Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið, þrír karlar og þrjár konur, var handtekið í umfangsmiklum aðgerðum víða um land í síðustu viku. Veitingastöðum, gistiheimilum og hótelum var lokað í aðgerðunum, sem tengjast starfsemi Davíðs Viðarssonar. Hann er einn þeirra sex sem nú sitja í gæsluvarðhaldi.
Fólkið var úrskurðað í áframhaldandi gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur, á grundvelli rannsóknarhagsmuna í málinu. Áður hafði Landsréttur staðfest fyrri gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms sem renna átti út á morgun.