Er menntakerfið okkar sprungið? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2024 08:01 Í síðustu viku heimsótti þingflokkur Viðreisnar grunnskóla og framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Suðurnesjum. Að auki áttum við frábæran fund með fulltrúum allra fagstétta innan Kennarasambandsins. Tónninn var þungur. Allar fagstéttir voru sammála um að ekki væri hægt að halda sama þrýstingi áfram á kerfinu án raunverulegra aðgerða af hálfu stjórnvalda. Hvert sem við fórum var fagmennskan í fyrirrúmi, enda eru kennarar og skólastjórnendur sérfræðingar í því að hlaupa hratt og bregðast við hinum ýmsu áskorunum. Oftar en ekki án mikils fjármagns. Útsjónarsemin er rannsóknarefni út af fyrir sig. Ég hef fylgst grannt með málaflokknum í áratugi og átt ótal fundi í gegnum tíðina. Sumir þeirra voru ekki einfaldir. En það sló mig að finna þann tón sem mætti okkur í vikunni. Ég skynjaði mun meira álag en áður og ákveðna þreytu. Þreytu á andvaraleysi stjórnvalda og skilningsleysi þeirra á stöðunni. Nýjar áskoranir án fjármagns Á öllum okkar fundum var talað um hópastærðir. Það er alveg ljóst að á flestum þeim stöðum sem við heimsóttum voru skólarnir yfirfullir. Því fylgir gríðarlegt álag að reyna að finna út úr því hvernig koma eigi öllum nemendum fyrir svo sómi sé af. Hvað þá að mæta ólíkum þörfum þeirra. „Kerfið er sprungið“ sagði einn kennarinn brúnaþungur. Í einum skólanum sem við heimsóttum voru mest 32 nemendur í einni stofu og einn kennari. Enginn hópur var undir 24 nemendum. Það sjá það allir að þetta er með öllu óviðunandi bæði fyrir nemendurna en ekki síður fyrir kennarann. Það virðist vera rík hefð fyrir því hjá stjórnvöldum að henda nýjum verkefnum í skólana – án þess að þeim fylgi fjármagn eða annar stuðningur. Það var einnig dregið fram í heimsóknum okkar að það vantaði verulega upp á að aðlaga námskrá að skýrum markmiðum. Og svo var talað um þörfina á miklu meiri og betri námsgögnum. Framlög til námsgagna á grunnskólastigi hafa nokkurn veginn staðið í stað frá árinu 2008, þrátt fyrir fjölbreyttari áskoranir skólasamfélagsins en áður. Svo dæmi séu nefnd. En þögnin hjá ríkisstjórninni hefur verið ærandi, nema þegar niðurstöður Pisa birtast á þriggja ára fresti. Svo gerist lítið í millitíðinni. Breytt samfélagsgerð hefur áhrif Breytt samfélagsgerð spilar að sjálfsögðu einnig inn í þessa mynd. Óljós atvinnustefna stjórnvalda felur í sér að sækja hingað til lands stóran hóp erlends vinnuafls. Því fylgja áskoranir sem stjórnvöld hafa ekki verið mjög meðvituð um. Börn þessara mikilvægu starfskrafta fylgja gjarnan með og þá reynir á að tryggja að kerfin séu í stakk búin til að grípa þau og mæta þeirra þörfum. Það kostar auðvitað bæði fjármagn en ekki síst tíma fyrir fagfólkið í kerfunum að sinna þeim vel. Íslenskan er auðvitað grunnurinn, hún er algjör lykill að samhentu samfélagi. Þar hljótum við að líta meðal annars til Danmerkur og skoða móttökuskóla. En það hefur ekki verið gert. Hvert sem við fórum var umræðan sú um að engir raunverulegir fjármunir hafi fylgt þeim þrýstingi á kerfið sem byggst hefur upp síðastliðin sex ár. Það er augljóst að til lengri tíma gengur slíkt ekki upp. Það er staða sem er alfarið á ábyrgð stjórnvalda sem vanrækt hafa kerfin í breyttri samfélagsgerð. Nú eru kennarar farnir að segja hingað og ekki lengra – og margir hverjir hreinlega gefast upp og leita á önnur mið. Það er alvarleg staða sem við verðum að horfast í augu við og bregðast við strax. Grunnkerfin okkar verða að tala saman. Atvinnustefna stjórnvalda verður að ríma við menntakerfið. Þekking er undirstaða skapandi hugsunar og grundvöllur hvers samfélags. Þetta snýst um forgangsröðun fjármuna, verkefna og heildarsýn. Þetta snýst ekki um það að gera það fólk, sem hingað kemur til að sinna mikilvægum störfum, að blórabögglum. Við sem samfélag gætum ekki án þeirra verið. Hvort sem litið er til byggingargeirans, heilbrigðiskerfisins, nýsköpunar eða ferðaþjónustunnar. Hagvöxtur og lífsgæði munu ekki aukast nema með þeim. Ekki án þeirra. En með því horfast ekki í augu við þann raunveruleika sem kennarar í skólum landsins eru að lýsa, erum við að fjarlægast hugmyndafræði okkar um samfélag jafnra tækifæra. Sú hugmyndafræði stendur og fellur með menntakerfinu. Ef við sinnum þessu ekki er stutt í heimatilbúna stéttaskiptingu og jaðarsetningu fólks. Það bitnar á okkur öllum. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skóla - og menntamál Viðreisn Alþingi Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Í síðustu viku heimsótti þingflokkur Viðreisnar grunnskóla og framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Suðurnesjum. Að auki áttum við frábæran fund með fulltrúum allra fagstétta innan Kennarasambandsins. Tónninn var þungur. Allar fagstéttir voru sammála um að ekki væri hægt að halda sama þrýstingi áfram á kerfinu án raunverulegra aðgerða af hálfu stjórnvalda. Hvert sem við fórum var fagmennskan í fyrirrúmi, enda eru kennarar og skólastjórnendur sérfræðingar í því að hlaupa hratt og bregðast við hinum ýmsu áskorunum. Oftar en ekki án mikils fjármagns. Útsjónarsemin er rannsóknarefni út af fyrir sig. Ég hef fylgst grannt með málaflokknum í áratugi og átt ótal fundi í gegnum tíðina. Sumir þeirra voru ekki einfaldir. En það sló mig að finna þann tón sem mætti okkur í vikunni. Ég skynjaði mun meira álag en áður og ákveðna þreytu. Þreytu á andvaraleysi stjórnvalda og skilningsleysi þeirra á stöðunni. Nýjar áskoranir án fjármagns Á öllum okkar fundum var talað um hópastærðir. Það er alveg ljóst að á flestum þeim stöðum sem við heimsóttum voru skólarnir yfirfullir. Því fylgir gríðarlegt álag að reyna að finna út úr því hvernig koma eigi öllum nemendum fyrir svo sómi sé af. Hvað þá að mæta ólíkum þörfum þeirra. „Kerfið er sprungið“ sagði einn kennarinn brúnaþungur. Í einum skólanum sem við heimsóttum voru mest 32 nemendur í einni stofu og einn kennari. Enginn hópur var undir 24 nemendum. Það sjá það allir að þetta er með öllu óviðunandi bæði fyrir nemendurna en ekki síður fyrir kennarann. Það virðist vera rík hefð fyrir því hjá stjórnvöldum að henda nýjum verkefnum í skólana – án þess að þeim fylgi fjármagn eða annar stuðningur. Það var einnig dregið fram í heimsóknum okkar að það vantaði verulega upp á að aðlaga námskrá að skýrum markmiðum. Og svo var talað um þörfina á miklu meiri og betri námsgögnum. Framlög til námsgagna á grunnskólastigi hafa nokkurn veginn staðið í stað frá árinu 2008, þrátt fyrir fjölbreyttari áskoranir skólasamfélagsins en áður. Svo dæmi séu nefnd. En þögnin hjá ríkisstjórninni hefur verið ærandi, nema þegar niðurstöður Pisa birtast á þriggja ára fresti. Svo gerist lítið í millitíðinni. Breytt samfélagsgerð hefur áhrif Breytt samfélagsgerð spilar að sjálfsögðu einnig inn í þessa mynd. Óljós atvinnustefna stjórnvalda felur í sér að sækja hingað til lands stóran hóp erlends vinnuafls. Því fylgja áskoranir sem stjórnvöld hafa ekki verið mjög meðvituð um. Börn þessara mikilvægu starfskrafta fylgja gjarnan með og þá reynir á að tryggja að kerfin séu í stakk búin til að grípa þau og mæta þeirra þörfum. Það kostar auðvitað bæði fjármagn en ekki síst tíma fyrir fagfólkið í kerfunum að sinna þeim vel. Íslenskan er auðvitað grunnurinn, hún er algjör lykill að samhentu samfélagi. Þar hljótum við að líta meðal annars til Danmerkur og skoða móttökuskóla. En það hefur ekki verið gert. Hvert sem við fórum var umræðan sú um að engir raunverulegir fjármunir hafi fylgt þeim þrýstingi á kerfið sem byggst hefur upp síðastliðin sex ár. Það er augljóst að til lengri tíma gengur slíkt ekki upp. Það er staða sem er alfarið á ábyrgð stjórnvalda sem vanrækt hafa kerfin í breyttri samfélagsgerð. Nú eru kennarar farnir að segja hingað og ekki lengra – og margir hverjir hreinlega gefast upp og leita á önnur mið. Það er alvarleg staða sem við verðum að horfast í augu við og bregðast við strax. Grunnkerfin okkar verða að tala saman. Atvinnustefna stjórnvalda verður að ríma við menntakerfið. Þekking er undirstaða skapandi hugsunar og grundvöllur hvers samfélags. Þetta snýst um forgangsröðun fjármuna, verkefna og heildarsýn. Þetta snýst ekki um það að gera það fólk, sem hingað kemur til að sinna mikilvægum störfum, að blórabögglum. Við sem samfélag gætum ekki án þeirra verið. Hvort sem litið er til byggingargeirans, heilbrigðiskerfisins, nýsköpunar eða ferðaþjónustunnar. Hagvöxtur og lífsgæði munu ekki aukast nema með þeim. Ekki án þeirra. En með því horfast ekki í augu við þann raunveruleika sem kennarar í skólum landsins eru að lýsa, erum við að fjarlægast hugmyndafræði okkar um samfélag jafnra tækifæra. Sú hugmyndafræði stendur og fellur með menntakerfinu. Ef við sinnum þessu ekki er stutt í heimatilbúna stéttaskiptingu og jaðarsetningu fólks. Það bitnar á okkur öllum. Höfundur er formaður Viðreisnar.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun