Vinna að því að staðsetja lekann en umfang skemmda óþekkt Bjarki Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2024 12:31 Hraun rann yfir lögnina í eldgosinu þann 8. febrúar. Vísir/Björn Steinbekk Unnið er dag og nótt að því að staðsetja leka á lögn sem flytur heitt vatn til Grindavíkur. Samskiptastjóri HS Veitna segir ómögulegt að segja til um hversu skemmd lögnin er en helmingur vatnsins tapast á leiðinni til bæjarins. Mikill leki er í stofnæð frá Svartsengi til Grindavíkur, sem og í dreifikerfi bæjarins. Lekinn er tilkominn vegna hraunsins sem rann yfir lögnina í eldgosinu þann 14. janúar síðastliðinn nærri Grindavík. Það er ekki vitað nákvæmlega hvar lögnin lekur en að sögn Sigrúnar Ingu Ævarsdóttur, samskiptastjóra HS Veitna, er unnið dag og nótt við að staðsetja hann. „Fyrst um sinn var skoðað hvaða möguleikar væru í stöðunni. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að byrja á því að grafa ofan í nýja hraunið sem rann yfir lögnina um miðjan janúar þar sem talið er að lekinn sé. Sú framkvæmd er hafin og gera má ráð fyrir því að þetta taki einhvern tíma, jafnvel nokkra daga, að finna lekann. Þá bindum við vonir við að mögulegt verði að gera við lekann á lögninni,“ segir Sigrún. Helmingur af vatninu tapast Lekinn veldur því að um helmingur vatnsins sem streymir frá Svartsengi til Grindavíkur tapast á leiðinni. Þrýstingur á heitu vatni í bænum er því frekar lágur. „Það er enn að berast hátt í helmingur af heita vatninu sem sent er frá orkuverinu í Svartsengi. Það er hiti á flestum húsum í Grindavík, þrátt fyrir að þrýstingurinn sé takmarkaður. Vel hefur gengið að gera við helstu leka sem vitað er um í bænum,“ segir Sigrún. Hefur ekki áhrif á Bláa lónið Lekinn hefur eingöngu áhrif á Grindavík en ekki önnur sveitarfélög á Suðurnesjum eða starfsemi á Svartsengissvæðinu, til að mynda í Bláa lóninu. Teljið þið lekann vera bundinn við einn stað á lögninni eða gæti þetta verið stór kafli? „Það er í rauninni ómögulegt að segja til um það. Við bindum vonir við að það sé ekki leki á mörgum stöðum en þessi framkvæmd við að staðsetja lekann mun leiða það í ljós hversu víðtækur lekinn er,“ segir Sigrún. Grindavík Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Mikill leki er í stofnæð frá Svartsengi til Grindavíkur, sem og í dreifikerfi bæjarins. Lekinn er tilkominn vegna hraunsins sem rann yfir lögnina í eldgosinu þann 14. janúar síðastliðinn nærri Grindavík. Það er ekki vitað nákvæmlega hvar lögnin lekur en að sögn Sigrúnar Ingu Ævarsdóttur, samskiptastjóra HS Veitna, er unnið dag og nótt við að staðsetja hann. „Fyrst um sinn var skoðað hvaða möguleikar væru í stöðunni. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að byrja á því að grafa ofan í nýja hraunið sem rann yfir lögnina um miðjan janúar þar sem talið er að lekinn sé. Sú framkvæmd er hafin og gera má ráð fyrir því að þetta taki einhvern tíma, jafnvel nokkra daga, að finna lekann. Þá bindum við vonir við að mögulegt verði að gera við lekann á lögninni,“ segir Sigrún. Helmingur af vatninu tapast Lekinn veldur því að um helmingur vatnsins sem streymir frá Svartsengi til Grindavíkur tapast á leiðinni. Þrýstingur á heitu vatni í bænum er því frekar lágur. „Það er enn að berast hátt í helmingur af heita vatninu sem sent er frá orkuverinu í Svartsengi. Það er hiti á flestum húsum í Grindavík, þrátt fyrir að þrýstingurinn sé takmarkaður. Vel hefur gengið að gera við helstu leka sem vitað er um í bænum,“ segir Sigrún. Hefur ekki áhrif á Bláa lónið Lekinn hefur eingöngu áhrif á Grindavík en ekki önnur sveitarfélög á Suðurnesjum eða starfsemi á Svartsengissvæðinu, til að mynda í Bláa lóninu. Teljið þið lekann vera bundinn við einn stað á lögninni eða gæti þetta verið stór kafli? „Það er í rauninni ómögulegt að segja til um það. Við bindum vonir við að það sé ekki leki á mörgum stöðum en þessi framkvæmd við að staðsetja lekann mun leiða það í ljós hversu víðtækur lekinn er,“ segir Sigrún.
Grindavík Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent