Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum fjöllum við um hinar viðamiklu aðgerðir sem lögreglan og fleiri stofnanir réðust í í gær vegna gruns um mansal, peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi. 

Átta einstaklingar hafa verið handteknir í tengslum við málið en við heyrum í Grími Grímssyni hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um málið. 

Þá fjöllum við um kjaramálin áfram en samninganefnd VR hefur ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall félagsmanna í farþega- og hleðsluþjónustu hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli.

Einnig verður rætt við stofnanda Solaris hjálparsamtakanna sem gerir athugasemd við íslensk stjórnvöld hafi bara sótt sjötíu og tvo Gasabúa út af svæðinu en ekki alla

Í íþróttapakka dagsins fjöllum við síðan um sannkallaða hanboltaveislu sem hefst í Laugardalshöllinni í dag og þá segjum við frá leik í Subway deild kvenna í körfunni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×