Þetta staðfesti Jörundur Áki Sveinsson, tímabundinn framkvæmdastjóri Knattspyrnusambandi Íslands, í stuttu samtali við Vísi.
Ísland mætir Ísrael eins og frægt er orðið í umspili um sæti á EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi. Þjóðin sem ber sigur úr býtum mætir annað hvort Bosníu-Hersegóvínu eða Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM.
Þjóðirnar sem tapa umspilsleikjum sínum mætast hins vegar í vináttuleik þann 26. mars næstkomandi.
Ísland mætir Ísrael í Búdapest í Ungverjalandi þann 21. mars næstkomandi. Sigri Ísland þann leik fer það í úrslitaleik um sæti á EM. Ef ekki þá spilar það vináttuleik fimm dögum síðar gegn þjóð sem verður einnig nýbúin að missa af farseðlinum á EM.