Úr „besta klúbbnum á Íslandi“ niður í 1. deild: „Stundum verður maður að breyta til“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2024 23:02 Birkir tók óvænta beygju frá Val heim til Þórs. Hann mun þó, allavega að hluta, æfa áfram í Reykjavík. Vísir/Arnar Birkir Heimisson hefur óvænt yfirgefið silfurlið síðasta Íslandsmóts til að semja við uppeldisfélagið Þór á Akureyri sem leikur í næstefstu deild. Hann fékk einfaldlega tilboð sem hann gat ekki hafnað. Birkir spilaði sex deildarleiki fyrir Þór aðeins 16 ára gamall sumarið 2016 en hélt svo út til Hollands og lék með Heerenveen áður en hann kom aftur heim í Val árið 2020. Hann vann Íslandsmeistaratitil með liðinu sumarið 2020 og hefur verið lykilmaður þar síðan. Það vekur því athygli að hann yfirgefi topplið í efstu deild og færi sig niður í fyrstu deildina. Hann segir Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs - sem var aðstoðarþjálfari Vals í fyrra - hafa mikið um ákvörðunina að segja. „Það var bara mikill áhugi og þeir settu bara allt í þetta. Siggi er bara eins og hann er, toppþjálfari, þannig mér fannst þetta bara vera skothelt,“ sagði Birkir í samtali við Stöð 2 í dag. „Ég var í besta klúbbnum á Íslandi, finnst mér, en stundum verður maður bara að breyta til og mér fannst bara vera kominn tími á það. Ég er bara spenntur fyrir þessu.“ Valur hafnaði lánstilboði Þórs í Birki en tóku kauptilboði frá félaginu. Birkir mun þó ekki fara beint norður þar sem hann er bæði að jafna sig á brotnu beini í hönd og þá er unnusta hans Petra Jasonardóttir á steypinum og eiga þau von á sínu fyrsta barni á allra næstu dögum. Birkir mun því búa áfram á höfuðborgarsvæðinu fyrstu vikurnar í það minnsta en líklega æfa áfram með Völsurum samhliða Þór þegar tímabilið er komið af stað. „Við verðum hér og barnið fæðist í Reykjavík. Ég fæ að æfa áfram með Völsurunum og það er náttúrulega frábært að æfa þar. Þannig að ég verð í toppstandi þegar tímabilið byrjar.“ Þá segir hann enga pressu frá Þórsurum að hann komi sem fyrst norður. „Þetta fer náttúrulega bara allt eftir því hvernig gengur með barnið og svo tökum við stöðuna þegar að því kemur,“ sagði Birkir, en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þór Akureyri Besta deild karla Valur Lengjudeild karla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
Birkir spilaði sex deildarleiki fyrir Þór aðeins 16 ára gamall sumarið 2016 en hélt svo út til Hollands og lék með Heerenveen áður en hann kom aftur heim í Val árið 2020. Hann vann Íslandsmeistaratitil með liðinu sumarið 2020 og hefur verið lykilmaður þar síðan. Það vekur því athygli að hann yfirgefi topplið í efstu deild og færi sig niður í fyrstu deildina. Hann segir Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs - sem var aðstoðarþjálfari Vals í fyrra - hafa mikið um ákvörðunina að segja. „Það var bara mikill áhugi og þeir settu bara allt í þetta. Siggi er bara eins og hann er, toppþjálfari, þannig mér fannst þetta bara vera skothelt,“ sagði Birkir í samtali við Stöð 2 í dag. „Ég var í besta klúbbnum á Íslandi, finnst mér, en stundum verður maður bara að breyta til og mér fannst bara vera kominn tími á það. Ég er bara spenntur fyrir þessu.“ Valur hafnaði lánstilboði Þórs í Birki en tóku kauptilboði frá félaginu. Birkir mun þó ekki fara beint norður þar sem hann er bæði að jafna sig á brotnu beini í hönd og þá er unnusta hans Petra Jasonardóttir á steypinum og eiga þau von á sínu fyrsta barni á allra næstu dögum. Birkir mun því búa áfram á höfuðborgarsvæðinu fyrstu vikurnar í það minnsta en líklega æfa áfram með Völsurum samhliða Þór þegar tímabilið er komið af stað. „Við verðum hér og barnið fæðist í Reykjavík. Ég fæ að æfa áfram með Völsurunum og það er náttúrulega frábært að æfa þar. Þannig að ég verð í toppstandi þegar tímabilið byrjar.“ Þá segir hann enga pressu frá Þórsurum að hann komi sem fyrst norður. „Þetta fer náttúrulega bara allt eftir því hvernig gengur með barnið og svo tökum við stöðuna þegar að því kemur,“ sagði Birkir, en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Þór Akureyri Besta deild karla Valur Lengjudeild karla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira