Erlent

Segjast hafa hand­samað tugi hryðju­verka­manna á Nasser spítalanum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Daniel Hagari fullyrðir að Nasser spítalinn hafi verið notaður til að hýsa ísraelska gísla.
Daniel Hagari fullyrðir að Nasser spítalinn hafi verið notaður til að hýsa ísraelska gísla. AP Photo/Ariel Schalit

Ísraelsher fullyrðir að hermenn hafi handsamað tugi grunaðra hryðjuverkamanna þegar árás var gerð á stærsta sjúkrahús Gasa svæðisins, Nasser spítalann.

Starfsfólk og sjúklingar neyddust til að flýja bygginguna í miðri skothríðinni og forstjóri spítalans segir í samtali við breska ríkisútvarpið að aðstæður hafi verið skelfilegar.

Talsmaður Ísraelshers, Daniel Hagari segir að á meðal hinna handteknu hafi verið þátttakandi í hryðjuverkaárásunum þann sjöunda október síðastliðinn sem er grunaður um að hafa tekið gísl inn á Gasa svæðið. Þá fullyrðir hann að yfirheyrslur yfir hinum handteknu hafi leitt í ljós að ísraelskum gíslum hafi verið haldið föngum á spítalasvæðinu. Þeir hafi hinsvegar ekki fundist enn.

Talsmaður Hamas sakar Ísraela hinsvegar um lygar og segir enga gísla á svæðinu.


Tengdar fréttir

Segir hamfarir myndu fylgja í kjölfar innrásar Ísraelsmanna

Enn eykst þrýstingur á Ísraelsmenn um að falla frá áformum sínum um að ráðast inn í Rafah í suðurhluta Gasa en Martin Griffiths, yfirmaður mannúðarmála og neyðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum, segir afleiðingarnar yrðu hamfarir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×