Hraðinn á fólksfjölguninni valdi vaxtaverkjum Jón Þór Stefánsson skrifar 25. febrúar 2024 13:27 „Hraðinn á fjölguninni mætti vera hægari. Ég held að við getum öll verið sammála um það,“ segir Guðmundur Ingi Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist hafa verulegar áhyggjur af því að stéttaskipting og ójöfnuður festist í sessi í íslensku samfélagi þegar að komi að innflytjendum. Hann telur innflytjendum hafa fjölgað of hratt hér á landi síðustu ár Hann ræddi innflytjendamál í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, og sagði gögn benda til þess að innflytjendur dansi margir hverjir í kringum lágtekjumörkin og eigi í hættu á að festast þar. „Það þýðir að innflytjendur og börn þeirra eru að fá færri tækifæri til þess að blómstra hérna á meðan það eru að halda uppi hagvexti og verðmætasköpun í samfélaginu.“ Til þess að bregðast við þessu segir Guðmundur mikilvægt að leggja áherslu á innflytjendamálin og vísaði hann til heildstæðrar stefnumótunnar í málaflokknum sem hefur verið í vinnslu í ráðuneytinu. Hann segir stinga í stúf að Íslendingar séu ekki með lagasetningu líkt og nágrannalöndin. Aðspurður um hvort að fjölgun á fólki af erlendu bergi brotnu sem komi til Íslands hafi verið of hröð segir Guðmundur svo vera. „Hraðinn á fjölguninni mætti vera hægari. Ég held að við getum öll verið sammála um það. Það sýna tölurnar bara: Árið 2012 voru innflytjendur átta prósent af landsmönnum og nú eru þeir tæp tuttugu. Það er bara það sem gögn OECD eru að sýna okkur að vöxturinn er einna hraðastur hér. Það þýðir bara á mannamáli að það verða vaxtaverkir. Við sjáum það í skólunum og á húsnæðismarkaði.“ Guðmundur ræddi einnig um vinnslu á umsóknum og segir hana hafa gengið allt of hægt. „Fólk er búið að vera hérna allt of lengi. Það er ekki gott fyrir fólkið að þurfa að bíða svona lengi. Það getur ýtt undir svarta atvinnustarfsemi. Það getur ýtt undir að brotið sé á fólkinu á vinnumarkaði. Það er til rosalaga mikils að vinna að stytta þennan tíma sem að tekur að fara í gegnum umsóknir því það er mannúðarmál og á sama tíma sparar það okkur fjármagn.“ Innflytjendamál Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hann ræddi innflytjendamál í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, og sagði gögn benda til þess að innflytjendur dansi margir hverjir í kringum lágtekjumörkin og eigi í hættu á að festast þar. „Það þýðir að innflytjendur og börn þeirra eru að fá færri tækifæri til þess að blómstra hérna á meðan það eru að halda uppi hagvexti og verðmætasköpun í samfélaginu.“ Til þess að bregðast við þessu segir Guðmundur mikilvægt að leggja áherslu á innflytjendamálin og vísaði hann til heildstæðrar stefnumótunnar í málaflokknum sem hefur verið í vinnslu í ráðuneytinu. Hann segir stinga í stúf að Íslendingar séu ekki með lagasetningu líkt og nágrannalöndin. Aðspurður um hvort að fjölgun á fólki af erlendu bergi brotnu sem komi til Íslands hafi verið of hröð segir Guðmundur svo vera. „Hraðinn á fjölguninni mætti vera hægari. Ég held að við getum öll verið sammála um það. Það sýna tölurnar bara: Árið 2012 voru innflytjendur átta prósent af landsmönnum og nú eru þeir tæp tuttugu. Það er bara það sem gögn OECD eru að sýna okkur að vöxturinn er einna hraðastur hér. Það þýðir bara á mannamáli að það verða vaxtaverkir. Við sjáum það í skólunum og á húsnæðismarkaði.“ Guðmundur ræddi einnig um vinnslu á umsóknum og segir hana hafa gengið allt of hægt. „Fólk er búið að vera hérna allt of lengi. Það er ekki gott fyrir fólkið að þurfa að bíða svona lengi. Það getur ýtt undir svarta atvinnustarfsemi. Það getur ýtt undir að brotið sé á fólkinu á vinnumarkaði. Það er til rosalaga mikils að vinna að stytta þennan tíma sem að tekur að fara í gegnum umsóknir því það er mannúðarmál og á sama tíma sparar það okkur fjármagn.“
Innflytjendamál Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira