Deilt um hinn dísæta hnakka: Forheimskandi efnishyggja eða vítamínsprauta? Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. mars 2024 00:18 Patrik Atlason hefur verið á milli tannana á fólki vegna forréttindastöðu sinnar og gegndarlausrar efnishyggju. Davíð Roach og Egill Helgason segja Patrik boða vondan boðskap en Elliði Vignisson telur Patrik þola mismunun vegna stéttar sinnar. Samsett/Helgi Ómarsson/Vilhelm/aðsent Menningarrýnirinn Davíð Roach segir sér misboðið yfir því hvað samfélagið hafi kóað með tónlistarmanninum Patriki Atlasyni og tónlist hans sem ali á „forheimskandi og mannskemmandi efnishyggju“. Margir eru sammála Davíð á meðan aðrir telja öfund ráða för. Davíð Roach gerði upp tónlistarárið 2023 í Lestinni 4. janúar síðastliðinn og tók sérstaklega fyrir nýliða ársins, Patrik Atlason, betur þekktan sem Patr!k eða Prettyboitjokkó. Davíð sagði í pistlinum að vinsældir Patriks og sú mikla viðurkenning sem hann hefur hlotið vera til marks um „allsherjar hnakkavæðingu samfélagsins og þau miklu áhrif sem samspil samfélagsmiðla og síðkapítalismans getur haft á sköpun“. Davíð hefur áður fjallað um Patrik í greininni „Manufacturing Content: The morally bankrupt economy of modern Icelandic hype“ sem birtist í The Reykjavík Grapevine í maí árið 2023. Þar sagði Davíð tónlistarmanninn vera afurð samfélags þar sem skilin milli listar, efnis, markaðssetningar og viðskipta hafa gufað upp. Patrik væri afleiðing botnlausrar yfirborðsdýrkunar í nútíma Instagram-áhrifavaldamenningu og hann væri hluti af kynslóð sem hefði aldrei heyrt um hugtakið „sell-out“ og fyndist hugmyndin um slíkt ekki einu sinni vera slæm. Allt væri alltaf til sölu. Nýjasta lag Patr!ks kom út í dag. Það heitir „Sama um“ og er unnið í samstarfi við rapparann Daniil. Í tilefni útgáfu lagsins fann Davíð sig knúinn til að skrifa enn einu sinni um tónlistarmanninn nema nú í færslu á Facebook-síðu sinni. Einhver þurfi að öskra sig hásan Davíð segir í færslunni að inntak nýjasta lags PAtr!ks sé að „þú verðir að eiga fullt af peningum, flottan bíl og dýr föt til að eiga séns í sætar stelpur.“ „Þetta kemur frá manni sem fæddist inn í ríkidæmi og montar sig af því við hvert tilefni, sem er í eins mikilli forréttindastöðu og hægt er, neppasta nepo-beibíð af þeim öllum. Sem var verið að tilnefna sem „flytjanda“ ársins á íslensku tónlistarverðlaununum,“ skrifar Davíð en Patrik er barnabarn Helga í Góu. „Mér er gróflega misboðið hvernig nánast allt samfélagið ekki bara kóar með þessu rusli, sem elur á forheimskandi og mannskemmandi efnishyggju, heldur hampar því. Hvernig alls konar fólk sem almennt gefur sig út fyrir að vera vinstri sinnað og/eða femínískt flissar og spilar með í örvæntingarfullri tilraun til að virka ekki miðaldra (það er ekki að takast Óli Palli og Gísli Marteinn!),“ segir í færslunni. Davíð minnist einnig á áðurnefndan uppgjörspistil sinn um tónlistarárið 2023 þar sem hann segist ræða um hvernig PBT er helsta birtingarmyndin á allsherjarhnakkavæðingu samfélagsins. „Mér finnst ekkert gaman að vera hrópandinn, en það þarf einhver að öskra sig hásan þegar allir hinir í eyðimörkinni eru meðvirkir,“ segir hann að lokum í færslunni. Ekkert mótvægi við últrapoppið Skrif Davíðs hafa vakið þónokkra athygli. Fjöldi fólks hefur skrifað ummæli við færsluna, ýmist til að taka undir orð Davíðs eða andmæla honum og henni hefur einnig verið deilt 25 sinnum. Það má segja að fólk skiptist í tvær fylkingar sem haldast í hendur við hinn hefðbundna pólitíska ás hægri og vinstri. Meðal þeirra sem fagna skrifum Davíðs eru Björn Teitsson skipulagsfræðingur, Sigríður Ingibjörg hagfræðingur BSRB og menningarpáfinn Egill Helgason. Sá síðastnefndi skrifar „Heill þér fyrir að sporna við þessu“. DJ-inn Atli Viðar Þorsteinsson skrifar ummæli við færsluna og segir að það sem sé ólíkt í nútímanum við fortíðina er að vanalega hafi sprottið upp einhvers konar mótvægi við últrapopp á borð við tónlist Patriks. Í dag hafi „alternative stefnan (rapp)“ orðið að poppi og byggi innkomu sína á því að höfða til allra. Atli segir nýja samfélagsmiðlafærslu frá Sjálfstæðisflokknum kjarna stöðuna. Þar eru Sjálfstæðismenn á hringferð um landið spurðir hvaða lög þeir séu að hlusta á og þingmaðurinn Hildur Sverrisdóttir nefnir rapplagið „Bent nálgast“ sem vanalega væri tengt við allt annað en íhaldsstefnu flokksins. Á hinum pólnum er að finna fólk sem þykir Davíð ganga of langt í gagnrýninni eða stuðningsmenn Patriks sem gera lítið úr færslunni eða telja Davíð vera með Patrik á heilanum. Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar, þekktastur fyrir smellina „Komdu til baka“ og „Blautt dansgólf“, tekur upp hanskann fyrir Patrik. Júlí segir Patrik vítamínsprautu inn í íslenskt tónlistarlíf og hann sé „ekki allra en margra“ en þess ber að geta að Júlí og Patrik gáfu saman út lagið „Heim“ fyrir ekki svo löngu. Júlí Heiðar og Prettyboitjokko sungu saman lagið „Heim“ í lokaþætti Idols um daginn.Vísir/Hulda Margrét Profit Before Taxes, frægðardýrkun og mismunun eftir uppruna Ef skoðaðar eru deilingar á færslunni má sjá enn frekar hvernig henni er tekið í hverri búbblu fyrir sig. Fyrrnefndur menningarpáfi Egill Helgason deilir færslunni og skrifar við hana „Davíð hittir naglann á höfuðið“. Egill Helgason hefur áður gagnrýnt þá efnishyggju sem virðist ríkjandi í dægurmenningu í dag.Vísir/Vilhelm Teitur nokkur Torkelsson skrifar við færsluna „Aldeilis sem má böggast í einum dreng. Er þetta ekki allsstaðar, yfirmáta yfirborðskenndir „áhrifavaldar.“ Lúxus þættir, yfirborð, glamúr og 500 þúsund króna bleyjutöskur fyrir nýburana?“ Egill svarar Teiti og segir það einmitt meinið. Eitt sinn hafi Séð og heyrt fjallað um slíka frægðardýrkun en hún sé nú komin alls staðar, í Moggann, á Vísi, í útvarp og sjónvarp. „Endalaus dýrkun á frægð, ríkidæmi og svo stöðlun á því hvernig konur skuli líta út og girnast,“ skrifar Egill. Annar sem svarar Agli er Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss og Sjálfstæðismaður, sem segjast ekkert þekkja til listamannsins unga en hafi heyrt fáein lög og eigi erfitt með að skilja textana eins og almennt sé með miðaldramenn hvað þetta listform varðar. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, er óánægður með hvernig Patriki er mismunað eftir stétt.Vísir/Egill Elliði bætir við: „Þykir samt grátlegt að sjá listamenn dregna í dilka eftir uppruna þeirra. Umræða um stétt og stöðu. Hugtakið jafnrétti á við um meira en kyn.“ Egill segir tónlist Patriks miskunnarlaust notaða í þágu „efnishyggjuvæðingar samtímans“ sem leggist þungt á ungt fólk gegnum samfélagsmiðla. Maður verði að eiga rándýra merkjavöru og fína bíla og búa í svítu til að teljast gjaldgengur sé boðskapurinn og hann sé bæði vondur og óhollur. Frumlegustu ummælin við færslu Egils skrifar Helgi Ingólfsson, rithöfundur og fyrrverandi menntaskólakennari. Þar laumar hann Prettyboitjokkó inn í litla vísu og greinir skammstöfunina PBT. Helgi Ingólfsson fer með smá kvæðastúf um PBT og skoðar skammstöfunina sjálfa. „Allar vildu meyjar/með Prettyboi ganga,/þær er vaxnar voru,/vesæl hver og lítil./Vil eg og, kvað kerling,/með Prettyboi ganga/meðan tvær mér tolla/tenn úr efra gómi,“ skrifar Helgi og afbakar þar vísu úr Hallfreðar sögu vandræðaskálds. Helgi segir jafnframt að sér þyki skammstöfunin PBT snilldarleg: „Í efnafræði er hún notuð á ensku um plasttegundir sem eru eitraðar og safnast varanlega fyrir í lífverum: Persistent, Bioaccumulative and Toxic. En auk þess er skammstöfunin PBT líka notuð á ensku um hagfræðihugtak eins og við hæfi er: Profit Before Taxes.“ „Mega afkomendur efnafólks ekki gera músík?“ Einn af þeim sem Davíð baunar á færslu sinni er Óli Palli á Rás 2 sem fékk Patrik til sín í Rokkland. Þar ræddu þeir meðal annars um þá gagnrýni sem Patrik hefur hlotið fyrir markaðshyggju sína og lét Patrik þessi ódauðlegu orð falla: „Það er tabú að koma af peningum.“ Óli Palli deilir færslunni einnig og tekur heldur hlutlausari nálgun en aðrir á málið. „Hér er öskrað í eyðimörk! Ég er miðaldra og það er gott - most of the time. Ég er ánægður með að vera miðaldra og meira að segja orðinn afi fyrir löngu,“ skrifar hann við deilinguna á færslunni. Óli Palli gengst við því að vera orðinn miðaldra. Sölvi Snær Magnússon, rekstrarmaður, tekur í svipaðan streng og Elliði Vignisson í ummælum við deilinguna: „Mega afkomendur efnafólks ekki gera músík? Setja út á músík og texta. Er þetta ekki svona sem menntaelítan ætlaði að cancela Bubba Morthens 1980?“ Fyrrnefndur Egill Helgason var fljótur á vettvang að svara slaufunarásökunum og sagði Bubba aldrei hafa verið „canceleraðan“. Hvorki 1980 né nokkru síðar en hafi kannski komist næst því þegar hann dansaði dálítinn hrunadans á árum hrunsins. Hann væri hins vegar „afburða tónlistarmaður og textahöfundur“ sem nyti verðskuldaðrar virðingar. Þá birtist Bubbi á þræðinum og sagði „ég átti ekkert nema Gítar vöðva kjaft og ástríðu“. Bæði Bubbi og Egill Helgason hafa áður gagnrýnt Patrik fyrir tónlist sína og efnishyggju. Patrik svaraði þeim gagnrýnisröddum og sagði að ef þeir tveir væru óánægðir þá væri hann að gera eitthvað rétt. „Menn eru oft svo blindir á sjálfa sig, ég sé ekki annað en myndir af Bubba í dýrustu laxám landsins en menn vilja ekki tala um það. En það er önnur saga,“ sagði Patrik af því tilefni. Geit ber kennsl á geit Patrik Atlason deildi sjálfur færslu Davíðs á Facebook og skrifaði við hana „geitin“. Það er vísun í bandaríska hugtakið „GOAT“ sem merkir „Greatest of All Time“ eða „bestur allra tíma“ og er Patrik væntanlega að hæðast að Davíð með hugtakinu. Við færslu Patriks eru skiljanlega frekar hvetjandi ummæli en ekki. Meðal þeirra sem hvetja Patrik áfram er menningarblaðamaðurinn Marta María Winkel sem segir „Þú ert geitin! Miklu betra að fá neikvæða athygli en enga. Þetta veistu náttúrlega!“ og lýgur þar engu. Þá skrifar Unndór Kristinn Garðarsson, Facebook-vinur Patriks og Hafnfirðingur: „Núna þarf að breyta uppskriftinni af sósunni svo að hipsterar á fimmtugsaldri fari að smjatta á henni - eða bara halda áfram að slá öll met.“ Og átökunum um ágæti hins sæta súkkulaðierfingja er eflaust hvergi lokið. Tónlist Menning Tengdar fréttir Súkkulaðierfinginn uppfærði í stærri glæsibifreið Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, hefur fest kaup á hvítum Porsche Cayenne E-hybrid sportjeppa. Patrik birti myndskeið af glæsibifreiðinni í sólinni á Instagram í gær. 13. júlí 2023 15:27 „Tveir stórir karakterar í litlu herbergi, það getur oft endað illa“ „Þetta er smá fyndin saga,“ segir tónlistarmaðurinn Patrik Atlason í samtali við blaðamann um hvernig lagið Skína varð til. Lagið situr á toppi Íslenska listans á FM þriðju vikuna í röð. 16. september 2023 17:00 Innlit á heimili PBT: Ætlar að vinna Eurovision fyrir þjóðina Í Heimsókn í gær leit Sindri Sindrason við hjá Patrik Atlasyni í fallegri íbúð hans í Hafnarfirðinum. Fyrst hitti Sindri Patta fyrir sex árum og nú var komið að loka útkomunni. 22. febrúar 2024 14:30 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Davíð Roach gerði upp tónlistarárið 2023 í Lestinni 4. janúar síðastliðinn og tók sérstaklega fyrir nýliða ársins, Patrik Atlason, betur þekktan sem Patr!k eða Prettyboitjokkó. Davíð sagði í pistlinum að vinsældir Patriks og sú mikla viðurkenning sem hann hefur hlotið vera til marks um „allsherjar hnakkavæðingu samfélagsins og þau miklu áhrif sem samspil samfélagsmiðla og síðkapítalismans getur haft á sköpun“. Davíð hefur áður fjallað um Patrik í greininni „Manufacturing Content: The morally bankrupt economy of modern Icelandic hype“ sem birtist í The Reykjavík Grapevine í maí árið 2023. Þar sagði Davíð tónlistarmanninn vera afurð samfélags þar sem skilin milli listar, efnis, markaðssetningar og viðskipta hafa gufað upp. Patrik væri afleiðing botnlausrar yfirborðsdýrkunar í nútíma Instagram-áhrifavaldamenningu og hann væri hluti af kynslóð sem hefði aldrei heyrt um hugtakið „sell-out“ og fyndist hugmyndin um slíkt ekki einu sinni vera slæm. Allt væri alltaf til sölu. Nýjasta lag Patr!ks kom út í dag. Það heitir „Sama um“ og er unnið í samstarfi við rapparann Daniil. Í tilefni útgáfu lagsins fann Davíð sig knúinn til að skrifa enn einu sinni um tónlistarmanninn nema nú í færslu á Facebook-síðu sinni. Einhver þurfi að öskra sig hásan Davíð segir í færslunni að inntak nýjasta lags PAtr!ks sé að „þú verðir að eiga fullt af peningum, flottan bíl og dýr föt til að eiga séns í sætar stelpur.“ „Þetta kemur frá manni sem fæddist inn í ríkidæmi og montar sig af því við hvert tilefni, sem er í eins mikilli forréttindastöðu og hægt er, neppasta nepo-beibíð af þeim öllum. Sem var verið að tilnefna sem „flytjanda“ ársins á íslensku tónlistarverðlaununum,“ skrifar Davíð en Patrik er barnabarn Helga í Góu. „Mér er gróflega misboðið hvernig nánast allt samfélagið ekki bara kóar með þessu rusli, sem elur á forheimskandi og mannskemmandi efnishyggju, heldur hampar því. Hvernig alls konar fólk sem almennt gefur sig út fyrir að vera vinstri sinnað og/eða femínískt flissar og spilar með í örvæntingarfullri tilraun til að virka ekki miðaldra (það er ekki að takast Óli Palli og Gísli Marteinn!),“ segir í færslunni. Davíð minnist einnig á áðurnefndan uppgjörspistil sinn um tónlistarárið 2023 þar sem hann segist ræða um hvernig PBT er helsta birtingarmyndin á allsherjarhnakkavæðingu samfélagsins. „Mér finnst ekkert gaman að vera hrópandinn, en það þarf einhver að öskra sig hásan þegar allir hinir í eyðimörkinni eru meðvirkir,“ segir hann að lokum í færslunni. Ekkert mótvægi við últrapoppið Skrif Davíðs hafa vakið þónokkra athygli. Fjöldi fólks hefur skrifað ummæli við færsluna, ýmist til að taka undir orð Davíðs eða andmæla honum og henni hefur einnig verið deilt 25 sinnum. Það má segja að fólk skiptist í tvær fylkingar sem haldast í hendur við hinn hefðbundna pólitíska ás hægri og vinstri. Meðal þeirra sem fagna skrifum Davíðs eru Björn Teitsson skipulagsfræðingur, Sigríður Ingibjörg hagfræðingur BSRB og menningarpáfinn Egill Helgason. Sá síðastnefndi skrifar „Heill þér fyrir að sporna við þessu“. DJ-inn Atli Viðar Þorsteinsson skrifar ummæli við færsluna og segir að það sem sé ólíkt í nútímanum við fortíðina er að vanalega hafi sprottið upp einhvers konar mótvægi við últrapopp á borð við tónlist Patriks. Í dag hafi „alternative stefnan (rapp)“ orðið að poppi og byggi innkomu sína á því að höfða til allra. Atli segir nýja samfélagsmiðlafærslu frá Sjálfstæðisflokknum kjarna stöðuna. Þar eru Sjálfstæðismenn á hringferð um landið spurðir hvaða lög þeir séu að hlusta á og þingmaðurinn Hildur Sverrisdóttir nefnir rapplagið „Bent nálgast“ sem vanalega væri tengt við allt annað en íhaldsstefnu flokksins. Á hinum pólnum er að finna fólk sem þykir Davíð ganga of langt í gagnrýninni eða stuðningsmenn Patriks sem gera lítið úr færslunni eða telja Davíð vera með Patrik á heilanum. Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar, þekktastur fyrir smellina „Komdu til baka“ og „Blautt dansgólf“, tekur upp hanskann fyrir Patrik. Júlí segir Patrik vítamínsprautu inn í íslenskt tónlistarlíf og hann sé „ekki allra en margra“ en þess ber að geta að Júlí og Patrik gáfu saman út lagið „Heim“ fyrir ekki svo löngu. Júlí Heiðar og Prettyboitjokko sungu saman lagið „Heim“ í lokaþætti Idols um daginn.Vísir/Hulda Margrét Profit Before Taxes, frægðardýrkun og mismunun eftir uppruna Ef skoðaðar eru deilingar á færslunni má sjá enn frekar hvernig henni er tekið í hverri búbblu fyrir sig. Fyrrnefndur menningarpáfi Egill Helgason deilir færslunni og skrifar við hana „Davíð hittir naglann á höfuðið“. Egill Helgason hefur áður gagnrýnt þá efnishyggju sem virðist ríkjandi í dægurmenningu í dag.Vísir/Vilhelm Teitur nokkur Torkelsson skrifar við færsluna „Aldeilis sem má böggast í einum dreng. Er þetta ekki allsstaðar, yfirmáta yfirborðskenndir „áhrifavaldar.“ Lúxus þættir, yfirborð, glamúr og 500 þúsund króna bleyjutöskur fyrir nýburana?“ Egill svarar Teiti og segir það einmitt meinið. Eitt sinn hafi Séð og heyrt fjallað um slíka frægðardýrkun en hún sé nú komin alls staðar, í Moggann, á Vísi, í útvarp og sjónvarp. „Endalaus dýrkun á frægð, ríkidæmi og svo stöðlun á því hvernig konur skuli líta út og girnast,“ skrifar Egill. Annar sem svarar Agli er Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss og Sjálfstæðismaður, sem segjast ekkert þekkja til listamannsins unga en hafi heyrt fáein lög og eigi erfitt með að skilja textana eins og almennt sé með miðaldramenn hvað þetta listform varðar. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, er óánægður með hvernig Patriki er mismunað eftir stétt.Vísir/Egill Elliði bætir við: „Þykir samt grátlegt að sjá listamenn dregna í dilka eftir uppruna þeirra. Umræða um stétt og stöðu. Hugtakið jafnrétti á við um meira en kyn.“ Egill segir tónlist Patriks miskunnarlaust notaða í þágu „efnishyggjuvæðingar samtímans“ sem leggist þungt á ungt fólk gegnum samfélagsmiðla. Maður verði að eiga rándýra merkjavöru og fína bíla og búa í svítu til að teljast gjaldgengur sé boðskapurinn og hann sé bæði vondur og óhollur. Frumlegustu ummælin við færslu Egils skrifar Helgi Ingólfsson, rithöfundur og fyrrverandi menntaskólakennari. Þar laumar hann Prettyboitjokkó inn í litla vísu og greinir skammstöfunina PBT. Helgi Ingólfsson fer með smá kvæðastúf um PBT og skoðar skammstöfunina sjálfa. „Allar vildu meyjar/með Prettyboi ganga,/þær er vaxnar voru,/vesæl hver og lítil./Vil eg og, kvað kerling,/með Prettyboi ganga/meðan tvær mér tolla/tenn úr efra gómi,“ skrifar Helgi og afbakar þar vísu úr Hallfreðar sögu vandræðaskálds. Helgi segir jafnframt að sér þyki skammstöfunin PBT snilldarleg: „Í efnafræði er hún notuð á ensku um plasttegundir sem eru eitraðar og safnast varanlega fyrir í lífverum: Persistent, Bioaccumulative and Toxic. En auk þess er skammstöfunin PBT líka notuð á ensku um hagfræðihugtak eins og við hæfi er: Profit Before Taxes.“ „Mega afkomendur efnafólks ekki gera músík?“ Einn af þeim sem Davíð baunar á færslu sinni er Óli Palli á Rás 2 sem fékk Patrik til sín í Rokkland. Þar ræddu þeir meðal annars um þá gagnrýni sem Patrik hefur hlotið fyrir markaðshyggju sína og lét Patrik þessi ódauðlegu orð falla: „Það er tabú að koma af peningum.“ Óli Palli deilir færslunni einnig og tekur heldur hlutlausari nálgun en aðrir á málið. „Hér er öskrað í eyðimörk! Ég er miðaldra og það er gott - most of the time. Ég er ánægður með að vera miðaldra og meira að segja orðinn afi fyrir löngu,“ skrifar hann við deilinguna á færslunni. Óli Palli gengst við því að vera orðinn miðaldra. Sölvi Snær Magnússon, rekstrarmaður, tekur í svipaðan streng og Elliði Vignisson í ummælum við deilinguna: „Mega afkomendur efnafólks ekki gera músík? Setja út á músík og texta. Er þetta ekki svona sem menntaelítan ætlaði að cancela Bubba Morthens 1980?“ Fyrrnefndur Egill Helgason var fljótur á vettvang að svara slaufunarásökunum og sagði Bubba aldrei hafa verið „canceleraðan“. Hvorki 1980 né nokkru síðar en hafi kannski komist næst því þegar hann dansaði dálítinn hrunadans á árum hrunsins. Hann væri hins vegar „afburða tónlistarmaður og textahöfundur“ sem nyti verðskuldaðrar virðingar. Þá birtist Bubbi á þræðinum og sagði „ég átti ekkert nema Gítar vöðva kjaft og ástríðu“. Bæði Bubbi og Egill Helgason hafa áður gagnrýnt Patrik fyrir tónlist sína og efnishyggju. Patrik svaraði þeim gagnrýnisröddum og sagði að ef þeir tveir væru óánægðir þá væri hann að gera eitthvað rétt. „Menn eru oft svo blindir á sjálfa sig, ég sé ekki annað en myndir af Bubba í dýrustu laxám landsins en menn vilja ekki tala um það. En það er önnur saga,“ sagði Patrik af því tilefni. Geit ber kennsl á geit Patrik Atlason deildi sjálfur færslu Davíðs á Facebook og skrifaði við hana „geitin“. Það er vísun í bandaríska hugtakið „GOAT“ sem merkir „Greatest of All Time“ eða „bestur allra tíma“ og er Patrik væntanlega að hæðast að Davíð með hugtakinu. Við færslu Patriks eru skiljanlega frekar hvetjandi ummæli en ekki. Meðal þeirra sem hvetja Patrik áfram er menningarblaðamaðurinn Marta María Winkel sem segir „Þú ert geitin! Miklu betra að fá neikvæða athygli en enga. Þetta veistu náttúrlega!“ og lýgur þar engu. Þá skrifar Unndór Kristinn Garðarsson, Facebook-vinur Patriks og Hafnfirðingur: „Núna þarf að breyta uppskriftinni af sósunni svo að hipsterar á fimmtugsaldri fari að smjatta á henni - eða bara halda áfram að slá öll met.“ Og átökunum um ágæti hins sæta súkkulaðierfingja er eflaust hvergi lokið.
Tónlist Menning Tengdar fréttir Súkkulaðierfinginn uppfærði í stærri glæsibifreið Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, hefur fest kaup á hvítum Porsche Cayenne E-hybrid sportjeppa. Patrik birti myndskeið af glæsibifreiðinni í sólinni á Instagram í gær. 13. júlí 2023 15:27 „Tveir stórir karakterar í litlu herbergi, það getur oft endað illa“ „Þetta er smá fyndin saga,“ segir tónlistarmaðurinn Patrik Atlason í samtali við blaðamann um hvernig lagið Skína varð til. Lagið situr á toppi Íslenska listans á FM þriðju vikuna í röð. 16. september 2023 17:00 Innlit á heimili PBT: Ætlar að vinna Eurovision fyrir þjóðina Í Heimsókn í gær leit Sindri Sindrason við hjá Patrik Atlasyni í fallegri íbúð hans í Hafnarfirðinum. Fyrst hitti Sindri Patta fyrir sex árum og nú var komið að loka útkomunni. 22. febrúar 2024 14:30 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Súkkulaðierfinginn uppfærði í stærri glæsibifreið Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, hefur fest kaup á hvítum Porsche Cayenne E-hybrid sportjeppa. Patrik birti myndskeið af glæsibifreiðinni í sólinni á Instagram í gær. 13. júlí 2023 15:27
„Tveir stórir karakterar í litlu herbergi, það getur oft endað illa“ „Þetta er smá fyndin saga,“ segir tónlistarmaðurinn Patrik Atlason í samtali við blaðamann um hvernig lagið Skína varð til. Lagið situr á toppi Íslenska listans á FM þriðju vikuna í röð. 16. september 2023 17:00
Innlit á heimili PBT: Ætlar að vinna Eurovision fyrir þjóðina Í Heimsókn í gær leit Sindri Sindrason við hjá Patrik Atlasyni í fallegri íbúð hans í Hafnarfirðinum. Fyrst hitti Sindri Patta fyrir sex árum og nú var komið að loka útkomunni. 22. febrúar 2024 14:30