Ætlar að henda Manchester City og Liverpool af stallinum Smári Jökull Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 17:46 Jim Ratcliffe hefur sett sér háleit markmið sem einn af eigendum Manchester United. Vísir/Getty Jim Ratcliffe er formlega orðinn einn af eigendum Manchester United eftir að kaup hans á 27,7% hlut í félaginu voru samþykkt. Hann mun sjá um daglegan rekstur á öllu knattspyrnutengdu í félaginu og ætlar sér að skáka Manchester City og Liverpool. Kaup Ratcliffe hafa verið í deiglunni síðustu vikurnar en lengi vel leit út fyrir að Sjeik Jassim Bin Hamad Al Thani myndi kaupa öll hlutabréf Manchester United af Glazer-fjölskyldunni. Félagið INEOS sem er í eigu Ratcliffe mun nú taka yfir allan knattspyrnutengdan rekstur United og Ratcliffe er staðráðinn í að skáka Manchester City og Liverpool sem hafa verið sterkustu liðin á Englandi síðustu árin. Hann biðlar þó til stuðningsmanna United að vera þolinmóðir. „Við þurfum að læra af háværu nágrönnunum og hinum nágrannanum okkar. Þeir eru óvinurinn í lok dagsins,“ sagði Ratcliffe í viðtali þegar kaupin voru gengin í gegn. „Ég vil ekkert frekar en að henda þeim báðum af stallinum. Við erum þrjú félög í norðri sem erum mjög nálægt hvert öðru. Þau hafa verið á góðum stað í nokkurn tíma og við getum lært af þeim. Þeir eru með gott skipulag, gott fólk innan sinna raða og þar ríkir gott og kappsfullt andrúmsloft,“ sagði Ratcliffe og bætti við: „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim en þeir eru samt óvinurinn.“ Hann segir þó að breytingarnar hjá Manchester United muni ekki gerast á einni nóttu. Það muni taka hann tvö til þrjú tímabil að koma félaginu á þann stað sem hann vill sjá það á. „Það þarf að biðja stuðningsmenn um þolinmæði. Ég veit að heimurinn í dag vill fá árangur strax en það virkar ekki þannig í fótboltanum. Þetta er ekki tíu ára plan því þá myndu stuðninsmennirnir missa þolinmæðina. En þetta er svo sannarlega þriggja ára plan að ná þangað.“ Enski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Sjá meira
Kaup Ratcliffe hafa verið í deiglunni síðustu vikurnar en lengi vel leit út fyrir að Sjeik Jassim Bin Hamad Al Thani myndi kaupa öll hlutabréf Manchester United af Glazer-fjölskyldunni. Félagið INEOS sem er í eigu Ratcliffe mun nú taka yfir allan knattspyrnutengdan rekstur United og Ratcliffe er staðráðinn í að skáka Manchester City og Liverpool sem hafa verið sterkustu liðin á Englandi síðustu árin. Hann biðlar þó til stuðningsmanna United að vera þolinmóðir. „Við þurfum að læra af háværu nágrönnunum og hinum nágrannanum okkar. Þeir eru óvinurinn í lok dagsins,“ sagði Ratcliffe í viðtali þegar kaupin voru gengin í gegn. „Ég vil ekkert frekar en að henda þeim báðum af stallinum. Við erum þrjú félög í norðri sem erum mjög nálægt hvert öðru. Þau hafa verið á góðum stað í nokkurn tíma og við getum lært af þeim. Þeir eru með gott skipulag, gott fólk innan sinna raða og þar ríkir gott og kappsfullt andrúmsloft,“ sagði Ratcliffe og bætti við: „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim en þeir eru samt óvinurinn.“ Hann segir þó að breytingarnar hjá Manchester United muni ekki gerast á einni nóttu. Það muni taka hann tvö til þrjú tímabil að koma félaginu á þann stað sem hann vill sjá það á. „Það þarf að biðja stuðningsmenn um þolinmæði. Ég veit að heimurinn í dag vill fá árangur strax en það virkar ekki þannig í fótboltanum. Þetta er ekki tíu ára plan því þá myndu stuðninsmennirnir missa þolinmæðina. En þetta er svo sannarlega þriggja ára plan að ná þangað.“
Enski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Sjá meira