Helgin köld en helstu áskoranir leystar Bjarki Sigurðsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2024 12:03 Efri röð frá vinstri: Hafdís Sigurðardóttir og Auður Erla Guðmundsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Önundur Reinhardtsson og Ásdís Rós Ásgeirsdóttir. Vísir/Einar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. Berghildur Erla, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við nokkra íbúa á Reykjanesi nú fyrir hádegi. Þeir glíma allir við sömu áskorun, ekkert heitt vatn. Þá hafa einhverjir lent í því að rafmagnið detti líka út. Rafmagnsofn frá tengdasyninum Hafdís Sigurðardóttir, íbúi á Ásbrú, segir helgina hafa verið ansi kalda en samt sem áður gekk vel hjá henni að reyna að halda sér sjálfri heiti. Til þess notar hún rafmagnsofn sem hún fékk lánaðan hjá tengdasyni sínum. „Ég notaði hann bara í rýminu sem ég var í hverju sinni. Hitaði svo herbergið svona tveimur tímum áður en ég skreið upp í og slökkti svo á öllu. Helgin er búin að vera ansi róleg. Ég er bara búin að vera heima við og dunda mér. Það er ekkert meira að gera en það,“ segir Hafdís. Klippa: Íbúar Reykjaness um heitavatnslausa helgi Hún fer í sund í Reykjavík til þess að komast í bað og hitar vatn í bala til þess að vaska upp. Hún vill að það sé séð til þess að heitavatnsleysi sem þetta komi aldrei aftur upp. „Þeir mættu huga betur að innviðunum í Svartsengi upp á það ef það gýs aftur að það fari ekki svona. Þetta er búið að vera nógu mikið álag á fólkinu hérna og íbúum í Grindavík,“ segir Hafdís. Hafdís Sigurðardóttir býr á Ásbrú.Vísir/Einar Rafmagnslaust um tíma Ásdís Rós Ásgeirsdóttir í Njarðvík lenti í því að rafmagnið datt líka út og þurfti að reiða sig á kertaljós á meðan. „Ég fór í bæinn til frænku minnar í sturtu. Það er búið að vera þannig að það er ekkert vatn þannig við fórum bara í bæinn,“ segir Ásdís. Ásdís Rós Ásgeirsdóttir í Njarðvík missti rafmagnið um tíma.Vísir/Einar Olíuofnin stendur fyrir sínu Önundur Reinhardtsson er með olíuofn sem hefur haldið íbúð hans nægilegra heitri. „Ég er svo rólegur í þessu. Þetta er ekki vandamál hjá mér. Einn ofn var alveg nóg. Það kólnaði en hann náði að halda okkur heitum og það er ljómandi gott,“ segir Önundur. Önundur Reinhardtsson í Njarðvík notast við olíuofn.Vísir/Einar Mömmu skítkalt í bílskúrnum Heima hjá Auði Erlu Guðmundsdóttur notast menn við rafmagnsofn og arineld. „Við erum heppin, við erum með arineld þannig það kyndir mest megnis stofuna og sjónvarpsherbergið. Það eru kaldir blettir, í bílskúrnum. Þar vinnur mamma. Henni er skítkalt, puttarnir alveg að detta af henni. Svo inni í herberginu hjá henni og pabba,“ segir Auður. Auður Erla Guðmundsdóttir, Keflvíkingur, er svo heppin að hafa arineld.Vísir/Einar Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Orkumál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Berghildur Erla, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við nokkra íbúa á Reykjanesi nú fyrir hádegi. Þeir glíma allir við sömu áskorun, ekkert heitt vatn. Þá hafa einhverjir lent í því að rafmagnið detti líka út. Rafmagnsofn frá tengdasyninum Hafdís Sigurðardóttir, íbúi á Ásbrú, segir helgina hafa verið ansi kalda en samt sem áður gekk vel hjá henni að reyna að halda sér sjálfri heiti. Til þess notar hún rafmagnsofn sem hún fékk lánaðan hjá tengdasyni sínum. „Ég notaði hann bara í rýminu sem ég var í hverju sinni. Hitaði svo herbergið svona tveimur tímum áður en ég skreið upp í og slökkti svo á öllu. Helgin er búin að vera ansi róleg. Ég er bara búin að vera heima við og dunda mér. Það er ekkert meira að gera en það,“ segir Hafdís. Klippa: Íbúar Reykjaness um heitavatnslausa helgi Hún fer í sund í Reykjavík til þess að komast í bað og hitar vatn í bala til þess að vaska upp. Hún vill að það sé séð til þess að heitavatnsleysi sem þetta komi aldrei aftur upp. „Þeir mættu huga betur að innviðunum í Svartsengi upp á það ef það gýs aftur að það fari ekki svona. Þetta er búið að vera nógu mikið álag á fólkinu hérna og íbúum í Grindavík,“ segir Hafdís. Hafdís Sigurðardóttir býr á Ásbrú.Vísir/Einar Rafmagnslaust um tíma Ásdís Rós Ásgeirsdóttir í Njarðvík lenti í því að rafmagnið datt líka út og þurfti að reiða sig á kertaljós á meðan. „Ég fór í bæinn til frænku minnar í sturtu. Það er búið að vera þannig að það er ekkert vatn þannig við fórum bara í bæinn,“ segir Ásdís. Ásdís Rós Ásgeirsdóttir í Njarðvík missti rafmagnið um tíma.Vísir/Einar Olíuofnin stendur fyrir sínu Önundur Reinhardtsson er með olíuofn sem hefur haldið íbúð hans nægilegra heitri. „Ég er svo rólegur í þessu. Þetta er ekki vandamál hjá mér. Einn ofn var alveg nóg. Það kólnaði en hann náði að halda okkur heitum og það er ljómandi gott,“ segir Önundur. Önundur Reinhardtsson í Njarðvík notast við olíuofn.Vísir/Einar Mömmu skítkalt í bílskúrnum Heima hjá Auði Erlu Guðmundsdóttur notast menn við rafmagnsofn og arineld. „Við erum heppin, við erum með arineld þannig það kyndir mest megnis stofuna og sjónvarpsherbergið. Það eru kaldir blettir, í bílskúrnum. Þar vinnur mamma. Henni er skítkalt, puttarnir alveg að detta af henni. Svo inni í herberginu hjá henni og pabba,“ segir Auður. Auður Erla Guðmundsdóttir, Keflvíkingur, er svo heppin að hafa arineld.Vísir/Einar
Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Orkumál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira