Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum fylgjumst við með kjarasamningsviðræðunum í Karphúsinu en þar hefur ýmislegt gengið á síðustu daga.

Við heyrum hljóðið í samningamönnum áður en þeir héldu inn í fundarherbergi í morgun. 

Þá tökum við stöðuna á jarðhræringunum í Grindavík og heyrum í fulltrúa Náttúrutrygginga sem hafa nú að mestu lokið við að leggja mat á tjónið sem orðið hefur í bænum. Á þeim svæðum sem eru utan við sprungur og sigdali er tjónið minna en menn áttu von á. 

Þá förum við til Ísafjarðar en þar á bæ eru menn að hita upp fyrir tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem verður að venju um páskana.

Í íþróttapakka dagsins segjum við frá afrekum Gísla Þorgeirs Kristjánssonar í Meistaradeildinni í handbolta í gær og hitum upp fyrir Formúluna sem fram fer um helgina.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×