Innlent

Mál Alberts látið niður falla

Jón Þór Stefánsson skrifar
Albert í leik íslenska landsliðsins gegn Ísrael.
Albert í leik íslenska landsliðsins gegn Ísrael. Vísir/Hulda Margrét

Héraðssaksóknari hefur fellt niður kynferðisbrotamál gegn knattspyrnumanninum Alberti Guðmundssyni. Síðasta sumar var hann kærður fyrir kynferðisbrot.

Lögregla rannsakaði málið og kom því til héraðssaksóknara sem sá ekki ástæðu til að ákæra hann.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Alberts, staðfestir þessar vendingar í samtali við fréttastofu. RÚV greindi fyrst frá.

„Ég er saklaus af þeim ásökunum sem komið hafa fram. Ég mun ekki tjá mig frekar á meðan málið er til rannsóknar,“ sagði Albert í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla skömmu eftir að málið kom upp í ágúst síðastliðnum.

Albert, sem spilar þessi misserin með Genóa í samnefndri borg á Ítalíu, var meinað að spila með íslenska landsliðinu vegna kærunnar. 

Það sama var uppi á teningnum varðandi viðurkenninguna knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ. Ekki var hægt að kjósa hann á síðasta ári vegna málsins.

Brotaþoli í málinu hefur kost á að kæra ákvörðun héraðssaksóknara til ríkissaksóknara.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Bannað að kjósa Albert

Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ, vegna kæru fyrir kynferðisbrot sem hann kveðst saklaus af.

Mál Alberts komið til á­kæru­sviðs

Rannsókn á máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar er lokið og það er komið á borð ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Albert Guð­munds­son kærður fyrir kyn­ferðis­brot

Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Knattspyrnusambandi Íslands barst staðfesting á kærunni í morgun. Hann fær ekki að koma fram fyrir hönd Íslands á meðan málið er rannsakað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×