Innlent

Tveir sóttu um em­bætti héraðs­dómara

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm

Þau Sindri M. Stephensen dósent við lagadeild HR og Sólveig Ingadóttir aðstoðarmaður héraðsdómara sóttu um embætti héraðsdómara. 

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Setning í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur var auglýst þann 16. febrúar síðastliðinn. 

„Sett verður í embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara lýkur störfum og er miðað við að setningin vari til 28. febrúar 2029,“ segir á vef Stjórnarráðsins.

Umsóknir hafa verið afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar.

Sindri M. Stephensen var á meðal þeirra þriggja umsækjenda sem taldir voru hæfastir til að gegna embætti dómara í nóvember á síðasta ári. Svo fór að Finnur Þór Vilhjálmsson var skipaður dómari en Sólveig Ingadóttir var einnig á meðal umsækjenda en ekki talin ein af þremur hæfustu. 


Tengdar fréttir

Finnur Þór skipaður héraðsdómari

Dómsmálaráðherra hefur skipað Finn Þór Vilhjálmsson í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá 14. febrúar 2024.

Gerir ekki upp á milli Finns, Sindra og Stefaníu

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Hérðasdóm Reykjavíkur segir að Finnur Þór Vilhjálmsson, Sindri M. Stephensen og Stefanía G. Sæmundsdóttir séu hæfust umsækjendanna þriggja.

Ólafur Helgi, Stefanía Guð­rún og Finnur Þór í dómara­stól

Dómsmálaráðherra hefur skipað Ólaf Helga Árnason og Stefaníu Guðrúnu Sæmundsdóttir í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá og með 18. desember 2023. Jafnframt hefur Finnur Þór Vilhjálmsson verið settur dómari við sama dómstól frá og með 18. desember 2023 til og með 28. febrúar 2029 vegna leyfis skipaðs héraðsdómara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×