„Þetta er það sem lífið snýst um“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. febrúar 2024 12:01 Steinunn Björnsdóttir Vísir/Vilhelm Handboltakonan Steinunn Björnsdóttir sneri aftur á völlinn með Fram í síðustu viku, tæpum þremur mánuðum eftir barnsburð. Hún íhugaði að leggja skóna á hilluna og segir fjölskylduna alltaf vera framar íþróttinni. Það sé þó draumur að taka þátt á EM í desember. „Það var dásamlegt að mæta aftur. Mér fannst samt ekki það langt síðan ég var þarna síðast, mér fannst þessi meðganga ganga hraðar en síðast,“ segir Steinunn um endurkomuna. Hún spilaði sinn fyrsta leik með Fram er liðið vann öruggan sigur á Stjörnunni 10. febrúar síðastliðinn en þurfti þá að sinna syni sínum Tryggva á meðan leik stóð en sá stutti kom í heiminn þann 18. nóvember. Klippa: Það sem lífið snýst um „Hann er á brjósti og tekur hvorki pela né snuddu. Þannig að það eina sem róar þennan dreng er brjóstið. Ég vissi að það gæti komið fyrir að maður þyrfti að stökkva frá,“ „Systir mín var með hann og við vorum búnar að koma okkur saman um merki, eða hún gæti potað í mig á bekknum. En þetta tókst það vel að hálfleikurinn fór í að fylla á tankinn hjá þessum kalli. Ég kom aðeins of seint í leikinn, en svo sem allt í lagi.“ segir Steinunn. Lengra leyfi en þó ekki langt Steinunn var því komin á völlinn í Olís-deildinni minna en þremur mánuðum eftir að hafa átt son sinn, sem þykir ekki mikið. Það var þó töluvert lengri bið en í síðustu meðgöngu árið 2018 en þá tók hún þátt á æfingu degi fyrir fæðingu og var farin að spila aðeins rúmum mánuði eftir að hafa átt dóttur sína. „Ég viðurkenni að ég sá strax eftir því um leið og ég varð aftur ólétt að hafa farið strax af stað. Þá fór ég mjög snemma af stað en það gekk líka bara ótrúlega vel. Ég er sex árum eldri núna, aðeins þroskaðri og reyndari. Þannig að ég ákvað að gefa mér örlítið meiri tíma,“ „Ég fór svo snemma eftir síðustu meðgöngu að ég var smá kvíðin fyrir því hvernig þetta yrði núna. Ég vissi að það væri enginn að fara að dæma mig eða ætlast til mikils af mér. En ég sjálf er oft minn verstu óvinur, set mikla pressu á sjálfa mig og svona. En ég er ótrúlega þakklát líkama mínum fyrir að hafa gengið í gegnum þessa meðgöngu og að mér líði svona vel.“ Kom til greina að hætta Steinunn er á aðeins öðrum stað í lífinu en fyrir þessum sex árum síðan og gildir það sama yfir hana og aðra að með hverju árinu sem líður er styttra í að ferlinum ljúki. Hún segist hafa hugsað sig tvisvar um áður en hún sneri aftur á handboltaæfingar í þetta skiptið. Steinunn hefur verið algjör lykilmaður hjá Fram en það kom til greina að skórnir færu á hilluna.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Hreyfing er bara mitt geðlyf og ég þrífst vel þegar ég hreyfi mig. Svo vill til að handbolti er mjög skemmtilegur. Fyrir sex árum síðan þegar ég kom aftur til baka var ekki spurning að fara aftur inn á völlinn, mér fannst ég eiga mikið eftir. Ég sé alls ekki eftir þeirri ákvörðun,“ „En þetta var aðeins snúnara núna. Ég var ekki alveg viss. Maður veit aldrei hvernig gengur með barnið, fæðinguna og slíkt. Það er margt í gangi í líkamanum hjá manni, mikið um hormón og tilfinningar,“ Þeir eru margir titlarnir sem hafa farið á loft hjá Framkonum undanfarin ár.vísir/eyþór „En ég ákvað að slá til og kíkja á æfingu en maður þarf að sjá bara hvort ég hef eitthvað til brunns að bera á vellinum og finnst þetta skemmtilegt. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að halda aðeins áfram.“ segir Steinunn sem segist hafa íhugað að skórnir færu hreinlega upp í hillu. „Ég leiddi alveg hugann þangað. Ég held það sé mikilvægt að gera það því maður getur ekki ætlast til þess að líkaminn sé alltaf klár í slaginn. Það er svo margt sem getur komið fyrir,“ „Núna er maður kominn með tvö börn og að keyra upp í Úlfarsárdal er mikill pakki. En meðan manni finnst þetta skemmtilegt og nær góðu jafnvægi á þessu og heimilislífinu þá er það bara dásamlegt.“ segir Steinunn en hún býr steinsnar frá Safamýri hvar Fram spilaði öll hennar ár með liðinu allt þar til fyrir tveimur árum síðan þegar liðið fluttist í efri byggðir Reykjavíkur. Strákurinn heldur Einari á mottunni Steinunn er þá með Tryggva litla með sér á æfingum og fer ekki of hratt af stað. Þá hjálpi drengurinn einnig við að halda þjálfara liðsins, Einari Jónssyni, á mottunni. Einar getur minna öskrað á æfingum ef hann er með þriggja mánaða barn í höndunum.Fram „Ég fann samt að ég var töluvert rólegri núna, sex árum seinna. Ég var ekki að setja standardinn of hátt eða of mikla pressu á sjálfa mig. Ég tók þátt á æfingum eftir því sem ég gat, eftir því sem hann leyfði og fór svo útaf til að gefa honum. En það var dásamlegt að fara inn á völlinn, setja á sig harpix og reima á sig skóna. Það eru blöðrur hér og þar en maður kvartar ekki yfir því.“ „Systir mín er búin að vera mikil hjálparhella. Rakel þjálfari og Einar hefur líka aðeins þurft að aðstoða mig. Það var mjög krúttlegt að hann hélt á honum og rölti með hann um völlinn. Þá gat hann ekki öskrað á okkur eins mikið,“ segir Steinunn og hlær. Draumur um EM fjarlægur sem stendur Steinunn hefur verið lykilleikmaður í landsliðinu.Vísir/Hulda Margrét Ísland í fínni stöðu að fara á annað stórmótið í röð, á EM í desember, eftir að hafa tekið þátt á HM í lok síðasta árs. Mótið í fyrra var fyrsta stórmót kvennalandsliðsins í rúman áratug en Steinunn hefur aldrei farið á stórmót með landsliðinu. Er það engin gulrót fyrir hana að fara loks á slíkt mót í lok þessa árs? „Jú að sjálfsögðu er það en maður þorir kannski ekki að segja það upphátt, þegar maður er nýbyrjaður aftur. Að sjálfsögðu væri draumur að fara á stórmót. Ef maður hugsar þetta í þessum handboltaheila sem maður stundum festist í, væri dásamlegt að geta það,“ „Svo verður það bara að koma í ljós, ég mun hreyfa mig en svo þarf maður að sjá til hvort Arnar Pétursson geti eitthvað nýtt krafta mína.“ Handboltaheilinn Steinunn kveðst hafa notið þess vel, með nýfæddan drenginn, að fylgjast með stöllum sínum í landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Noregi og Danmörku. „Það var dásamlegt. Ég var með hann nýfæddan á bleiku skýi og allt gekk ótrúlega vel. Mér fannst frábært að fylgjast með stelpunum,“ segir Steinunn. „Ég held þetta hafi gefið liðinu alveg gríðarlega mikið,“ segir Steinunn sem segir að öfundin hafi ekki verið mikil á meðan mótinu stóð. Þetta er það sem lífið snýst um, segir Steinunn, sem er hér með Tryggva, syni sínum sem fæddist um miðjan nóvember.Vísir/Vilhelm „Í þessum litla handboltaheila, mögulega aðeins, en það var kannski meira þegar við komumst inn og ég var ólétt. En þetta er lífið, það eru forréttindi að fá að eignast börn. Þetta er það sem lífið snýst um.“ Framhaldið á ferli Steinunnar, sem verður 33 ára á þessu ári, er þá óljóst. Hún tekur endurkomuna skref fyrir skref og mun endurmeta stöðuna að tímabilinu loknu. „Á meðan ég er í orlofi frá vinnu finnst mér alveg dásamlegt að fara á æfingar seinni partinn. En svo þarf þetta að koma í ljós. Ég ætla að klára þetta tímabil með Fram-stelpunum og vonandi getum við keppt um titilinn en svo þarf maður að sjá eftir sumarið hvernig landið liggur.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Fram Landslið kvenna í handbolta Olís-deild kvenna Barnalán Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira
„Það var dásamlegt að mæta aftur. Mér fannst samt ekki það langt síðan ég var þarna síðast, mér fannst þessi meðganga ganga hraðar en síðast,“ segir Steinunn um endurkomuna. Hún spilaði sinn fyrsta leik með Fram er liðið vann öruggan sigur á Stjörnunni 10. febrúar síðastliðinn en þurfti þá að sinna syni sínum Tryggva á meðan leik stóð en sá stutti kom í heiminn þann 18. nóvember. Klippa: Það sem lífið snýst um „Hann er á brjósti og tekur hvorki pela né snuddu. Þannig að það eina sem róar þennan dreng er brjóstið. Ég vissi að það gæti komið fyrir að maður þyrfti að stökkva frá,“ „Systir mín var með hann og við vorum búnar að koma okkur saman um merki, eða hún gæti potað í mig á bekknum. En þetta tókst það vel að hálfleikurinn fór í að fylla á tankinn hjá þessum kalli. Ég kom aðeins of seint í leikinn, en svo sem allt í lagi.“ segir Steinunn. Lengra leyfi en þó ekki langt Steinunn var því komin á völlinn í Olís-deildinni minna en þremur mánuðum eftir að hafa átt son sinn, sem þykir ekki mikið. Það var þó töluvert lengri bið en í síðustu meðgöngu árið 2018 en þá tók hún þátt á æfingu degi fyrir fæðingu og var farin að spila aðeins rúmum mánuði eftir að hafa átt dóttur sína. „Ég viðurkenni að ég sá strax eftir því um leið og ég varð aftur ólétt að hafa farið strax af stað. Þá fór ég mjög snemma af stað en það gekk líka bara ótrúlega vel. Ég er sex árum eldri núna, aðeins þroskaðri og reyndari. Þannig að ég ákvað að gefa mér örlítið meiri tíma,“ „Ég fór svo snemma eftir síðustu meðgöngu að ég var smá kvíðin fyrir því hvernig þetta yrði núna. Ég vissi að það væri enginn að fara að dæma mig eða ætlast til mikils af mér. En ég sjálf er oft minn verstu óvinur, set mikla pressu á sjálfa mig og svona. En ég er ótrúlega þakklát líkama mínum fyrir að hafa gengið í gegnum þessa meðgöngu og að mér líði svona vel.“ Kom til greina að hætta Steinunn er á aðeins öðrum stað í lífinu en fyrir þessum sex árum síðan og gildir það sama yfir hana og aðra að með hverju árinu sem líður er styttra í að ferlinum ljúki. Hún segist hafa hugsað sig tvisvar um áður en hún sneri aftur á handboltaæfingar í þetta skiptið. Steinunn hefur verið algjör lykilmaður hjá Fram en það kom til greina að skórnir færu á hilluna.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Hreyfing er bara mitt geðlyf og ég þrífst vel þegar ég hreyfi mig. Svo vill til að handbolti er mjög skemmtilegur. Fyrir sex árum síðan þegar ég kom aftur til baka var ekki spurning að fara aftur inn á völlinn, mér fannst ég eiga mikið eftir. Ég sé alls ekki eftir þeirri ákvörðun,“ „En þetta var aðeins snúnara núna. Ég var ekki alveg viss. Maður veit aldrei hvernig gengur með barnið, fæðinguna og slíkt. Það er margt í gangi í líkamanum hjá manni, mikið um hormón og tilfinningar,“ Þeir eru margir titlarnir sem hafa farið á loft hjá Framkonum undanfarin ár.vísir/eyþór „En ég ákvað að slá til og kíkja á æfingu en maður þarf að sjá bara hvort ég hef eitthvað til brunns að bera á vellinum og finnst þetta skemmtilegt. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að halda aðeins áfram.“ segir Steinunn sem segist hafa íhugað að skórnir færu hreinlega upp í hillu. „Ég leiddi alveg hugann þangað. Ég held það sé mikilvægt að gera það því maður getur ekki ætlast til þess að líkaminn sé alltaf klár í slaginn. Það er svo margt sem getur komið fyrir,“ „Núna er maður kominn með tvö börn og að keyra upp í Úlfarsárdal er mikill pakki. En meðan manni finnst þetta skemmtilegt og nær góðu jafnvægi á þessu og heimilislífinu þá er það bara dásamlegt.“ segir Steinunn en hún býr steinsnar frá Safamýri hvar Fram spilaði öll hennar ár með liðinu allt þar til fyrir tveimur árum síðan þegar liðið fluttist í efri byggðir Reykjavíkur. Strákurinn heldur Einari á mottunni Steinunn er þá með Tryggva litla með sér á æfingum og fer ekki of hratt af stað. Þá hjálpi drengurinn einnig við að halda þjálfara liðsins, Einari Jónssyni, á mottunni. Einar getur minna öskrað á æfingum ef hann er með þriggja mánaða barn í höndunum.Fram „Ég fann samt að ég var töluvert rólegri núna, sex árum seinna. Ég var ekki að setja standardinn of hátt eða of mikla pressu á sjálfa mig. Ég tók þátt á æfingum eftir því sem ég gat, eftir því sem hann leyfði og fór svo útaf til að gefa honum. En það var dásamlegt að fara inn á völlinn, setja á sig harpix og reima á sig skóna. Það eru blöðrur hér og þar en maður kvartar ekki yfir því.“ „Systir mín er búin að vera mikil hjálparhella. Rakel þjálfari og Einar hefur líka aðeins þurft að aðstoða mig. Það var mjög krúttlegt að hann hélt á honum og rölti með hann um völlinn. Þá gat hann ekki öskrað á okkur eins mikið,“ segir Steinunn og hlær. Draumur um EM fjarlægur sem stendur Steinunn hefur verið lykilleikmaður í landsliðinu.Vísir/Hulda Margrét Ísland í fínni stöðu að fara á annað stórmótið í röð, á EM í desember, eftir að hafa tekið þátt á HM í lok síðasta árs. Mótið í fyrra var fyrsta stórmót kvennalandsliðsins í rúman áratug en Steinunn hefur aldrei farið á stórmót með landsliðinu. Er það engin gulrót fyrir hana að fara loks á slíkt mót í lok þessa árs? „Jú að sjálfsögðu er það en maður þorir kannski ekki að segja það upphátt, þegar maður er nýbyrjaður aftur. Að sjálfsögðu væri draumur að fara á stórmót. Ef maður hugsar þetta í þessum handboltaheila sem maður stundum festist í, væri dásamlegt að geta það,“ „Svo verður það bara að koma í ljós, ég mun hreyfa mig en svo þarf maður að sjá til hvort Arnar Pétursson geti eitthvað nýtt krafta mína.“ Handboltaheilinn Steinunn kveðst hafa notið þess vel, með nýfæddan drenginn, að fylgjast með stöllum sínum í landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Noregi og Danmörku. „Það var dásamlegt. Ég var með hann nýfæddan á bleiku skýi og allt gekk ótrúlega vel. Mér fannst frábært að fylgjast með stelpunum,“ segir Steinunn. „Ég held þetta hafi gefið liðinu alveg gríðarlega mikið,“ segir Steinunn sem segir að öfundin hafi ekki verið mikil á meðan mótinu stóð. Þetta er það sem lífið snýst um, segir Steinunn, sem er hér með Tryggva, syni sínum sem fæddist um miðjan nóvember.Vísir/Vilhelm „Í þessum litla handboltaheila, mögulega aðeins, en það var kannski meira þegar við komumst inn og ég var ólétt. En þetta er lífið, það eru forréttindi að fá að eignast börn. Þetta er það sem lífið snýst um.“ Framhaldið á ferli Steinunnar, sem verður 33 ára á þessu ári, er þá óljóst. Hún tekur endurkomuna skref fyrir skref og mun endurmeta stöðuna að tímabilinu loknu. „Á meðan ég er í orlofi frá vinnu finnst mér alveg dásamlegt að fara á æfingar seinni partinn. En svo þarf þetta að koma í ljós. Ég ætla að klára þetta tímabil með Fram-stelpunum og vonandi getum við keppt um titilinn en svo þarf maður að sjá eftir sumarið hvernig landið liggur.“ Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Fram Landslið kvenna í handbolta Olís-deild kvenna Barnalán Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira