Blikar horfa út fyrir landsteinana Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2024 23:01 Daniel Obbekjær er að mestu alinn upp hjá OB. Hann á að baki fjölda landsleikja fyrir yngri landslið Danmerkur. OB Breiðablik er í þann mund að semja við tvo leikmenn frá Skandinavíu sem munu leika með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Annar er Dani sem spilaði síðast í Færeyjum og hinn er norskur framherji sem hefur nær eingöngu spilað í heimalandinu. Fótbolti.net greinir frá því að danski miðvörðurinn Daniel Obbekjær sé að ganga í raðir Breiðabliks. Um er að ræða réttfættan miðvörð sem er 1.94 metri á hæð. Undanfarin tvö ár hefur Obbekjær spilað með 07 Vestur í Færeyjum. Hann á að baki tvo leiki fyrir OB í dönsku úrvalsdeildinni sem og hann hefur spilað á Ítalíu og í Kanada. Norski fjölmiðillinn Nettavisen greinir frá því að Benjamin Stokke, 33 ára gamall framherji, sé við það að ganga í raðir Breiðabliks. Hann hefur nær allan sinn feril leikið í Noregi ef frá er talið eitt tímabil með Randers í Danmörku. Þar lék hann 34 leiki í efstu deild og skoraði fimm mörk. Í Noegi hefur hann leikið með Mjöndalen, Vålerenga, Levanger, Sandefjord og nú síðast Kristiansund. Þar var hann liðsfélagi Brynjólfs Darra Willumssonar en sá er uppalinn hjá Breiðabliki. Stokke var öflugur upp við mark andstæðinganna á síðustu leiktíð og skoraði alls 17 mörk í 34 leikjum þegar Kristiansund tryggði sér sæti í norsku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Hann er nú samningslaus og virðist vera á leið í Kópavoginn. Stokke hefur spilað víða á ferlinum. Þar á meðal með Vålerenga.Vålerenga Miklar breytingar hafa orðið á liði Blika á milli ára en Halldór Árnason tók við þjálfun liðsins undir lok síðasta tímabil eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Anton Logi Lúðvíksson elti Óskar Hrafn til Haugesund. Ágúst Eðvald Hlynsson og Davíð Ingvarsson fóru til Danmerkur, Ágúst Orri Þorsteinsson fór til Genoa á Ítalíu, Gísli Eyjólfsson til Svíþjóðar, Klæmint Olsen aftur til NSÍ í Færeyjum og Oliver Stefánsson til ÍA. Blikar hafa líka verið duglegir að fá til sín leikmenn en Aron Bjarnason kom frá Sirius í Svíþjóð. Arnór Gauti Jónsson kom frá Fylki og uppaldi Blikinn Kristinn Jónsson kom frá KR. Breiðablik mætir FH þann 8 apríl næstkomandi í 1. umferð Bestu deildar karla. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Fótbolti.net greinir frá því að danski miðvörðurinn Daniel Obbekjær sé að ganga í raðir Breiðabliks. Um er að ræða réttfættan miðvörð sem er 1.94 metri á hæð. Undanfarin tvö ár hefur Obbekjær spilað með 07 Vestur í Færeyjum. Hann á að baki tvo leiki fyrir OB í dönsku úrvalsdeildinni sem og hann hefur spilað á Ítalíu og í Kanada. Norski fjölmiðillinn Nettavisen greinir frá því að Benjamin Stokke, 33 ára gamall framherji, sé við það að ganga í raðir Breiðabliks. Hann hefur nær allan sinn feril leikið í Noregi ef frá er talið eitt tímabil með Randers í Danmörku. Þar lék hann 34 leiki í efstu deild og skoraði fimm mörk. Í Noegi hefur hann leikið með Mjöndalen, Vålerenga, Levanger, Sandefjord og nú síðast Kristiansund. Þar var hann liðsfélagi Brynjólfs Darra Willumssonar en sá er uppalinn hjá Breiðabliki. Stokke var öflugur upp við mark andstæðinganna á síðustu leiktíð og skoraði alls 17 mörk í 34 leikjum þegar Kristiansund tryggði sér sæti í norsku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Hann er nú samningslaus og virðist vera á leið í Kópavoginn. Stokke hefur spilað víða á ferlinum. Þar á meðal með Vålerenga.Vålerenga Miklar breytingar hafa orðið á liði Blika á milli ára en Halldór Árnason tók við þjálfun liðsins undir lok síðasta tímabil eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Anton Logi Lúðvíksson elti Óskar Hrafn til Haugesund. Ágúst Eðvald Hlynsson og Davíð Ingvarsson fóru til Danmerkur, Ágúst Orri Þorsteinsson fór til Genoa á Ítalíu, Gísli Eyjólfsson til Svíþjóðar, Klæmint Olsen aftur til NSÍ í Færeyjum og Oliver Stefánsson til ÍA. Blikar hafa líka verið duglegir að fá til sín leikmenn en Aron Bjarnason kom frá Sirius í Svíþjóð. Arnór Gauti Jónsson kom frá Fylki og uppaldi Blikinn Kristinn Jónsson kom frá KR. Breiðablik mætir FH þann 8 apríl næstkomandi í 1. umferð Bestu deildar karla.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira