Ekki kemur fram hvert maðurinn flaug og þar með hvar hann var handtekinn.
Í dagbókinni segir einnig að maður hafi verið handtekinn fyrir húsbrot og eignaspjöll í Reykjavík í dag. Hann hrækti í andlit lögreglumanns þegar hann var handtekinn. Annar maður sparkaði í lögregluþjón þegar verið var að handtaka hann í miðborginni fyrir ölvun og óspektir.
Lögreglunni barst í dag tilkyningu um líkamsárás og þjófnað á bíl í Kópavogi. Það mál er til rannsóknar.
Þá bárust nokkrar tilkynningar um þjófnaði. Einn átti sér stað í búningsklefa sundlaugar, annar í bíl og einn til í matvöruverslun. Í einu tilfelli til viðbótar var tilkynnt um þjóf sem hafði stolið vörum úr nokkrum verslunum í verslunarmiðstöð.
Lögregluþjónar handtóku í dag ökumann sem hafði látið sig hverfa eftir árekstur. Sá er grunaður um ýmis umferðalagabrot og þar á meðal að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna.