Gagnrýndi viðtalsstíl Carlson og sagðist frekar vilja Biden en Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2024 08:30 Pútín gaf lítið fyrir viðtalsstíl Carlson þegar hann ræddi við Zarubin og sagðist hafa gert ráð fyrir beittari spurningum. AP/Sputnik/Kazakov Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði í viðtali við rússneska sjónvarpsmanninn Pavel Zarubin í gær að hann væri þakklátur Tucker Carlson fyrir viðtalið sem hann tók við forsetann á dögunum en hann hefði ekki fengið allt út úr því sem hann vildi. Pútín sagði það hafa komið sér á óvart að Carlson hefði veigrað sér við því að spyrja hann „beittra spurninga“ og svipt hann þannig tækifærinu til að gefa beitt svör. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég að hann myndi verða aggressívur og spyrja svokallaðra beittra spurninga. Ég var ekki bara undir það búinn heldur vildi ég það, þar sem það hefði gefið mér tækifæri til að svara á sama máta,“ sagði Pútín við Zarubin. Viðtal Carlson var það fyrsta sem Pútín veitir blaðamanni á Vesturlöndum frá því að Rússar gerðu innrás í Úkraínu en forsetinn varði fjórðungi viðtalsins í að fara yfir sína útgáfu af sögu Rússlands. Pútín sagði Zarubin að þar sem Rússar ættu ekki í beinu samtali við Vesturlönd ættu þeir að vera þakklátir Carlson fyrir að taka sér hlutverk milliliðs. Þess ber að geta að fjölmargir miðlar á Vesturlöndum hafa falast eftir viðtölum við Pútín en Carlson, sem var löngum þekktasta andlit Fox News, er sá eini sem hefur haft erindi sem erfiði. Pútín sagðist einnig hafa verið undrandi á því að Carlson hefði ekki gripið oftar inn í en það var áberandi hvað Carlson leyfði Pútín að fara um víðan völl án þess að koma honum aftur á beinu brautina. „Satt best að segja þá fékk ég ekki allt sem ég vildi út úr þessu viðtali,“ sagði Pútín. Pútín ræddi einnig við Zarubin um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og sagðist frekar vildu sjá Joe Biden ná endurkjöri en að Donald Trump næði aftur völdum. Zarubin spurði forsetann hvor væri „betri fyrir Rússa“, Biden eða Trump. „Biden,“ svaraði Pútín um hæl. „Hann er reyndari fyrirsjáanlegri einstaklingur; pólitíkus af gamla skólanum.“ Pútín sagðist hins vegar myndu vinna með hverjum þeim sem Bandaríkjamenn kysu. Það er ómögulegt að segja hvort Pútín er að vera einlægur í svörum sínum eða hvort um er að ræða tilraun til að grafa undan Biden með því að lýsa yfir stuðningi við hann. Pútín hefur áður verið sakaður um að hafa fyrirskipað aðgerðir til að styðja Trump í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28 Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Pútín sagði það hafa komið sér á óvart að Carlson hefði veigrað sér við því að spyrja hann „beittra spurninga“ og svipt hann þannig tækifærinu til að gefa beitt svör. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá hélt ég að hann myndi verða aggressívur og spyrja svokallaðra beittra spurninga. Ég var ekki bara undir það búinn heldur vildi ég það, þar sem það hefði gefið mér tækifæri til að svara á sama máta,“ sagði Pútín við Zarubin. Viðtal Carlson var það fyrsta sem Pútín veitir blaðamanni á Vesturlöndum frá því að Rússar gerðu innrás í Úkraínu en forsetinn varði fjórðungi viðtalsins í að fara yfir sína útgáfu af sögu Rússlands. Pútín sagði Zarubin að þar sem Rússar ættu ekki í beinu samtali við Vesturlönd ættu þeir að vera þakklátir Carlson fyrir að taka sér hlutverk milliliðs. Þess ber að geta að fjölmargir miðlar á Vesturlöndum hafa falast eftir viðtölum við Pútín en Carlson, sem var löngum þekktasta andlit Fox News, er sá eini sem hefur haft erindi sem erfiði. Pútín sagðist einnig hafa verið undrandi á því að Carlson hefði ekki gripið oftar inn í en það var áberandi hvað Carlson leyfði Pútín að fara um víðan völl án þess að koma honum aftur á beinu brautina. „Satt best að segja þá fékk ég ekki allt sem ég vildi út úr þessu viðtali,“ sagði Pútín. Pútín ræddi einnig við Zarubin um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og sagðist frekar vildu sjá Joe Biden ná endurkjöri en að Donald Trump næði aftur völdum. Zarubin spurði forsetann hvor væri „betri fyrir Rússa“, Biden eða Trump. „Biden,“ svaraði Pútín um hæl. „Hann er reyndari fyrirsjáanlegri einstaklingur; pólitíkus af gamla skólanum.“ Pútín sagðist hins vegar myndu vinna með hverjum þeim sem Bandaríkjamenn kysu. Það er ómögulegt að segja hvort Pútín er að vera einlægur í svörum sínum eða hvort um er að ræða tilraun til að grafa undan Biden með því að lýsa yfir stuðningi við hann. Pútín hefur áður verið sakaður um að hafa fyrirskipað aðgerðir til að styðja Trump í aðdraganda forsetakosninganna 2016.
Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28 Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28
Tucker Carlson í Moskvu til að taka viðtal við Vladimir Pútín Hinn umdeildi sjónvarpsmaður Tucker Carlson er staddur í Moskvu, að eigin sögn til að taka viðtal við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hann segir nauðsynlegt að upplýsa Bandaríkjamenn um stríð sem þeir eru að fjármagna en vita fátt eitt um. 7. febrúar 2024 08:06