Þórir og Mörk sammála um skort á heiðarleika Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2024 14:02 Nora Mörk og Þórir Hergeirsson hafa fagnað fjölda verðlauna saman á stórmótum í gegnum tíðina en urðu að sætta sig við silfur á HM í desember. EPA Ein af helstu stjörnum norska kvennalandsliðsins í handbolta, Nora Mörk, leyndi því fyrir þjálfaranum Þóri Hergeirssyni hve alvarleg meiðsli hennar væru, á HM í desember. Þau eru sammála um skort á heiðarleika af hennar hálfu. Mörk glímdi við meiðsli í fæti í aðdraganda mótsins og á mótinu sjálfu. Norski ríkismiðillinn NRK segir að mögulega hafi það kostað Noreg gullverðlaun að hún skyldi ekki halda þjálfara sínum betur upplýstum. Noregur tapaði nefnilega úrslitaleik mótsins, 31-28 fyrir Frökkum í Herning í Danmörku, og var Mörk aðeins skugginn af sjálfri sér í leiknum. „Nora hefði átt að vera heiðarlegri gagnvart mér og ég hefði átt að hvíla hana meira í leikjunum. Þá hefði hún alveg örugglega verið orkumeiri um úrslitahelgina,“ segir Þórir við NRK. Ræddi við Þóri og ætlar að gera betur Mörk viðurkennir að meiðslin hafi verið alvarlegri en hún sagði norskum almenningi og Þóri: „Þetta var aðeins umfangsmeira í þeim skilningi að þau [meiðslin] voru hastarlegri, en núna eru þau farin. En þau voru svo slæm að þetta var mjög vont í þessa 48 tíma sem við vorum í Herning,“ sagði Mörk en þar fóru undanúrslit og úrslit HM fram. Það vakti mikla athygli að Mörk skyldi ekkert spila í fyrsta leik Noregs á HM, gegn Grænlandi, en þá sagði Þórir á blaðamannafundi að hún væri í stórgóðu ásigkomulagi og góðu formi. Mótið væri hins vegar langt og óþarfi að láta Mörk spila þann leik. Mörk spilaði lítið í riðlakeppni mótsins en var svo með af fullum krafti í milliriðlakeppninni. Þegar komið var að úrslitahelginni var hún hins vegar bara á annarri löppinni, eins og hún lýsti sjálf. Hún hafði vonast til þess að hrista smám saman af sér meiðslin en í staðinn versnuðu þau. Þau Mörk og Þórir hafa síðan rætt um það að hún verði að vera heiðarlegri varðandi sín meiðsli. „Við erum búin að ræða þetta og ég hef sjálf sagt að það þurfi ég að vera, og það var ég ekki. Ég er búin að viðurkenna það. Við erum sammála um að ég þurfi að vera heiðarlegri í framtíðinni,“ sagði Mörk. HM kvenna í handbolta 2023 Handbolti Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Sjá meira
Mörk glímdi við meiðsli í fæti í aðdraganda mótsins og á mótinu sjálfu. Norski ríkismiðillinn NRK segir að mögulega hafi það kostað Noreg gullverðlaun að hún skyldi ekki halda þjálfara sínum betur upplýstum. Noregur tapaði nefnilega úrslitaleik mótsins, 31-28 fyrir Frökkum í Herning í Danmörku, og var Mörk aðeins skugginn af sjálfri sér í leiknum. „Nora hefði átt að vera heiðarlegri gagnvart mér og ég hefði átt að hvíla hana meira í leikjunum. Þá hefði hún alveg örugglega verið orkumeiri um úrslitahelgina,“ segir Þórir við NRK. Ræddi við Þóri og ætlar að gera betur Mörk viðurkennir að meiðslin hafi verið alvarlegri en hún sagði norskum almenningi og Þóri: „Þetta var aðeins umfangsmeira í þeim skilningi að þau [meiðslin] voru hastarlegri, en núna eru þau farin. En þau voru svo slæm að þetta var mjög vont í þessa 48 tíma sem við vorum í Herning,“ sagði Mörk en þar fóru undanúrslit og úrslit HM fram. Það vakti mikla athygli að Mörk skyldi ekkert spila í fyrsta leik Noregs á HM, gegn Grænlandi, en þá sagði Þórir á blaðamannafundi að hún væri í stórgóðu ásigkomulagi og góðu formi. Mótið væri hins vegar langt og óþarfi að láta Mörk spila þann leik. Mörk spilaði lítið í riðlakeppni mótsins en var svo með af fullum krafti í milliriðlakeppninni. Þegar komið var að úrslitahelginni var hún hins vegar bara á annarri löppinni, eins og hún lýsti sjálf. Hún hafði vonast til þess að hrista smám saman af sér meiðslin en í staðinn versnuðu þau. Þau Mörk og Þórir hafa síðan rætt um það að hún verði að vera heiðarlegri varðandi sín meiðsli. „Við erum búin að ræða þetta og ég hef sjálf sagt að það þurfi ég að vera, og það var ég ekki. Ég er búin að viðurkenna það. Við erum sammála um að ég þurfi að vera heiðarlegri í framtíðinni,“ sagði Mörk.
HM kvenna í handbolta 2023 Handbolti Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Sjá meira