Íslendingar flykkjast í sólina á Tenerife Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. febrúar 2024 09:30 Rúmlega tvö þúsund Íslendingar eru staddir á Tenerife í hverri viku. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um tvö þúsund Íslendingar sleikja nú sólina á Tenerife í hverri viku en ferðir til eyjunnar hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar og nú. Loftslagið þykir mjög gott á eyjunni fyrir Íslendinga og þá er lítið sem ekkert um pöddur þar og yfirleitt mjög hreinlegt. Þegar maður er á Tenerife og röltir þar um eða er að flatmaga á ströndinni má alls staðar heyra íslensku talaða því Íslendingar eru um allt á Tene, enda segir Svali Kaldalóns hjá Teneriferðum á um tvö þúsund Íslendingar og jafnvel mun fleiri séu á eyjunni í hverri viku yfir vetrarmánuðina. Hvað segir þú, hvað er svona gott við Tenerife? „Ég held að það sé nú bara hlýjan og rólega lífið, maður er aðeins slakari hérna heldur en heima, ekki eins mikið áreiti og svona,” segir Ása Hildur Eggertsdóttir, ferðamaður á Tenerife. Engar pöddur og ekkert vesen? „Ég segi ekki, engar pöddur, ég hef alveg séð smá en þetta er ekkert eins og á Íslandi á sumrin, engar kóngulær hérna, það eru bara nokkrir kakkalakkar,” segir Ása Hildur hlæjandi. Ása Hildur Eggertsdóttir, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að reyna að telja alla Íslendingana. Við erum komin upp í 50 til 60 núna á nokkrum dögum þannig að maður hittir eiginlega fleiri Íslendinga en Spánverja,” segir Guðmundur Reynir Gunnarsson, ferðamaður á Tenerife, alsæll með lífið á eyjunni með fjölskyldu sinni. Guðmundur Reynir Gunnarsson, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er best við Tenerife að þínu mati? „Ég held að það sé bara sólin og hitinn og að þurfa ekki að kappklæða barnið alla morgna í kuldagalla og ullarföt,” segir Hrefna Rún Guðbjörnsdóttir, ferðamaður á Tenerife. Hrefna Rún Guðbjörnsdóttir, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér kemur maður til að hvíla sig. Það eru engar einhvern veginn væntingar, maður vill fara í sól, hita slökun, engar pöddur, engar moskító, eða lítið af þeim allavega og bara dásamlegt. Ganga hér um göngustígana, sól nánast hvern einasta dag, það getur ekki klikkað,” segir Margrét Linda Ásgrímsdóttir, ferðamaður á Tenerife. Margrét Linda Ásgrímsdóttir, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Þegar maður er á Tenerife og röltir þar um eða er að flatmaga á ströndinni má alls staðar heyra íslensku talaða því Íslendingar eru um allt á Tene, enda segir Svali Kaldalóns hjá Teneriferðum á um tvö þúsund Íslendingar og jafnvel mun fleiri séu á eyjunni í hverri viku yfir vetrarmánuðina. Hvað segir þú, hvað er svona gott við Tenerife? „Ég held að það sé nú bara hlýjan og rólega lífið, maður er aðeins slakari hérna heldur en heima, ekki eins mikið áreiti og svona,” segir Ása Hildur Eggertsdóttir, ferðamaður á Tenerife. Engar pöddur og ekkert vesen? „Ég segi ekki, engar pöddur, ég hef alveg séð smá en þetta er ekkert eins og á Íslandi á sumrin, engar kóngulær hérna, það eru bara nokkrir kakkalakkar,” segir Ása Hildur hlæjandi. Ása Hildur Eggertsdóttir, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að reyna að telja alla Íslendingana. Við erum komin upp í 50 til 60 núna á nokkrum dögum þannig að maður hittir eiginlega fleiri Íslendinga en Spánverja,” segir Guðmundur Reynir Gunnarsson, ferðamaður á Tenerife, alsæll með lífið á eyjunni með fjölskyldu sinni. Guðmundur Reynir Gunnarsson, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er best við Tenerife að þínu mati? „Ég held að það sé bara sólin og hitinn og að þurfa ekki að kappklæða barnið alla morgna í kuldagalla og ullarföt,” segir Hrefna Rún Guðbjörnsdóttir, ferðamaður á Tenerife. Hrefna Rún Guðbjörnsdóttir, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér kemur maður til að hvíla sig. Það eru engar einhvern veginn væntingar, maður vill fara í sól, hita slökun, engar pöddur, engar moskító, eða lítið af þeim allavega og bara dásamlegt. Ganga hér um göngustígana, sól nánast hvern einasta dag, það getur ekki klikkað,” segir Margrét Linda Ásgrímsdóttir, ferðamaður á Tenerife. Margrét Linda Ásgrímsdóttir, ferðamaður á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ferðalög Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira