Rannsóknir lögreglu megi ekki dragast á langinn Jón Þór Stefánsson skrifar 15. febrúar 2024 08:01 Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að lögreglu sé ekki veitt nægilegt aðhald við rannsókn mála í núgildandi lögum. Vísir/Vilhelm Þingmenn fimm þingflokka hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um meðferð sakamála. Þar er lagt til að rannsókn lögreglu á sakamálum megi ekki standa yfir í meira en ár. Þó megi lögregla óska eftir framlengingu rannsóknar til dómstóla, en þá þarf dómari að úrskurða um framlengingu rannsóknarinnar um eitt ár í senn. Til þess þarf tvö skilyrði: Að rannsókn lögreglu hafi verið virk og nauðsynlegt sé að halda henni áfram. Og að rannsókn vari samanlagt ekki lengur en fimm ár. Þrátt fyrir þetta segir að dómara sé heimilt að framlengja rannsókn máls um allt að eitt ár í senn, eins oft og þurfa þykir, ef fyrir liggur að tafir á rannsókn máls eru tilkomnar vegna ólögmætrar háttsemi hins grunaða eða annara sem honum tengjast. Jafnframt er lagt til að dæma skuli sakborningi bætur sæti hann rannsókn lengur en í eitt ár og rannsóknin síðan felld niður eða viðkomandi sýknaður. „Markmið frumvarpsins er að skerpa á þeim reglum sem nú þegar gilda um rannsókn sakamála og tryggja að rannsóknir dragist ekki um of,“ segir Hildur Sverrisdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Auðvitað veit maður að ýmsar rannsóknir eru veigamiklar og þurfa sinn tíma, og einhverjar rannsóknir er ekki hægt að vinna innan árs. En ég er ekki að leggja til að rannsókn verði hætt eftir ár. Ég er eingöngu að leggja til að lögreglan þurfi að sýna fram á að hún hafi annars vegar verið með virka rannsókn, og hins vegar að það sé ástæða til að halda henni áfram,“ segir Hildur. „Að mínu mati er lögreglu ekki veitt nægilegt aðhald við rannsókn mála í gildandi lögum og enga tímafresti er að finna hversu lengi megi rannsaka mál án þess að sýnt sé fram á nauðsyn þess. Til eru dæmi þess að fólk hafi haft réttarstöðu sakbornings í næstum áratug, jafnvel án þess að virk rannsókn hafi staðið yfir megnið af tímanum, til þess eins að málið sé svo fellt niður. Þá hefur sakborningurinn þurft að þola að hafa réttstöðu grunaðs svo árum skiptir, jafnvel af engri augljósri ástæðu, og fær það ekki bætt á nokkurn hátt.“ Eðlilegra að lögreglan sýni fram á mikilvægi rannsóknarinnar Hildur segir eðlilegra að lögin viðurkenni þau íþyngjandi áhrif sem sakamálarannsókn hafi á sakborninga. „Að hafa stöðu sakbornings hefur augljósleg gríðarlega íþyngjandi áhrif á einstaklinga og getur sömuleiðis haft bein lagaleg áhrif á hagsmuni fólks.“ Að mati Hildar er eðlilegra að lögregla sýni fram á nauðsyn þess að rannsókn haldi áfram, frekar en hið gagnstæða, að sakborningur þurfi að sýna fram á að rannsóknarinnar sé ekki þörf. Þá minnist hún á að sakborningar geti verið í viðkvæmri stöðu, til að mynda vegna aldurs eða andlegra veikinda. „Í mínum huga er þetta einfaldlega mannréttindamál fyrir fólk og til þess fallið að styrkja réttarríkið sem er grundvöllur sanngjarns og góðs samfélags.“ Telur frumvarpið gott fyrir þolendur kynferðisofbeldis Hildur telur að tillögurnar muni þjóna þolendum í kynferðisafbrotamálum. „Það er klárlega þeirra hagur, og ætlaðra gerenda líka, að úr þeim málum sé leyst á sem allra skemmstum tíma. Þá leiðir af eðli þeirra mála að mikilvægt er að lögregla bregðist hratt við og afli gagna og skýrslna við fyrsta mögulega tækifæri. Almennt eru þessi mál auk þess ekki flókin í rannsókn, þótt sönnunarbyrðin geti verið erfið. Ég tel því að breyting af þessum toga, sem setur þrýsting á lögreglu að bregðast hratt við, þjóni einmitt þessum málaflokki.“ Hún bendir á að árstímaklukkan byrji ekki að tikka fyrr en viðkomandi fái réttarstöðu sakbornings. Hún segir því að reglur dragi ekki úr möguleikum brotaþola, til dæmis í kynferðisbrotamálum, til að koma fram með kæru jafnvel árum eftir að atvik málsins eigi sér stað. Aðspurð um hvort frumvarpið sem lagt sé fram eigi sér einhverja erlenda fyrirmynd segir Hildur að á Norðurlöndunum sé ekki að finna þak á því hversu lengi rannsókn megi standa yfir. Hins vegar sé kveðið á um bætur í norskum og dönskum lögum á svipaðan hátt og hún leggi til. „Það verður einhver að vera fyrstur til að gera réttarbæturnar.“ Líkt og áður segir er frumvarpið lagt fram af þingmönnum fimm flokka. Sjálfstæðisflokkurinn er mest áberandi, en átta þingmenn úr honum flytja frumvarpið. Píratar, Flokkur fólksins, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn taka líka þátt. Dómstólar Lögreglan Kynferðisofbeldi Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þó megi lögregla óska eftir framlengingu rannsóknar til dómstóla, en þá þarf dómari að úrskurða um framlengingu rannsóknarinnar um eitt ár í senn. Til þess þarf tvö skilyrði: Að rannsókn lögreglu hafi verið virk og nauðsynlegt sé að halda henni áfram. Og að rannsókn vari samanlagt ekki lengur en fimm ár. Þrátt fyrir þetta segir að dómara sé heimilt að framlengja rannsókn máls um allt að eitt ár í senn, eins oft og þurfa þykir, ef fyrir liggur að tafir á rannsókn máls eru tilkomnar vegna ólögmætrar háttsemi hins grunaða eða annara sem honum tengjast. Jafnframt er lagt til að dæma skuli sakborningi bætur sæti hann rannsókn lengur en í eitt ár og rannsóknin síðan felld niður eða viðkomandi sýknaður. „Markmið frumvarpsins er að skerpa á þeim reglum sem nú þegar gilda um rannsókn sakamála og tryggja að rannsóknir dragist ekki um of,“ segir Hildur Sverrisdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Auðvitað veit maður að ýmsar rannsóknir eru veigamiklar og þurfa sinn tíma, og einhverjar rannsóknir er ekki hægt að vinna innan árs. En ég er ekki að leggja til að rannsókn verði hætt eftir ár. Ég er eingöngu að leggja til að lögreglan þurfi að sýna fram á að hún hafi annars vegar verið með virka rannsókn, og hins vegar að það sé ástæða til að halda henni áfram,“ segir Hildur. „Að mínu mati er lögreglu ekki veitt nægilegt aðhald við rannsókn mála í gildandi lögum og enga tímafresti er að finna hversu lengi megi rannsaka mál án þess að sýnt sé fram á nauðsyn þess. Til eru dæmi þess að fólk hafi haft réttarstöðu sakbornings í næstum áratug, jafnvel án þess að virk rannsókn hafi staðið yfir megnið af tímanum, til þess eins að málið sé svo fellt niður. Þá hefur sakborningurinn þurft að þola að hafa réttstöðu grunaðs svo árum skiptir, jafnvel af engri augljósri ástæðu, og fær það ekki bætt á nokkurn hátt.“ Eðlilegra að lögreglan sýni fram á mikilvægi rannsóknarinnar Hildur segir eðlilegra að lögin viðurkenni þau íþyngjandi áhrif sem sakamálarannsókn hafi á sakborninga. „Að hafa stöðu sakbornings hefur augljósleg gríðarlega íþyngjandi áhrif á einstaklinga og getur sömuleiðis haft bein lagaleg áhrif á hagsmuni fólks.“ Að mati Hildar er eðlilegra að lögregla sýni fram á nauðsyn þess að rannsókn haldi áfram, frekar en hið gagnstæða, að sakborningur þurfi að sýna fram á að rannsóknarinnar sé ekki þörf. Þá minnist hún á að sakborningar geti verið í viðkvæmri stöðu, til að mynda vegna aldurs eða andlegra veikinda. „Í mínum huga er þetta einfaldlega mannréttindamál fyrir fólk og til þess fallið að styrkja réttarríkið sem er grundvöllur sanngjarns og góðs samfélags.“ Telur frumvarpið gott fyrir þolendur kynferðisofbeldis Hildur telur að tillögurnar muni þjóna þolendum í kynferðisafbrotamálum. „Það er klárlega þeirra hagur, og ætlaðra gerenda líka, að úr þeim málum sé leyst á sem allra skemmstum tíma. Þá leiðir af eðli þeirra mála að mikilvægt er að lögregla bregðist hratt við og afli gagna og skýrslna við fyrsta mögulega tækifæri. Almennt eru þessi mál auk þess ekki flókin í rannsókn, þótt sönnunarbyrðin geti verið erfið. Ég tel því að breyting af þessum toga, sem setur þrýsting á lögreglu að bregðast hratt við, þjóni einmitt þessum málaflokki.“ Hún bendir á að árstímaklukkan byrji ekki að tikka fyrr en viðkomandi fái réttarstöðu sakbornings. Hún segir því að reglur dragi ekki úr möguleikum brotaþola, til dæmis í kynferðisbrotamálum, til að koma fram með kæru jafnvel árum eftir að atvik málsins eigi sér stað. Aðspurð um hvort frumvarpið sem lagt sé fram eigi sér einhverja erlenda fyrirmynd segir Hildur að á Norðurlöndunum sé ekki að finna þak á því hversu lengi rannsókn megi standa yfir. Hins vegar sé kveðið á um bætur í norskum og dönskum lögum á svipaðan hátt og hún leggi til. „Það verður einhver að vera fyrstur til að gera réttarbæturnar.“ Líkt og áður segir er frumvarpið lagt fram af þingmönnum fimm flokka. Sjálfstæðisflokkurinn er mest áberandi, en átta þingmenn úr honum flytja frumvarpið. Píratar, Flokkur fólksins, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn taka líka þátt.
Dómstólar Lögreglan Kynferðisofbeldi Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira