Skilaboð til náttúruunnenda Íslands Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 12. febrúar 2024 11:30 Náttúruvernd á undir högg að sækja um heim allan. Í kjölfar þess að loftslagsvandinn verður óðum viðurkenndari í öllum sínum alvarleika hefur hafist leit að lausnum. Leitað er að lausnum þar sem allir vinna. Neysla okkar og lifnaðarhættir eru komin langt yfir mörk jarðar á mörgum sviðum. Lausnirnar sem upp koma eru að mörgu leiti staðgenglar yfirdrifinnar neyslu þar sem bruni jarðefnaeldsneytis víkur fyrir öðrum gerðum ágangs á vistkerfi og náttúru. Það er ekki heillavænlegt. Líffræðilegur fjölbreytileiki er flóknara viðfangsefni en loftslagsváin, sem nóg er flókin samt. Hvað þá samspil þeirra beggja og mengunar sem einnig ógnar heilsu fólks. Það er í eðli okkar að leita sökudólga til þess að geta útilokað þá og haldið áfram lífi okkar óbreyttu. Það er okkur fjarri lagi að líta í eigin barm, taka ábyrgð sem samfélag í heild og viðurkenna að lifnaðarhættir okkar eru ekki sjálfbærir og ógna framtíð komandi kynslóða. Samstaðan og eljan Sem lítil smáþjóð í Norður Atlantshafi upplifum við okkur máttlaus gagnvart ástandinu. Hvað þá sem einstaklingar. Þá eru það samskipti okkar við aðra sem skipta öllu máli. Við eigum að hefja hvort annað upp og veita innblástur og samstöðu. Viðfangsefnið er ærið og margslungið en með samstöðu, bæði innanlands og utan geta ótrúlegustu hlutir gerst. Sjáið bara hvað ein ung stúlka frá Svíþjóð gat hrifið með sér marga og hvernig sú samstaða olli miklum framförum í málaflokknum. Eftir að ég hóf störf í náttúruverndinni hef ég kynnst svo mörgu fólki sem á það allt sameiginlegt að brenna fyrir málstaðnum en einnig upplifa sig mörg ein og einangruð í baráttunni. Eftir því sem verkefnin verða fleiri þá dreifumst við oft meira og upplifum okkur enn þá einangraðri. Þá er mikilvægt að minna sig á samhengi hlutanna og allt hitt fólkið sem maður á að. Samstaða og sameiginleg framtíðarsýn er meðalið að tala saman og deila áhyggjum, lausnum og jafnvel grínast aðeins, hefur margföldunaráhrif á okkar árangur. Hlustum á hvort annað og vinnum þetta saman sem samfélag. Höfundur er formaður Landverndar. Grein þessi er skrifuð af tilefni samráðsfundar náttúruverndar sem haldinn var í Úlfarsárdal um helgina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Umhverfismál Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Kenning Einsteins um vitfirru; Á hún við um krónuna? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Náttúruvernd á undir högg að sækja um heim allan. Í kjölfar þess að loftslagsvandinn verður óðum viðurkenndari í öllum sínum alvarleika hefur hafist leit að lausnum. Leitað er að lausnum þar sem allir vinna. Neysla okkar og lifnaðarhættir eru komin langt yfir mörk jarðar á mörgum sviðum. Lausnirnar sem upp koma eru að mörgu leiti staðgenglar yfirdrifinnar neyslu þar sem bruni jarðefnaeldsneytis víkur fyrir öðrum gerðum ágangs á vistkerfi og náttúru. Það er ekki heillavænlegt. Líffræðilegur fjölbreytileiki er flóknara viðfangsefni en loftslagsváin, sem nóg er flókin samt. Hvað þá samspil þeirra beggja og mengunar sem einnig ógnar heilsu fólks. Það er í eðli okkar að leita sökudólga til þess að geta útilokað þá og haldið áfram lífi okkar óbreyttu. Það er okkur fjarri lagi að líta í eigin barm, taka ábyrgð sem samfélag í heild og viðurkenna að lifnaðarhættir okkar eru ekki sjálfbærir og ógna framtíð komandi kynslóða. Samstaðan og eljan Sem lítil smáþjóð í Norður Atlantshafi upplifum við okkur máttlaus gagnvart ástandinu. Hvað þá sem einstaklingar. Þá eru það samskipti okkar við aðra sem skipta öllu máli. Við eigum að hefja hvort annað upp og veita innblástur og samstöðu. Viðfangsefnið er ærið og margslungið en með samstöðu, bæði innanlands og utan geta ótrúlegustu hlutir gerst. Sjáið bara hvað ein ung stúlka frá Svíþjóð gat hrifið með sér marga og hvernig sú samstaða olli miklum framförum í málaflokknum. Eftir að ég hóf störf í náttúruverndinni hef ég kynnst svo mörgu fólki sem á það allt sameiginlegt að brenna fyrir málstaðnum en einnig upplifa sig mörg ein og einangruð í baráttunni. Eftir því sem verkefnin verða fleiri þá dreifumst við oft meira og upplifum okkur enn þá einangraðri. Þá er mikilvægt að minna sig á samhengi hlutanna og allt hitt fólkið sem maður á að. Samstaða og sameiginleg framtíðarsýn er meðalið að tala saman og deila áhyggjum, lausnum og jafnvel grínast aðeins, hefur margföldunaráhrif á okkar árangur. Hlustum á hvort annað og vinnum þetta saman sem samfélag. Höfundur er formaður Landverndar. Grein þessi er skrifuð af tilefni samráðsfundar náttúruverndar sem haldinn var í Úlfarsárdal um helgina.
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar