„Ég er bara með opin augu gagnvart því sem er að gerast í samfélaginu“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2024 13:22 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir innflytjendum hafa fjölgað of hratt hér á Íslandi. Hún segir umræðuna ekki eiga að snúast um það hvort fólk væri með eða á móti útlendingum. Hún sagði í hlaðvarpi nýverið að hælisleitendakerfið hér á landi væri ósanngjarnt og að Íslendingar ættu að ganga í takt við aðrar Norðurlandaþjóðir. Ekki ætti að gera lítið úr áhyggjum fólks vegna mikillar fjölgunar innflytjenda og hælisleitenda. Sjá einnig: Ingibjörg Sólrún kemur Kristrúnu til varnar Kristrún mætti í Sprengisand á Bylgjunni í morgun, þar sem hún ræddi skoðanir sínar á málaflokki innflytjenda enn frekar. Aðspurð hvort hún ætlaði sér að breyta stefnu Samfylkingarinnar eða um hvort einhverskonar stefnubreytingu væri að ræða, sagðist Kristrún ekki hafa ætlað sér það. Samfylkingin væri ekki að birta eitthvað stefnuplagg eða boða ákveðnar aðgerðir. „Ég er bara með opin augu gagnvart því sem er að gerast í samfélaginu,“ sagði Kristrún. Hún sagði málaflokk innflytjenda, sem snerist ekki eingöngu um hælisleitendur, hafa tekið miklum breytingum á skömmum tíma. „Þegar maður er í pólitík þarf maður auðvitað að taka mið af breyttum aðstæðum og fara í ákveðna stefnumótun því tengdu. Það er ekki þar með sagt að þú sért að taka einhverja U-beygju. Þú ert bara að hlusta á það sem fólk er að segja þarna úti og reyna að opna umræðuna.“ Hlutfallið farið úr tíu í tuttugu prósent Kristrún sagði málefni innflytjenda einnig vera hagstjórnarmál. Mikið væri talað um öldrun þjóðarinnar og þær áskoranir sem því fylgja. Innflytjendamálin kæmu einnig að því og sagði Kristrún að umræðan um innflytjendur ætti ekki eingöngu að snúast um það hvort fólk væri með eða á móti útlendingum. „Þetta er auðvitað bara risastórt mál og ef við horfum á þróunina á undanförnum árum, þá sjáum við það að það voru um þrjátíu þúsund innflytjendur hérna árið 2017, þegar þessi ríkisstjórn tók til starfa. Í dag eru þetta sjötíu þúsund,“ sagði Kristrún. „Við höfum farið úr hlutfallinu tíu prósent í tuttugu prósent á sex árum.“ Kristrún sagði þetta fela í sér að meðal ríkja innan OECD sitji Íslendingar á toppi listans, með Svíum, hvað varðar hlutfall innflytjenda. „Þessar breytingar hafa áhrif og fólk finnur fyrir þessu. Við verðum að ræða um þetta í því samhengi,“ sagði Kristrún. „En þetta er auðvitað viðkvæmt.“ Hún sagði þessa stóru mynd vera mikilvæga og að hún hafi viljað ræða hana. Meirihlutinn af þessum um sjötíu þúsund innflytjendum hafi komið til lands í gegnum EES-samninginn og það snúi að hinni endalausu umræðu um opin eða lokuð landamæri. „Er í okkar höndum“ Kristrún sagði Íslendinga auðvitað getað haft stjórn á því hversu margir kæmu til landsins í gegnum EES samninginn eða með öðrum leiðum og það varðaði hvers konar atvinnustefna væri sköpuð á Íslandi. Hér hefði verið sköpuð eftirspurn eftir innflytjendum í hin ýmsu störf. „Það er auðvitað ekkert stjórnleysi, ef svo má segja. Þetta er í okkar höndum.“ Kristrún sagði að ef innflytjendamálin yrðu færð yfir á hagstjórnarsvið, væru til ýmis tæki og tól til að stýra hraða og fjölgun. Hlusta má og horfa á viðtal Kristjáns við Kristrúnu í spilaranum hér að neðan. Í áðurnefndu hlaðvarpi ræddi Kristrún um það að ekki væri hægt að reka velferðarkerfi án þess að hafa stjórn á landamærum. Kristján sagði að þá hefðu margir tengt þau ummæli við hælisleitendur, sem þurfi á aðstoð að halda. Kristrún sagðist vilja ræða stóru myndina í þessum málaflokki. Það væri þessi fjölgun í sjötíu þúsund innflytjendur, EES samninginn og stórar atvinnugreinar sem hefðu myndast hér á landi, með mannaflsfreka eftirspurn og gert að verkum að þörf hefur verið á innflytjendum í störf. Þetta hafi haft áhrif á aðrar atvinnugreinar og síðan fylgi umræða um hælisleitendakerfið og alþjóðlega vernd. Hún sagði Ísland aðila að alþjóðlegum samningi og það stæði ekki til að reyna að stöðva fólk á landamærunum vegna EES. „Stjórnmálamenn verða að geta séð stóru myndina sem er það að ef þú trúir á velferðarkerfi og að vernda og passa kerfin okkar, þá skiptir hraði og fjöldi máli. Þegar þú sérð þennan mikla hraða þarftu að velta fyrir þér hvaða hagstjórnartól þú ert búinn að vera að nota til þess að reyna að stýra landinu í farveg sem við ráðum við.“ Kristrún sagði þetta snúast fyrst og fremst um atvinnustefnu. Hvar hvatar til að skapa störf í hagkerfinu mynduðust. „Ef þú horfir bara á það Kristján, að mikið af þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, hvort sem það er verðbólga, húsnæðismarkaður, félagsleg undirboð, stærð kjarasamninga, er vegna þess að við höfum verið að ýta undir ákveðna tegund af störfum hér sem okkur hefur ekki tekist að ráða við í heild.“ Kristrún sagði þetta auðvitað hafa haft áhrif á hagkerfið. Enginn væri að segja að loka ætti heilu atvinnugreinunum en stjórnvöld bæru ábyrgð á því að sjá stóru myndina í því samhengi. Höfum skyldur varðandi hælisleytendur Varðandi hælisleitendur sagði Kristrún að Ísland hefði skyldum að gegna. Við værum aðilar að flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna og fólk hefði rétt á að sækja um hæli hér eða vernd. Okkur bæri skylda til að leyfa fólki að sækja um vernd. Kristrún sagði eitt einstakt atvik hafa skorið Ísland verulega úr, í samanburði við önnur Norðurlönd og lönd í Evrópu. Það hefði skekkt myndina og skapað ranghugmyndir um málaflokk hælisleitenda. „Það er þegar stjórnvöld tóku þá ákvörðun að veita fólki frá Venesúela viðbótarvernd, sérstaka viðbótarvernd, sem gerði það að verkum að stór hópur af fólki fór fram fyrir röðina af öllum öðrum sem sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi.“ „Þetta er dæmi um breytingu sem var með allt öðrum hætti á Norðurlöndum.“ Kristrún sagði þetta hafa haft miklar afleiðingar og sagði að það hefði verið rangt að setja hóp fólks fram fyrir aðra í mikilli neyð. Kerfið ætti að snúast um að forgangsraða eftir neyð fólks. „Það er einfaldlega þannig, vegna þess að, já við getum ekki tekið hratt við öllum vegna þess að við þurfum að vinna úr málunum.“ Ekki við innflytjendur að saka Aðspurð um hvort hún væri þeirrar skoðunar að rétt hefði verið að setja hömlur á vöxt ferðaþjónustunnar hér á landi, til að draga úr fjölda innflytjenda og þar með minnka álag á innviði og slíkt, sagði Kristrún að fyrst og fremst snúist málið um eðli þeirra starfa sem búið sé að skapa fyrir erlent vinnuafl. „Þessi umræða sprettur upphaflega upp varðandi það að fólk er að hafa áhyggjur af síaukinni stéttaskiptingu hér á landi. Við séum fyrst og fremst að fá fólk til landsins sem er að sinna ákveðnum tegundum af störfum. Við erum stál í stál í kjarasamningum og höfum verið undanfarin ár, meðal annars vegna þess að það eru konur í láglaunastörfum sem hingað eru að koma og geta ekki lifað á laununum sínum.“ Verið væri að reka mannaflsfrekar greinar sem krefjist þess að fólk komi til landsins, þurfi húsnæði og heilbrigðisþjónustu og annað. Kristrún sagði að ekki þyrfti annað en að tala við fólk í ákveðnum greinum í framlínunni til að vita að það finni fyrir þessum öru breytingum. „Þetta hefur ekkert að gera með afstöðu fólks til útlendinga eða til þess hvort hér eigi að vera erlent vinnuafl í samfélaginu. Þetta hefur að gera með hraðann sem við upplifum og vissulega er víða vanfjármögnun í innviðakerfinu okkar. Það fer svo fjarri að það sé eðlilegt að kenna annað hvort fólki sem sækir hér um alþjóðlega vernd eða erlendu vinnuafli um stöðuna í innviðum. Það eru auðvitað stjórnvöld sem bera ábyrgð á stóru myndinni og að við ráðum við þetta,“ sagði Kristrún. Samfylkingin Hælisleitendur Innflytjendamál Sprengisandur Alþingi Tengdar fréttir Rússland, Ríkisútvarpið og Kristrún um hælisleitendur á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 18. febrúar 2024 09:30 Orð Kristrúnar gangi gegn jafnaðarstefnunni Samflokkskonur Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar segja mannréttindi vera kjarna jafnaðarstefnunnar. Þær segja allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ekki í anda jafnaðarfólks og raunar ganga gegn jafnaðarstefnunni. 16. febrúar 2024 16:03 Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58 Sammála um að umræðan hafi harðnað Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, eru sammála um að umræðan um innflytjendamál hafi harðnað undanfarið. Þær ræddu um málaflokkinn í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 28. janúar 2024 16:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Hún sagði í hlaðvarpi nýverið að hælisleitendakerfið hér á landi væri ósanngjarnt og að Íslendingar ættu að ganga í takt við aðrar Norðurlandaþjóðir. Ekki ætti að gera lítið úr áhyggjum fólks vegna mikillar fjölgunar innflytjenda og hælisleitenda. Sjá einnig: Ingibjörg Sólrún kemur Kristrúnu til varnar Kristrún mætti í Sprengisand á Bylgjunni í morgun, þar sem hún ræddi skoðanir sínar á málaflokki innflytjenda enn frekar. Aðspurð hvort hún ætlaði sér að breyta stefnu Samfylkingarinnar eða um hvort einhverskonar stefnubreytingu væri að ræða, sagðist Kristrún ekki hafa ætlað sér það. Samfylkingin væri ekki að birta eitthvað stefnuplagg eða boða ákveðnar aðgerðir. „Ég er bara með opin augu gagnvart því sem er að gerast í samfélaginu,“ sagði Kristrún. Hún sagði málaflokk innflytjenda, sem snerist ekki eingöngu um hælisleitendur, hafa tekið miklum breytingum á skömmum tíma. „Þegar maður er í pólitík þarf maður auðvitað að taka mið af breyttum aðstæðum og fara í ákveðna stefnumótun því tengdu. Það er ekki þar með sagt að þú sért að taka einhverja U-beygju. Þú ert bara að hlusta á það sem fólk er að segja þarna úti og reyna að opna umræðuna.“ Hlutfallið farið úr tíu í tuttugu prósent Kristrún sagði málefni innflytjenda einnig vera hagstjórnarmál. Mikið væri talað um öldrun þjóðarinnar og þær áskoranir sem því fylgja. Innflytjendamálin kæmu einnig að því og sagði Kristrún að umræðan um innflytjendur ætti ekki eingöngu að snúast um það hvort fólk væri með eða á móti útlendingum. „Þetta er auðvitað bara risastórt mál og ef við horfum á þróunina á undanförnum árum, þá sjáum við það að það voru um þrjátíu þúsund innflytjendur hérna árið 2017, þegar þessi ríkisstjórn tók til starfa. Í dag eru þetta sjötíu þúsund,“ sagði Kristrún. „Við höfum farið úr hlutfallinu tíu prósent í tuttugu prósent á sex árum.“ Kristrún sagði þetta fela í sér að meðal ríkja innan OECD sitji Íslendingar á toppi listans, með Svíum, hvað varðar hlutfall innflytjenda. „Þessar breytingar hafa áhrif og fólk finnur fyrir þessu. Við verðum að ræða um þetta í því samhengi,“ sagði Kristrún. „En þetta er auðvitað viðkvæmt.“ Hún sagði þessa stóru mynd vera mikilvæga og að hún hafi viljað ræða hana. Meirihlutinn af þessum um sjötíu þúsund innflytjendum hafi komið til lands í gegnum EES-samninginn og það snúi að hinni endalausu umræðu um opin eða lokuð landamæri. „Er í okkar höndum“ Kristrún sagði Íslendinga auðvitað getað haft stjórn á því hversu margir kæmu til landsins í gegnum EES samninginn eða með öðrum leiðum og það varðaði hvers konar atvinnustefna væri sköpuð á Íslandi. Hér hefði verið sköpuð eftirspurn eftir innflytjendum í hin ýmsu störf. „Það er auðvitað ekkert stjórnleysi, ef svo má segja. Þetta er í okkar höndum.“ Kristrún sagði að ef innflytjendamálin yrðu færð yfir á hagstjórnarsvið, væru til ýmis tæki og tól til að stýra hraða og fjölgun. Hlusta má og horfa á viðtal Kristjáns við Kristrúnu í spilaranum hér að neðan. Í áðurnefndu hlaðvarpi ræddi Kristrún um það að ekki væri hægt að reka velferðarkerfi án þess að hafa stjórn á landamærum. Kristján sagði að þá hefðu margir tengt þau ummæli við hælisleitendur, sem þurfi á aðstoð að halda. Kristrún sagðist vilja ræða stóru myndina í þessum málaflokki. Það væri þessi fjölgun í sjötíu þúsund innflytjendur, EES samninginn og stórar atvinnugreinar sem hefðu myndast hér á landi, með mannaflsfreka eftirspurn og gert að verkum að þörf hefur verið á innflytjendum í störf. Þetta hafi haft áhrif á aðrar atvinnugreinar og síðan fylgi umræða um hælisleitendakerfið og alþjóðlega vernd. Hún sagði Ísland aðila að alþjóðlegum samningi og það stæði ekki til að reyna að stöðva fólk á landamærunum vegna EES. „Stjórnmálamenn verða að geta séð stóru myndina sem er það að ef þú trúir á velferðarkerfi og að vernda og passa kerfin okkar, þá skiptir hraði og fjöldi máli. Þegar þú sérð þennan mikla hraða þarftu að velta fyrir þér hvaða hagstjórnartól þú ert búinn að vera að nota til þess að reyna að stýra landinu í farveg sem við ráðum við.“ Kristrún sagði þetta snúast fyrst og fremst um atvinnustefnu. Hvar hvatar til að skapa störf í hagkerfinu mynduðust. „Ef þú horfir bara á það Kristján, að mikið af þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, hvort sem það er verðbólga, húsnæðismarkaður, félagsleg undirboð, stærð kjarasamninga, er vegna þess að við höfum verið að ýta undir ákveðna tegund af störfum hér sem okkur hefur ekki tekist að ráða við í heild.“ Kristrún sagði þetta auðvitað hafa haft áhrif á hagkerfið. Enginn væri að segja að loka ætti heilu atvinnugreinunum en stjórnvöld bæru ábyrgð á því að sjá stóru myndina í því samhengi. Höfum skyldur varðandi hælisleytendur Varðandi hælisleitendur sagði Kristrún að Ísland hefði skyldum að gegna. Við værum aðilar að flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna og fólk hefði rétt á að sækja um hæli hér eða vernd. Okkur bæri skylda til að leyfa fólki að sækja um vernd. Kristrún sagði eitt einstakt atvik hafa skorið Ísland verulega úr, í samanburði við önnur Norðurlönd og lönd í Evrópu. Það hefði skekkt myndina og skapað ranghugmyndir um málaflokk hælisleitenda. „Það er þegar stjórnvöld tóku þá ákvörðun að veita fólki frá Venesúela viðbótarvernd, sérstaka viðbótarvernd, sem gerði það að verkum að stór hópur af fólki fór fram fyrir röðina af öllum öðrum sem sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi.“ „Þetta er dæmi um breytingu sem var með allt öðrum hætti á Norðurlöndum.“ Kristrún sagði þetta hafa haft miklar afleiðingar og sagði að það hefði verið rangt að setja hóp fólks fram fyrir aðra í mikilli neyð. Kerfið ætti að snúast um að forgangsraða eftir neyð fólks. „Það er einfaldlega þannig, vegna þess að, já við getum ekki tekið hratt við öllum vegna þess að við þurfum að vinna úr málunum.“ Ekki við innflytjendur að saka Aðspurð um hvort hún væri þeirrar skoðunar að rétt hefði verið að setja hömlur á vöxt ferðaþjónustunnar hér á landi, til að draga úr fjölda innflytjenda og þar með minnka álag á innviði og slíkt, sagði Kristrún að fyrst og fremst snúist málið um eðli þeirra starfa sem búið sé að skapa fyrir erlent vinnuafl. „Þessi umræða sprettur upphaflega upp varðandi það að fólk er að hafa áhyggjur af síaukinni stéttaskiptingu hér á landi. Við séum fyrst og fremst að fá fólk til landsins sem er að sinna ákveðnum tegundum af störfum. Við erum stál í stál í kjarasamningum og höfum verið undanfarin ár, meðal annars vegna þess að það eru konur í láglaunastörfum sem hingað eru að koma og geta ekki lifað á laununum sínum.“ Verið væri að reka mannaflsfrekar greinar sem krefjist þess að fólk komi til landsins, þurfi húsnæði og heilbrigðisþjónustu og annað. Kristrún sagði að ekki þyrfti annað en að tala við fólk í ákveðnum greinum í framlínunni til að vita að það finni fyrir þessum öru breytingum. „Þetta hefur ekkert að gera með afstöðu fólks til útlendinga eða til þess hvort hér eigi að vera erlent vinnuafl í samfélaginu. Þetta hefur að gera með hraðann sem við upplifum og vissulega er víða vanfjármögnun í innviðakerfinu okkar. Það fer svo fjarri að það sé eðlilegt að kenna annað hvort fólki sem sækir hér um alþjóðlega vernd eða erlendu vinnuafli um stöðuna í innviðum. Það eru auðvitað stjórnvöld sem bera ábyrgð á stóru myndinni og að við ráðum við þetta,“ sagði Kristrún.
Samfylkingin Hælisleitendur Innflytjendamál Sprengisandur Alþingi Tengdar fréttir Rússland, Ríkisútvarpið og Kristrún um hælisleitendur á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 18. febrúar 2024 09:30 Orð Kristrúnar gangi gegn jafnaðarstefnunni Samflokkskonur Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar segja mannréttindi vera kjarna jafnaðarstefnunnar. Þær segja allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ekki í anda jafnaðarfólks og raunar ganga gegn jafnaðarstefnunni. 16. febrúar 2024 16:03 Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58 Sammála um að umræðan hafi harðnað Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, eru sammála um að umræðan um innflytjendamál hafi harðnað undanfarið. Þær ræddu um málaflokkinn í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 28. janúar 2024 16:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Rússland, Ríkisútvarpið og Kristrún um hælisleitendur á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 18. febrúar 2024 09:30
Orð Kristrúnar gangi gegn jafnaðarstefnunni Samflokkskonur Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar segja mannréttindi vera kjarna jafnaðarstefnunnar. Þær segja allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ekki í anda jafnaðarfólks og raunar ganga gegn jafnaðarstefnunni. 16. febrúar 2024 16:03
Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58
Sammála um að umræðan hafi harðnað Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, eru sammála um að umræðan um innflytjendamál hafi harðnað undanfarið. Þær ræddu um málaflokkinn í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 28. janúar 2024 16:00