Í tilkynningu frá almannavarnarnefnd Austurlands segir að farið verði yfir öryggisbúnað, þjálfun starfsmanna, hættumat, áætlanagerð og fleira. Vinnan verður þverfagleg en að henni munu koma fagaðilar eins og Veðurstofa Íslands, svæðisstjórn björgunarsveita á Austurlandi og lögregla.
Tvö flekaflóð féllu í Oddsskarði um helgina og eitt í Stafdal. Tveir drengir urðu fyrir snjóflóðinu í Stafdal.
Lögreglan segir að áhersla verði lögð á að ljúka þessari vinnu sem fyrst.