Skýra hvað gervigreind megi nota: Hemmi Gunn í Áramótaskaupinu sýndi alþjóð möguleg áhrif Bjarki Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2024 15:40 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/Sigurjón Þingmaður Pírata hefur lagt fram frumvarp þar sem kveðið er á um hvað gervigreind má nota og hvað ekki. Innkoma gervigreindarútgáfu af Hemma Gunn í áramótaskaupinu flýtti fyrir útgáfu frumvarpsins. Gervigreindin verður alltaf stærri og stærri hluti lífs okkar og þeim fjölgar sem nota gervigreind reglulega í námi og vinnu. Gervigreindin hefur farið gríðarlegum framförum síðustu misseri, ógnvægilegum framförum myndu kannski einhverjir segja. Það hefur lengi verið álitaefni hvaða efni gervigreind má nota og í hvaða tilgangi. Dæmi eru um dómsmál erlendis þar sem tekist er á um nákvæmlega það. Fólk hafi höfundarrétt á sér sjálfu Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram frumvarp um breytingu á höfundalögum, sem skýrir aðeins betur hvernig megi nota gervigreind hér á landi. „Í fyrsta lagi að fólk hafi höfundarrétt af sjálfu sér. Þegar það er verið að búa eitthvað til, þannig það megi líta á það sem svo að það sé raunveruleg eftirgerð af fólki, þá sé það óleyfilegt nema með leyfi fólks eða afkomenda þeirra ef viðkomandi er látinn,“ segir Björn Leví. Áramótaskaupið flýtti fyrir vinnunni Hann segir atriði úr áramótaskaupinu þar sem Hermann heitinn Gunnarsson birtist á skjáum landsmanna hafa fengið hann til að flýta því að klára frumvarpið. „Þetta var dæmi sem sýndi öllum hvernig þetta er að virka. Þetta var atriði sem við vorum búin að hafa augu á og vissum af út af ýmsum öðrum dæmum en þarna var alþjóð sýnt hvaða áhrif þetta mun hafa í raun og veru,“ segir Björn Leví. Í frumvarpinu kemur fram að gervigreind megi nýta sér efni sem hún nálgast löglega. „Bara eins og ef ég er að horfa á bíómynd í sjónvarpinu eða þvíumlíkt, það er löglega aðgengilegt fyrir mig sem getur verið innblástur fyrir listaverk sem ég ákveð að búa til. Á sama hátt getur það verið innblástur fyrir gervigreind sem ákveður að nýta sama efni til framleiðslu seinna meir, en svo lengi sem það passar inn í öll önnur höfundalög,“ segir Björn Leví. Gervigreind Píratar Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sora-tæknin gerir myndbönd af öllu mögulegu möguleg Myndband sem sýnir Hollywood-stjörnuna Will Smith borða spaghettí vakti athygli heimsbyggðarinnar í febrúar á síðasta ári. Myndbandið, sem var búið til af gervigreind, þótti bæði fyndið og óhugnanlegt. 25. febrúar 2024 10:30 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Gervigreindin verður alltaf stærri og stærri hluti lífs okkar og þeim fjölgar sem nota gervigreind reglulega í námi og vinnu. Gervigreindin hefur farið gríðarlegum framförum síðustu misseri, ógnvægilegum framförum myndu kannski einhverjir segja. Það hefur lengi verið álitaefni hvaða efni gervigreind má nota og í hvaða tilgangi. Dæmi eru um dómsmál erlendis þar sem tekist er á um nákvæmlega það. Fólk hafi höfundarrétt á sér sjálfu Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram frumvarp um breytingu á höfundalögum, sem skýrir aðeins betur hvernig megi nota gervigreind hér á landi. „Í fyrsta lagi að fólk hafi höfundarrétt af sjálfu sér. Þegar það er verið að búa eitthvað til, þannig það megi líta á það sem svo að það sé raunveruleg eftirgerð af fólki, þá sé það óleyfilegt nema með leyfi fólks eða afkomenda þeirra ef viðkomandi er látinn,“ segir Björn Leví. Áramótaskaupið flýtti fyrir vinnunni Hann segir atriði úr áramótaskaupinu þar sem Hermann heitinn Gunnarsson birtist á skjáum landsmanna hafa fengið hann til að flýta því að klára frumvarpið. „Þetta var dæmi sem sýndi öllum hvernig þetta er að virka. Þetta var atriði sem við vorum búin að hafa augu á og vissum af út af ýmsum öðrum dæmum en þarna var alþjóð sýnt hvaða áhrif þetta mun hafa í raun og veru,“ segir Björn Leví. Í frumvarpinu kemur fram að gervigreind megi nýta sér efni sem hún nálgast löglega. „Bara eins og ef ég er að horfa á bíómynd í sjónvarpinu eða þvíumlíkt, það er löglega aðgengilegt fyrir mig sem getur verið innblástur fyrir listaverk sem ég ákveð að búa til. Á sama hátt getur það verið innblástur fyrir gervigreind sem ákveður að nýta sama efni til framleiðslu seinna meir, en svo lengi sem það passar inn í öll önnur höfundalög,“ segir Björn Leví.
Gervigreind Píratar Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sora-tæknin gerir myndbönd af öllu mögulegu möguleg Myndband sem sýnir Hollywood-stjörnuna Will Smith borða spaghettí vakti athygli heimsbyggðarinnar í febrúar á síðasta ári. Myndbandið, sem var búið til af gervigreind, þótti bæði fyndið og óhugnanlegt. 25. febrúar 2024 10:30 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Sora-tæknin gerir myndbönd af öllu mögulegu möguleg Myndband sem sýnir Hollywood-stjörnuna Will Smith borða spaghettí vakti athygli heimsbyggðarinnar í febrúar á síðasta ári. Myndbandið, sem var búið til af gervigreind, þótti bæði fyndið og óhugnanlegt. 25. febrúar 2024 10:30