Látum ekki hræða okkur Daníel E. Arnarsson skrifar 20. febrúar 2024 05:00 „Andaðu með nefinu” var vanalega setningin sem ég fékk að heyra þegar ég tjáði mig um útlendingamál á sínum tíma. Nú langar mig að segja „spegill“ við þetta sama fólk, sem keppist við gera málaflokkinn tortryggilegan, tala um að hér sé ófremdarástand og allt á niðurleið – út af þessum útlendingum. Þess háttar málflutningur mun koma til með að auka útlendingaandúð og rasisma. Eins óþolandi afmanneskjuvæðandi og það er að tala um tölur, peninga og annað þegar kemur að fólki þá skulum við samt ræða þetta - fyrst þið hafið fært þetta á þennan stað. Tökum umræðuna sem svo mörg eru að kalla á eftir. Íslenska ríkið ákvað að veita fólki frá Venesúela sjálfkrafa viðbótarvernd. Sömu stjórnmálamenn og lýsa nú yfir „ófremdarástandi“. Þetta var ákvörðun þeirra. Að sjálfsögðu hefur þessi ákvörðun leitt af sér aukningu umsókna fólks frá Venesúela – og því ber að fagna. Skv. gögnum frá félagsmálaráðuneytinu síðan í maí 2023 þá sýna þau að atvinnuþátttaka þeirra er meiri en Íslendinga. Samtök atvinnulífsins hafa einmitt sagt að við þurfum fleira fólk til þess að halda innviðum gangandi og byggja þá upp. Þessir sömu innviðir og sumt stjórnmálafólk vill segja að séu „í molum“. Er fólkið frá Venesúela mögulega að halda þeim gangandi? Íslenska ríkið ákvað líka að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu. Að sjálfsögðu. Það þarf ekki að rökstyðja það að neinu leyti hvers vegna sú ákvörðun var tekin. Við eigum að aðstoða stríðshrjáð lönd. Er þetta fólkið sem er að sliga okkur? Eru þessar manneskjur vandamálið? Þýddi úkraínski fáninn sem þið settuð upp á Facebook ekki neitt? Ef íslenska ríkið tekur ákvörðun um að taka á móti fólki á fjöldaflótta þá þarf að vera plan, auðvitað. Það þarf að gera vel og af virðingu. Vandamál innviða á Íslandi er mun eldri og víðtækari heldur en svo að það sé hægt að kenna þessu „ófremdarástandi“ í útlendingamálum um. Það er hrollvekjandi að horfa upp á stjórnmálafólk á Íslandi færa umræðuna á þennan stað, hræða fólk og nota til þess tölur sem eru samhengislausar. Ef við tökum fjöldaflóttafólkið (sem ríkið bauð hingað og tók ákvörðun um að þeim yrði boðið) til hliðar við opinberar tölur þá fáum við eftirfarandi skv. vef Útlendingastofnunar: 2021: 875 umsóknir. 2022: 964 umsóknir 2023(jan-nóv): 892 umsóknir Hvar er ófremdarástandið? Af hverju er verið að hræða okkur svona? Mér finnst lítilmannlegt að gera svo lítið úr lífi manneskja að þau eru ekkert annað en vandamál og baggi á innviðum. Innviðauppbygging á Íslandi er miklu flóknara fyrirbrigði heldur en að kenna litlum hópi samfélagsins um. Við buðum hingað fólki í neyð og núna látum við eins og þau séu stórvandamál? Þetta elur á rasisma og fordómum, með tilheyrandi samfélagslegum vandamálum í framtíðinni. Höfundur er fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daníel E. Arnarsson Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Alþingi Mest lesið Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
„Andaðu með nefinu” var vanalega setningin sem ég fékk að heyra þegar ég tjáði mig um útlendingamál á sínum tíma. Nú langar mig að segja „spegill“ við þetta sama fólk, sem keppist við gera málaflokkinn tortryggilegan, tala um að hér sé ófremdarástand og allt á niðurleið – út af þessum útlendingum. Þess háttar málflutningur mun koma til með að auka útlendingaandúð og rasisma. Eins óþolandi afmanneskjuvæðandi og það er að tala um tölur, peninga og annað þegar kemur að fólki þá skulum við samt ræða þetta - fyrst þið hafið fært þetta á þennan stað. Tökum umræðuna sem svo mörg eru að kalla á eftir. Íslenska ríkið ákvað að veita fólki frá Venesúela sjálfkrafa viðbótarvernd. Sömu stjórnmálamenn og lýsa nú yfir „ófremdarástandi“. Þetta var ákvörðun þeirra. Að sjálfsögðu hefur þessi ákvörðun leitt af sér aukningu umsókna fólks frá Venesúela – og því ber að fagna. Skv. gögnum frá félagsmálaráðuneytinu síðan í maí 2023 þá sýna þau að atvinnuþátttaka þeirra er meiri en Íslendinga. Samtök atvinnulífsins hafa einmitt sagt að við þurfum fleira fólk til þess að halda innviðum gangandi og byggja þá upp. Þessir sömu innviðir og sumt stjórnmálafólk vill segja að séu „í molum“. Er fólkið frá Venesúela mögulega að halda þeim gangandi? Íslenska ríkið ákvað líka að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu. Að sjálfsögðu. Það þarf ekki að rökstyðja það að neinu leyti hvers vegna sú ákvörðun var tekin. Við eigum að aðstoða stríðshrjáð lönd. Er þetta fólkið sem er að sliga okkur? Eru þessar manneskjur vandamálið? Þýddi úkraínski fáninn sem þið settuð upp á Facebook ekki neitt? Ef íslenska ríkið tekur ákvörðun um að taka á móti fólki á fjöldaflótta þá þarf að vera plan, auðvitað. Það þarf að gera vel og af virðingu. Vandamál innviða á Íslandi er mun eldri og víðtækari heldur en svo að það sé hægt að kenna þessu „ófremdarástandi“ í útlendingamálum um. Það er hrollvekjandi að horfa upp á stjórnmálafólk á Íslandi færa umræðuna á þennan stað, hræða fólk og nota til þess tölur sem eru samhengislausar. Ef við tökum fjöldaflóttafólkið (sem ríkið bauð hingað og tók ákvörðun um að þeim yrði boðið) til hliðar við opinberar tölur þá fáum við eftirfarandi skv. vef Útlendingastofnunar: 2021: 875 umsóknir. 2022: 964 umsóknir 2023(jan-nóv): 892 umsóknir Hvar er ófremdarástandið? Af hverju er verið að hræða okkur svona? Mér finnst lítilmannlegt að gera svo lítið úr lífi manneskja að þau eru ekkert annað en vandamál og baggi á innviðum. Innviðauppbygging á Íslandi er miklu flóknara fyrirbrigði heldur en að kenna litlum hópi samfélagsins um. Við buðum hingað fólki í neyð og núna látum við eins og þau séu stórvandamál? Þetta elur á rasisma og fordómum, með tilheyrandi samfélagslegum vandamálum í framtíðinni. Höfundur er fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna.
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun