Viðskipti innlent

Fyrir­tækin komin að þol­mörkum og mikil­vægt að opna bæinn

Atli Ísleifsson skrifar
Í ákallinu kemur fram að ef bærinn eigi að eiga möguleika að byggjast upp aftur þá þurfi að halda ljósunum á í fyrirtækjunum.
Í ákallinu kemur fram að ef bærinn eigi að eiga möguleika að byggjast upp aftur þá þurfi að halda ljósunum á í fyrirtækjunum. Vísir/Sigurjón

Fyrirtæki í Grindavík eru komin að þolmörkum og er mikilvægt að opna bæinn fyrir aukinni starfsemi.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ákalli grindvískra fyrirtækja sem sent er frá upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar.

Í ákallinu kemur fram að enn sé hægt að halda lífi í fyrirtækjum með því að hefja rekstur meðan náttúran er róleg.

„Þó að staðan í Grindavík sé alvarleg þá er stór hluti bæjarins í lagi, og ennþá tækifæri til að halda lífi í fyrirtækjunum þar. Við höfum lært á síðustu vikum og mánuðum að á milli atburða líða einhverjar vikur þar sem náttúran er róleg og tími gefst til að vera í Grindavík. Öryggi fólks á alltaf að vera í forgrunni, og mikilvægt er að kanna stöðu bæjarins og innviða eftir hvern atburð. En strax að því loknu þarf að gera fyrirtækjum kleift að vinna í bænum frá morgni til kvölds, kl.7:00-19:00, með öryggisvitund og tilbúnar viðbragðsáætlanir.

Ef bærinn á að eiga möguleika að byggjast upp aftur þá þarf að halda ljósunum á í fyrirtækjunum. Fyrirtæki í Grindavík krefjast þess að aðgengi að bænum verði gert reglulegt og fyrirsjáanlegt, og ef eittthvað vantar upp á öryggisgæslu í bænum þá geta fyrirtækin sjálf lagt lóð á vogarskálarnar,“ segir í ákallinu frá fyrirtækjunum.


Tengdar fréttir

„Þetta er allt á hreyfingu“

Björgunarsveitarmaður sem var á vakt í Grindavík í dag segir jörðina enn á hreyfingu í bænum. Hann segist merkja breytingar í þessari frá þeirri síðustu, hús halli meira og merki um jarðhræringar sjáist á malbiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×