Innlent

Rúss­land, Ríkis­út­varpið og Krist­rún um hælis­leit­endur á Sprengi­sandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengisandur hófst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hófst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Fyrsti gestur Kristjáns í dag er Jón Ólafsson, prófessor, og munu þeir ræða Rússland, Navalní, Pútín og Úkraínustríðið. Allt er þetta undir á meðan óveðursskýin hrannast upp þar austur frá.

Næstur mætir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill afnema Ohf.-ið aftan af Ríkisútvarpinu en tilhvers - skref í þá átt að minnka umsvif þess og hlutverk á markaði að hans sögn og flokkssystkina hans.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, hefur aldeilis hrist upp í umræðu um innflytjendur og sambúð okkar við hælisleitendur. Ekki síst virðist titringurinn vera á vinstri vængnum, við ræðum þessar áherslur hennar.

Í lok þáttar mæta þeir Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri Framtíðarseturs og Róbert Bjarnason en báðir taka þeir þátt í alþjóðlegri ráðstefnu Framtíðarsetursins í næstu viku, þar sem undir er hvorki meira né minna en lýðræðið sjálft og þær ógnir sem að því steðja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×