„Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp“ Jón Þór Stefánsson skrifar 4. mars 2024 19:01 Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir þingmenn finna fyrir breyttu umhverfu. Vilhelm/Ásmundur Friðriksson Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir tilefni til þess að skoða og endurmeta öryggismál á Alþingi í kjölfar atviks sem átti sér stað í dag þar sem lögregla og þingverðir þurftu að fjarlægja mann af þingpöllum Alþingis sem steig yfir handriði þeirra og öskraði að þingmönnum. „Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp. Það sama á held ég við um þá þingmenn sem voru í salnum. Það er auðvitað óþægilegt þegar svona uppákomur verða en hins vegar tókst þingvörðum og lögreglu sem var þarna á svæðinu að ná stjórn á atburðarásinni mjög hratt þannig þetta var ekki langur tími sem leið þangað til að komin var ró,“ sagði Birgir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Atvikið átti sér stað þegar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var í pontu nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Birgir segir að fyrst hafi verið gert fimm mínútna hlið á þingfundi vegna atviksins og það hafi síðan verið framlengt um tíu mínútur svo þingmenn gætu náð áttum. Birgir segir að atvikið sé þess eðlis að skoða verði öryggismál á þinginu, sem séu þó í stöðugri skoðun. „Við erum auðvitað í þeirri stöðu að það þarf að meta öryggismál hér á þinginu eiginlega frá degi til dags. Það fólk hjá skrifstofu Alþingis sem sér um þau mál er í nánu sambandi við lögreglu um hvernig það sé gert. Uppákomur af þessu tagi gera það auðvitað að verkum að það þarf að fara yfir hlutina.“ Aðspurður út í önnur álíka atvik sem hafa átt sér stað undanfarið, líkt og þegar glimmeri var kastað yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra og snjóboltakasti í bíl Diljár Mistar Einarsdóttur þingmanns, segir Birgir: „Ég held að þingmenn almennt talað verða varir við breytt umhverfi. Þetta hefur komið svona í bylgjum í gegnum árin. Stundum er ólóleiki í kringum þingið, jafnvel þannig að fólk hefur fundist sér ógnað, en stundum er rólegra. Undanfarnar vikur hafa komið upp nokkur tilvik sem gefa okkur tilefni til að fara yfir stöðuna og endurmeta aðstæður. Og í framhaldi af þessu máli munum við auðvitað gera það.“ Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Sjá meira
„Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp. Það sama á held ég við um þá þingmenn sem voru í salnum. Það er auðvitað óþægilegt þegar svona uppákomur verða en hins vegar tókst þingvörðum og lögreglu sem var þarna á svæðinu að ná stjórn á atburðarásinni mjög hratt þannig þetta var ekki langur tími sem leið þangað til að komin var ró,“ sagði Birgir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Atvikið átti sér stað þegar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var í pontu nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Birgir segir að fyrst hafi verið gert fimm mínútna hlið á þingfundi vegna atviksins og það hafi síðan verið framlengt um tíu mínútur svo þingmenn gætu náð áttum. Birgir segir að atvikið sé þess eðlis að skoða verði öryggismál á þinginu, sem séu þó í stöðugri skoðun. „Við erum auðvitað í þeirri stöðu að það þarf að meta öryggismál hér á þinginu eiginlega frá degi til dags. Það fólk hjá skrifstofu Alþingis sem sér um þau mál er í nánu sambandi við lögreglu um hvernig það sé gert. Uppákomur af þessu tagi gera það auðvitað að verkum að það þarf að fara yfir hlutina.“ Aðspurður út í önnur álíka atvik sem hafa átt sér stað undanfarið, líkt og þegar glimmeri var kastað yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra og snjóboltakasti í bíl Diljár Mistar Einarsdóttur þingmanns, segir Birgir: „Ég held að þingmenn almennt talað verða varir við breytt umhverfi. Þetta hefur komið svona í bylgjum í gegnum árin. Stundum er ólóleiki í kringum þingið, jafnvel þannig að fólk hefur fundist sér ógnað, en stundum er rólegra. Undanfarnar vikur hafa komið upp nokkur tilvik sem gefa okkur tilefni til að fara yfir stöðuna og endurmeta aðstæður. Og í framhaldi af þessu máli munum við auðvitað gera það.“
Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Sjá meira