Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. mars 2024 17:16 Veðurstofan segir ástæðu vera fyrir því að rannsaka betur atburðarásina annan mars. Vísir/Vilhelm Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. Samkvæmt líkanreikningum Veðurstofunnar var kvikugangurinn sem myndaðist annan mars um þriggja kílómetra langur og náði frá Stóra Skógfelli að Hagafelli. Kvikan í honum liggur á 1,2 kílómetra dýpi þar sem hún er grynnst og nær niður á um 3,9 kílómetra dýpi. Um 1,3 milljón rúmmetrar af kviku hlupu í Sundhnúksgígaröðina sem er mun minna magn kviku en í fyrri atburðum. Alls hafa um tíu milljón rúmmetrar hlaupið úr Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina. Ekki óalgengt að kvikuhlaup endi án eldgoss „Að öllu jöfnu leitar kvikan að auðveldustu leið til yfirborðs og erfitt að fullyrða hvað kom í veg fyrir það í þetta sinn. Um gæti verið að ræða einhverja fyrirstöðu í farvegi kvikunnar, ekki nægt magn eða þrýsting til að opna gossprungu og jafnvel samspil þessara þátta,“ kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Áætluð lega kvikugangsins sem myndaðist annan mars.Veðurstofan Þar kemur einnig fram að ef horft er til sögu annarra eldhosahrina sé ekki óalgengt að slík kvikuhlaup endi án þess að til eldgoss komi. Til dæmis hafi á tíu ára tímabili við Kröfluelda á áttunda og níunda áratug síðustu aldar orðið 20 kvikuhlaup en aðeins níu eldgos. „Kvikuhlaupin frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina eru orðin 5 talsins frá því í nóvember 2023 og 3 þeirra hafa endað með eldgosi. Ekkert er þó hægt að fullyrða á þessu stigi að atburðarásin á Reykjanesskaga komi til með að haga sér eins og umbrotin í Kröflu hvað þetta varðar.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Samkvæmt líkanreikningum Veðurstofunnar var kvikugangurinn sem myndaðist annan mars um þriggja kílómetra langur og náði frá Stóra Skógfelli að Hagafelli. Kvikan í honum liggur á 1,2 kílómetra dýpi þar sem hún er grynnst og nær niður á um 3,9 kílómetra dýpi. Um 1,3 milljón rúmmetrar af kviku hlupu í Sundhnúksgígaröðina sem er mun minna magn kviku en í fyrri atburðum. Alls hafa um tíu milljón rúmmetrar hlaupið úr Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina. Ekki óalgengt að kvikuhlaup endi án eldgoss „Að öllu jöfnu leitar kvikan að auðveldustu leið til yfirborðs og erfitt að fullyrða hvað kom í veg fyrir það í þetta sinn. Um gæti verið að ræða einhverja fyrirstöðu í farvegi kvikunnar, ekki nægt magn eða þrýsting til að opna gossprungu og jafnvel samspil þessara þátta,“ kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Áætluð lega kvikugangsins sem myndaðist annan mars.Veðurstofan Þar kemur einnig fram að ef horft er til sögu annarra eldhosahrina sé ekki óalgengt að slík kvikuhlaup endi án þess að til eldgoss komi. Til dæmis hafi á tíu ára tímabili við Kröfluelda á áttunda og níunda áratug síðustu aldar orðið 20 kvikuhlaup en aðeins níu eldgos. „Kvikuhlaupin frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina eru orðin 5 talsins frá því í nóvember 2023 og 3 þeirra hafa endað með eldgosi. Ekkert er þó hægt að fullyrða á þessu stigi að atburðarásin á Reykjanesskaga komi til með að haga sér eins og umbrotin í Kröflu hvað þetta varðar.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira