Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3
Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við um brunann mikla sem varð í Fellsmúla í gær. 

Við ræðum við lögregluna sem rannsakar nú upptök eldsvoðans og heyrum í verslunareiganda í húsinu en ljóst er að tjónið er mikið. 

Þá tökum við stöðuna á Suðurnesjum en verkfræðingur á vegum almannavarna segir viðbúið að gera megi ráð fyrir frekari skakkaföllum á vatnslögnum til og frá orkuverinu í Svartsengi í komandi jarðhræringum.

Að auki fjöllum við um bólusetningar gegn mislingum og hettusótt en fólk fætt á ákveðnu tímabili hér á landi er ekki fullbólusett.

Í íþróttapakka dagsins verður farið yfir úrslitin í körfuboltanum í gær og leiki dagsins í dag auk þess sem það styttist í landsleik í körfuboltanum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×