Viðræður í fullum gangi um endurkomu Edwards til Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2024 12:35 Jürgen Klopp með þeim Michael Edwards og Mike Gordon á góðri stundu. Getty/John Powell Liverpool er að missa knattspyrnustjórann Jürgen Klopp en gæti aftur á móti verið að endurheimta Michael Edwards í hlutverk yfirmanns knattspyrnumála. Edwards er maðurinn á bak við yfirhalninguna á stefnu Liverpool í leikmannamálum á sínum tíma og það var hann sem stakk upp á Klopp sem knattspyrnustjóra árið 2015. Hann yfirgaf félagið fyrir tveimur árum síðar. Erlendir miðlar eins og Sky Sports og ESPN hafa heimildir fyrir því að Edwards sé nú í viðræðum við bandarísku eigendur félagsins. Liverpool are close to getting the final green light for Michael Edwards s return at the club, it s imminent.Final details to be signed off before it s sealed and announced almost there.#LFC final attempt looks like it s been the right one to get it done. pic.twitter.com/XW8tSsG7wK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 10, 2024 Það hefur gengið illa að finna mann í hans starf en eftirmennirnir Julian Ward og Jorg Schmadtke entust báðir í minna en tólf mánuði. Fenway Sports Group (FSG), eigandahópur Liverpool, vill að Edwards stýri málum á ný en undir honum verði nýr íþróttastjóri. Yfirmaður knattspyrnumála hjá Bournemouth, Richard Hughes, þykir mjög líklegur í það starf. Michael Edwards is close to returning to Liverpool as part of their post-Klopp structure, per multiple reportsHis business as sporting director took them to the very top pic.twitter.com/pVivlUxZgz— B/R Football (@brfootball) March 9, 2024 Edwards hefur gefið það út að hann hafi engan áhuga á því að fara aftur inn í það álag sem fylgir gamla starfinu en er opinn fyrir meiri yfirmannsstöðu. Edwards hefur verið boðið að vinna fyrir bæði Chelsea og Manchester United síðan hann yfirgaf Liverpool en hefur hafnað þeim tilboðum. Þetta er líka í annað skiptið á stuttum tíma sem Liverpool leitar til Edwards en hann er sagður hafa meiri áhuga eftir að Liverpool kom með breytt og betra tilboð. Vegna þess að Liverpool er að missa knattspyrnustjóra sinn í sumar þá er þetta eitt mikilvægasta sumar félagsins í langan tíma. The latest details on former Liverpool sporting director Michael Edwards returning to Anfield pic.twitter.com/RZDFRDOp1Y— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 10, 2024 Enski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjá meira
Edwards er maðurinn á bak við yfirhalninguna á stefnu Liverpool í leikmannamálum á sínum tíma og það var hann sem stakk upp á Klopp sem knattspyrnustjóra árið 2015. Hann yfirgaf félagið fyrir tveimur árum síðar. Erlendir miðlar eins og Sky Sports og ESPN hafa heimildir fyrir því að Edwards sé nú í viðræðum við bandarísku eigendur félagsins. Liverpool are close to getting the final green light for Michael Edwards s return at the club, it s imminent.Final details to be signed off before it s sealed and announced almost there.#LFC final attempt looks like it s been the right one to get it done. pic.twitter.com/XW8tSsG7wK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 10, 2024 Það hefur gengið illa að finna mann í hans starf en eftirmennirnir Julian Ward og Jorg Schmadtke entust báðir í minna en tólf mánuði. Fenway Sports Group (FSG), eigandahópur Liverpool, vill að Edwards stýri málum á ný en undir honum verði nýr íþróttastjóri. Yfirmaður knattspyrnumála hjá Bournemouth, Richard Hughes, þykir mjög líklegur í það starf. Michael Edwards is close to returning to Liverpool as part of their post-Klopp structure, per multiple reportsHis business as sporting director took them to the very top pic.twitter.com/pVivlUxZgz— B/R Football (@brfootball) March 9, 2024 Edwards hefur gefið það út að hann hafi engan áhuga á því að fara aftur inn í það álag sem fylgir gamla starfinu en er opinn fyrir meiri yfirmannsstöðu. Edwards hefur verið boðið að vinna fyrir bæði Chelsea og Manchester United síðan hann yfirgaf Liverpool en hefur hafnað þeim tilboðum. Þetta er líka í annað skiptið á stuttum tíma sem Liverpool leitar til Edwards en hann er sagður hafa meiri áhuga eftir að Liverpool kom með breytt og betra tilboð. Vegna þess að Liverpool er að missa knattspyrnustjóra sinn í sumar þá er þetta eitt mikilvægasta sumar félagsins í langan tíma. The latest details on former Liverpool sporting director Michael Edwards returning to Anfield pic.twitter.com/RZDFRDOp1Y— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 10, 2024
Enski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjá meira