi haust tímabil.“ Tillöguna í heild sinni má lesa með því að smella hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira