Umfjöllun og viðtöl: ÍR - ÍBV 20-27 | Eyjakonur sóttu langþráðan sigur í Skógarselið Hjörvar Ólafsson skrifar 24. febrúar 2024 16:00 Sigrinum fagnað. Vísir/Diego Eyjakonur fóru með nokkuð sannfærandi sigur af hólmi þegar liðið sótti ÍR heim í Skógarselið í Mjóddina í Olísdeild kvenna í handbolta í dag. Lokatölur í leiknum urðu 27-20 ÍBV í vil. ÍBV hafði fyrir þennan leik beðið ósigur í tveimur leikjum í röð og þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í Olís deild kvenna í handbolta. Eyjaliðið mætti vel stemmt til leiks og náði fljótlega frumkvæðinu í leiknum og byggði upp fínt forskot en staðan var 15-11 í háflfleik. Varnarleikur leikmanna ÍBV var sterkur og þar fyrir aftan Marta Wawrzykowska í banastuði. ÍR-ingar komu hins vegar tvíefldar til leiks inn í seinni hálfleikinn og náðu að minnka muninn í 15-14. ÍR átti erfitt með að koma boltanum í netið.Vísir/Diego Þá tók Sigurður Bragason leikhlé og fór yfir málin með lærimeyjum sínum. Það var allt annað Eyjalið sem mætti inn á parketið eftir það leikhlé og ÍBV sigldi að lokum öruggum sjö marka sigri í höfn. Liðin eru pikkföst í fjórða til fimmta sæti deildarinnar en ÍBV hefur 18 stig eftir þennan sigur og situr í fimmta sæti en ÍR er sæti neðar með 16 stig. Þar fyrir ofan eru Fram og Haukar með 28 stig hvort lið og Valur trónir á toppnum með 34 stig. Stjarnan er svo í sjötta sæti með níu stig, Afturelding er með átta og KA/Þór vermir botnsætið með fimm stig. Sólveig Lára: Vantaði trúna á að klára verkefnið Úr leik dagsins.Vísir/Diego „Mér fannst við aldrei komast almennilega í takt við þennan leik og það vantaði kraft í okkar aðgerðir. Mér fannst við vera á svona 80 prósent orku í þessum leik og það skorti sjálfstraust í að klára þær stöður sem við vorum að reyna að búa til. Við náðum góðum kafla í upphafi seinni en svo datt botninn úr þessu aftur. Því fór sem fór,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR, að leik loknum. „Marta Wawrzykowska dró svo tennurnar svolítið úr okkar og reynsla hennar skilaði nokkrum vörðum boltum sem gerðu okkur enn erfiðara fyrir. Við erum án lykilleikmanna hér í dag og ég var ánægð með hvernig leikmenn sem hafa minna spilað í vetur komu inn. Þær fengu dýrmæta reynslu í þessum leik sem mun skila sér þegar fram í sækir,“ sagði Sólveig Lára enn fremur. „Við vonumst til þess að endurheimta einhverja leikmenn af meiðslalistanum fyrir undanúrslitahelgina í bikarnum en það verður bara að koma í ljós hvort að þeir leikmenn vinni það kapphlaup fram að þeim leik. Við verðum bara að krossa puttana og vona það besta,“ sagði hún um framhaldið. Sigurður Bragason: Varnarleikurinn skilaði þessum sigri Þjálfari ÍBV.Vísir/Diego „Við spiluðum flotta vörn og mér fannst það skila þessum tveimur stigum í hús. Heilt yfir var ég mjög ánægður með frammistöðuna fyrir fyrstu fimm eða tíu mínúturnrar í seinni hálfleik. Við tókum leikhlé eftir þann kafla og vorum allar sammála um að það væri slen yfir okkur og spilamennskan væri léleg. Við tókum okkur saman í andlitinu eftir það og unnum góðan sigur,“ sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, sáttur að leikslokum. „Við fórum vel af stað eftir áramót að mínu mati en höfum ekki verið að hala inn nógu mörgum stigum. Því er þessi sigur mjög kærkominn. Það er ekkert launungarmál að staða okkar í deildinni er vonbrigði þar sem við stefndum á að vinna deildarkeppnina. Við lentum í áföllum fyrir áramót og október og nóvember voru bara eins og þeir voru. Nú horfum við bara fram á veginn,“ sagði Sigurður um stöðu mála. „Það gladdi mig mjög að sjá fimm kornunga uppalda leikmenn frá Vestmannaeyjum nýta tækifærin sín vel í þessum leik. Birna Dís og Birna María áttu flotta innkomu í þennan leik og þær eru að verða stærri og stærri hluti af þessu liði. Við höldum bara áfram að safna stigum og það er aldrei að vita hvað gerist í Eyjum þegar að úrslitakeppninni kemur,“ sagði hann sposkur. Af hverju vann ÍBV? Það er gömul saga og ný í handbolta að vörn og markvarsla er gulls ígildi. Vörn ÍBV með Sunnu Jónsdóttur og Ester Óskarsdóttur fremstar í flokki og Marta Wawrzykowska í góðum gír í rammanum fór langleiðina með að skila þessum sigri. Úr leik dagsins.Vísir/Diego Hverjar sköruðu fram úr? Birna Berg Haraldsdóttir fann fjölina sína í Skógarseli í dag og var markahæst hjá ÍBV með sjö mörk. Þá opnaði skotógn Birnu Berg fyrir Elísu Elíasdóttur inni á línunni sem lagði sex mörk í púkkinn fyrir gestina. Hjá ÍR var Katrín Tinna Jensdóttir öflug á báðum endum vallarins og Sara Dögg Hjaltadóttir öryggið uppmálað af vítalínunni. Hvað gekk illa? Þetta var svona næstum því leikur hjá ÍR sem hótaði því nokkrum sinnum að setja spennu í leikinn án þess að ná að standa undir því svo þegar á hólminn var komið. Eyjakonur voru númeri of stórar að þessu sinni þrátt fyrir góðar rispur hjá heimakonum. Hvað gerist næst? Fram undan er landsleikjahlé þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir Svíþjóð í undankeppni EM 2024 að Ásvöllum miðvikudaginn 28. febrúar og svo í Karlskrona í Svíþjóð laugardaginn 2. mars. Þar á eftir mætir ÍR svo Val í undanúrslitum Powerade-bikarsins fimmtudaginn 7. mars og ÍBV sækir KA/Þór heim norður á Akureyri föstudaginn 8. mars. Olís-deild kvenna ÍR ÍBV
Eyjakonur fóru með nokkuð sannfærandi sigur af hólmi þegar liðið sótti ÍR heim í Skógarselið í Mjóddina í Olísdeild kvenna í handbolta í dag. Lokatölur í leiknum urðu 27-20 ÍBV í vil. ÍBV hafði fyrir þennan leik beðið ósigur í tveimur leikjum í röð og þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í Olís deild kvenna í handbolta. Eyjaliðið mætti vel stemmt til leiks og náði fljótlega frumkvæðinu í leiknum og byggði upp fínt forskot en staðan var 15-11 í háflfleik. Varnarleikur leikmanna ÍBV var sterkur og þar fyrir aftan Marta Wawrzykowska í banastuði. ÍR-ingar komu hins vegar tvíefldar til leiks inn í seinni hálfleikinn og náðu að minnka muninn í 15-14. ÍR átti erfitt með að koma boltanum í netið.Vísir/Diego Þá tók Sigurður Bragason leikhlé og fór yfir málin með lærimeyjum sínum. Það var allt annað Eyjalið sem mætti inn á parketið eftir það leikhlé og ÍBV sigldi að lokum öruggum sjö marka sigri í höfn. Liðin eru pikkföst í fjórða til fimmta sæti deildarinnar en ÍBV hefur 18 stig eftir þennan sigur og situr í fimmta sæti en ÍR er sæti neðar með 16 stig. Þar fyrir ofan eru Fram og Haukar með 28 stig hvort lið og Valur trónir á toppnum með 34 stig. Stjarnan er svo í sjötta sæti með níu stig, Afturelding er með átta og KA/Þór vermir botnsætið með fimm stig. Sólveig Lára: Vantaði trúna á að klára verkefnið Úr leik dagsins.Vísir/Diego „Mér fannst við aldrei komast almennilega í takt við þennan leik og það vantaði kraft í okkar aðgerðir. Mér fannst við vera á svona 80 prósent orku í þessum leik og það skorti sjálfstraust í að klára þær stöður sem við vorum að reyna að búa til. Við náðum góðum kafla í upphafi seinni en svo datt botninn úr þessu aftur. Því fór sem fór,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR, að leik loknum. „Marta Wawrzykowska dró svo tennurnar svolítið úr okkar og reynsla hennar skilaði nokkrum vörðum boltum sem gerðu okkur enn erfiðara fyrir. Við erum án lykilleikmanna hér í dag og ég var ánægð með hvernig leikmenn sem hafa minna spilað í vetur komu inn. Þær fengu dýrmæta reynslu í þessum leik sem mun skila sér þegar fram í sækir,“ sagði Sólveig Lára enn fremur. „Við vonumst til þess að endurheimta einhverja leikmenn af meiðslalistanum fyrir undanúrslitahelgina í bikarnum en það verður bara að koma í ljós hvort að þeir leikmenn vinni það kapphlaup fram að þeim leik. Við verðum bara að krossa puttana og vona það besta,“ sagði hún um framhaldið. Sigurður Bragason: Varnarleikurinn skilaði þessum sigri Þjálfari ÍBV.Vísir/Diego „Við spiluðum flotta vörn og mér fannst það skila þessum tveimur stigum í hús. Heilt yfir var ég mjög ánægður með frammistöðuna fyrir fyrstu fimm eða tíu mínúturnrar í seinni hálfleik. Við tókum leikhlé eftir þann kafla og vorum allar sammála um að það væri slen yfir okkur og spilamennskan væri léleg. Við tókum okkur saman í andlitinu eftir það og unnum góðan sigur,“ sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, sáttur að leikslokum. „Við fórum vel af stað eftir áramót að mínu mati en höfum ekki verið að hala inn nógu mörgum stigum. Því er þessi sigur mjög kærkominn. Það er ekkert launungarmál að staða okkar í deildinni er vonbrigði þar sem við stefndum á að vinna deildarkeppnina. Við lentum í áföllum fyrir áramót og október og nóvember voru bara eins og þeir voru. Nú horfum við bara fram á veginn,“ sagði Sigurður um stöðu mála. „Það gladdi mig mjög að sjá fimm kornunga uppalda leikmenn frá Vestmannaeyjum nýta tækifærin sín vel í þessum leik. Birna Dís og Birna María áttu flotta innkomu í þennan leik og þær eru að verða stærri og stærri hluti af þessu liði. Við höldum bara áfram að safna stigum og það er aldrei að vita hvað gerist í Eyjum þegar að úrslitakeppninni kemur,“ sagði hann sposkur. Af hverju vann ÍBV? Það er gömul saga og ný í handbolta að vörn og markvarsla er gulls ígildi. Vörn ÍBV með Sunnu Jónsdóttur og Ester Óskarsdóttur fremstar í flokki og Marta Wawrzykowska í góðum gír í rammanum fór langleiðina með að skila þessum sigri. Úr leik dagsins.Vísir/Diego Hverjar sköruðu fram úr? Birna Berg Haraldsdóttir fann fjölina sína í Skógarseli í dag og var markahæst hjá ÍBV með sjö mörk. Þá opnaði skotógn Birnu Berg fyrir Elísu Elíasdóttur inni á línunni sem lagði sex mörk í púkkinn fyrir gestina. Hjá ÍR var Katrín Tinna Jensdóttir öflug á báðum endum vallarins og Sara Dögg Hjaltadóttir öryggið uppmálað af vítalínunni. Hvað gekk illa? Þetta var svona næstum því leikur hjá ÍR sem hótaði því nokkrum sinnum að setja spennu í leikinn án þess að ná að standa undir því svo þegar á hólminn var komið. Eyjakonur voru númeri of stórar að þessu sinni þrátt fyrir góðar rispur hjá heimakonum. Hvað gerist næst? Fram undan er landsleikjahlé þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir Svíþjóð í undankeppni EM 2024 að Ásvöllum miðvikudaginn 28. febrúar og svo í Karlskrona í Svíþjóð laugardaginn 2. mars. Þar á eftir mætir ÍR svo Val í undanúrslitum Powerade-bikarsins fimmtudaginn 7. mars og ÍBV sækir KA/Þór heim norður á Akureyri föstudaginn 8. mars.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti