Saka Rússa um að myrða særða stríðsfanga í Avdívka Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2024 17:02 Rússneskir hermenn í Avdívka, eftir að þeir náðu tökum á borginni. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Rússneskir hermenn hafa verið sakaðir um að taka særða úkraínska hermenn af lífi í borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Mennirnir voru skildir eftir þegar úkraínski herinn yfirgaf borgina en forsvarsmenn hersins segja að samið hafi verið við Rússa um að hlúa að mönnunum, þar sem ekki var hægt að flytja þá á brott vegna meiðsla þeirra. Avdívka féll nýverið í hendur Rússa eftir umfangsmiklar bardaga frá því í október. Rússar höfðu lagt mikið púður í að reyna að ná borginni á sitt vald en Úkraínumenn hófu undanhald frá henni í síðustu viku. Oleksandr Sirskí, nýr yfirmaður herafla Úkraínu, tilkynnti svo að hann hefði viljað yfirgefa borgina til að forðast óþarfa mannfall, þar sem aðstæður Úkraínumanna hefðu versnað til muna. Sjá einnig: Avdívka alfarið í höndum Rússa Umræddir hermenn komu að því að verja einn austasta hluta víglínunnar við Avdívka og í viðtölum við fjölmiðla eins og BBC og CNN lýsa nokkrir þeirra, sem gátu flúið, aðstæðum sem gífurlega erfiðum og gagnrýna yfirmenn sína fyrir að hafa ekki hörfað fyrr, áður en þeir urðu umkringdir. Hermennirnir neyddust til að skilja fimm hermenn eftir, þar sem þeir voru verulega særðir og ekki hægt að flytja þá á brott undir linnulausum stórskotaliðsárásum Rússa. Einn til viðbótar var ósærður en tók þá ákvörðun að verða eftir með særðu hermönnunum. Töldu sig hafa gert samkomulag við Rússa Yfirmenn herdeildarinnar sem um ræðir segja að rætt hafi verið við aðila sem eiga í sífelldum viðræðum við Rússa um fangaskipti og í gegnum þá hafi Rússar verið beðnir um að hlúa að mönnunum, svo hægt væri að skipta þeim seinna meir. Þessir aðilar fengu þau svör að hermennirnir særðu yrðu fluttir á brott og þeir myndu fá aðhlynningu. Eftir að Rússar náðu borginni birtu rússneskir hermenn þó myndir af mönnum, eftir að þeir höfðu verið skotnir til bana. Hermennirnir náðu nokkrir að hringja í fjölskyldumeðlimi sína áður en hersveitir Rússa náðu til þeirra. Einn þeirra sagði systur sinni að þeim hefði verið sagt að reynt yrði að sækja þá á bíl en ekkert hafi orðið af því. Hún segir hann hafa sagt sér að búið væri að gera samkomulag við Rússa og þeir myndu enda í haldi Rússa. Mágur eins hermannsins sem varð eftir segist hafa verið að ræða við einn þeirra þegar rússneskir hermenn handsömuðu þá. Hann segist hafa heyrt þá gefast upp áður en símtalið slitnaði. „Ég sá skeggjaðan mann. Ég bað Ívan um að rétta honum símann. Ég vildi biðja þá um að drepa þá ekki. En ég heyrði rödd segja honum að slökkva á símanum.“ Þetta var á fimmtudeginum í síðustu viku. Á föstudeginum birti rússneskur herbloggari myndband frá Avdívka sem sýndi lík nokkurra hermannanna úkraínsku. Þeir höfðu verið skotnir til bana. Með myndbandinu fylgdi texti þar sem hermennirnir voru kallaðir nasistar og stóð einnig að „einungis dauði“ biði þeirra í „okkar landi“. Hér að neðan má sjá Facebookfærslu frá forsvarsmönnum úkraínsku herdeildarinnar sem um ræðir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rússneskir hermenn eru sakaðir um að hafa myrt stríðsfanga eða óbreytta borgara. Fregnir af slíkum atburðum hafa borist reglulega frá átakasvæðum Úkraínu undanfarin tvö ár. Sjá einnig: Hafa skráð tugi aftaka á stríðsföngum Rússneskir hermenn hafa jafnvel birt myndbönd af sér skjóta úkraínska stríðsfanga eða taka þá af lífi með öðrum hætti. Í einu tilfelli birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar einn hermaður skar undan bundnum úkraínskum hermanni, áður en hann skaut Úkraínumanninn í höfuðið. Öðru sinni birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar þeir skáru höfuðið af lifandi úkraínskum hermanni. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússneskur „svikari“ myrtur á Spáni Rússneskur flugmaður sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum, var myrtur á Spáni í síðustu viku. Maxim Kusmínóv var skotinn að minnsta kosti sex sinnum og síðan var ekið yfir hann. 20. febrúar 2024 12:34 Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00 Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Úkraínskir erindrekar höfðu ekki samþykkt skilmála Rússa áður en viðræðum var hætt nokkrum mánuðum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þeir segja viðræðurnar ekki hafa snúist um frið, heldur uppgjöf. 7. janúar 2024 07:02 Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00 Þvinga fjölskyldur til að hlusta á nauðganir Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) segir sterkar vísbendingar fyrir því að rússneskir hermenn fremji stríðsglæpi í Úkraínu. Rússar hafa pyntað Úkraínumenn til dauða og þvingað fjölskyldur til að hlusta á þegar hermenn nauðguðu konum í næsta herbergi. 26. september 2023 13:12 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Avdívka féll nýverið í hendur Rússa eftir umfangsmiklar bardaga frá því í október. Rússar höfðu lagt mikið púður í að reyna að ná borginni á sitt vald en Úkraínumenn hófu undanhald frá henni í síðustu viku. Oleksandr Sirskí, nýr yfirmaður herafla Úkraínu, tilkynnti svo að hann hefði viljað yfirgefa borgina til að forðast óþarfa mannfall, þar sem aðstæður Úkraínumanna hefðu versnað til muna. Sjá einnig: Avdívka alfarið í höndum Rússa Umræddir hermenn komu að því að verja einn austasta hluta víglínunnar við Avdívka og í viðtölum við fjölmiðla eins og BBC og CNN lýsa nokkrir þeirra, sem gátu flúið, aðstæðum sem gífurlega erfiðum og gagnrýna yfirmenn sína fyrir að hafa ekki hörfað fyrr, áður en þeir urðu umkringdir. Hermennirnir neyddust til að skilja fimm hermenn eftir, þar sem þeir voru verulega særðir og ekki hægt að flytja þá á brott undir linnulausum stórskotaliðsárásum Rússa. Einn til viðbótar var ósærður en tók þá ákvörðun að verða eftir með særðu hermönnunum. Töldu sig hafa gert samkomulag við Rússa Yfirmenn herdeildarinnar sem um ræðir segja að rætt hafi verið við aðila sem eiga í sífelldum viðræðum við Rússa um fangaskipti og í gegnum þá hafi Rússar verið beðnir um að hlúa að mönnunum, svo hægt væri að skipta þeim seinna meir. Þessir aðilar fengu þau svör að hermennirnir særðu yrðu fluttir á brott og þeir myndu fá aðhlynningu. Eftir að Rússar náðu borginni birtu rússneskir hermenn þó myndir af mönnum, eftir að þeir höfðu verið skotnir til bana. Hermennirnir náðu nokkrir að hringja í fjölskyldumeðlimi sína áður en hersveitir Rússa náðu til þeirra. Einn þeirra sagði systur sinni að þeim hefði verið sagt að reynt yrði að sækja þá á bíl en ekkert hafi orðið af því. Hún segir hann hafa sagt sér að búið væri að gera samkomulag við Rússa og þeir myndu enda í haldi Rússa. Mágur eins hermannsins sem varð eftir segist hafa verið að ræða við einn þeirra þegar rússneskir hermenn handsömuðu þá. Hann segist hafa heyrt þá gefast upp áður en símtalið slitnaði. „Ég sá skeggjaðan mann. Ég bað Ívan um að rétta honum símann. Ég vildi biðja þá um að drepa þá ekki. En ég heyrði rödd segja honum að slökkva á símanum.“ Þetta var á fimmtudeginum í síðustu viku. Á föstudeginum birti rússneskur herbloggari myndband frá Avdívka sem sýndi lík nokkurra hermannanna úkraínsku. Þeir höfðu verið skotnir til bana. Með myndbandinu fylgdi texti þar sem hermennirnir voru kallaðir nasistar og stóð einnig að „einungis dauði“ biði þeirra í „okkar landi“. Hér að neðan má sjá Facebookfærslu frá forsvarsmönnum úkraínsku herdeildarinnar sem um ræðir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rússneskir hermenn eru sakaðir um að hafa myrt stríðsfanga eða óbreytta borgara. Fregnir af slíkum atburðum hafa borist reglulega frá átakasvæðum Úkraínu undanfarin tvö ár. Sjá einnig: Hafa skráð tugi aftaka á stríðsföngum Rússneskir hermenn hafa jafnvel birt myndbönd af sér skjóta úkraínska stríðsfanga eða taka þá af lífi með öðrum hætti. Í einu tilfelli birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar einn hermaður skar undan bundnum úkraínskum hermanni, áður en hann skaut Úkraínumanninn í höfuðið. Öðru sinni birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar þeir skáru höfuðið af lifandi úkraínskum hermanni.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússneskur „svikari“ myrtur á Spáni Rússneskur flugmaður sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum, var myrtur á Spáni í síðustu viku. Maxim Kusmínóv var skotinn að minnsta kosti sex sinnum og síðan var ekið yfir hann. 20. febrúar 2024 12:34 Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00 Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Úkraínskir erindrekar höfðu ekki samþykkt skilmála Rússa áður en viðræðum var hætt nokkrum mánuðum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þeir segja viðræðurnar ekki hafa snúist um frið, heldur uppgjöf. 7. janúar 2024 07:02 Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00 Þvinga fjölskyldur til að hlusta á nauðganir Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) segir sterkar vísbendingar fyrir því að rússneskir hermenn fremji stríðsglæpi í Úkraínu. Rússar hafa pyntað Úkraínumenn til dauða og þvingað fjölskyldur til að hlusta á þegar hermenn nauðguðu konum í næsta herbergi. 26. september 2023 13:12 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Rússneskur „svikari“ myrtur á Spáni Rússneskur flugmaður sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum, var myrtur á Spáni í síðustu viku. Maxim Kusmínóv var skotinn að minnsta kosti sex sinnum og síðan var ekið yfir hann. 20. febrúar 2024 12:34
Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00
Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Úkraínskir erindrekar höfðu ekki samþykkt skilmála Rússa áður en viðræðum var hætt nokkrum mánuðum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þeir segja viðræðurnar ekki hafa snúist um frið, heldur uppgjöf. 7. janúar 2024 07:02
Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00
Þvinga fjölskyldur til að hlusta á nauðganir Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) segir sterkar vísbendingar fyrir því að rússneskir hermenn fremji stríðsglæpi í Úkraínu. Rússar hafa pyntað Úkraínumenn til dauða og þvingað fjölskyldur til að hlusta á þegar hermenn nauðguðu konum í næsta herbergi. 26. september 2023 13:12