Innlent

Lýst eftir ís­lenskum karl­manni á vef Inter­pol

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Eftirlýsing á heimasíðu Interpol
Eftirlýsing á heimasíðu Interpol LÖGREGLAN

Lýst er eftir Stefáni Ingimar Koeppen Brynjarssyni, íslenskum karlmanni á vef alþjóðalögreglunnar Interpol. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á þessu á Facebook síðu sinni.

Fram kemur að eftirlýsingin sé tilkomin vegna rannsóknar á innflutningi og dreifingu fíkniefna.

Lögreglan biðlar til þeirra sem geta veitt upplýsingar um Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson, ferðir hans eða dvalarstað, að hafa samband við sig.

Þetta er í annað sinn á þessu ári sem Interpol lýsir eftir íslenskum karlmanni. Þá var lýst eftir Pétri Jökli Jónassyni, en hann var handtekinn við komu sína til landsins í lok febrúar. Grunur er um að Pétur tengist stóra kókaínmálinu svokallaða.

Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist leitin að Stefáni Ingimar öðru máli sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar.


Tengdar fréttir

Pétur Jökull kom sjálfur á klakann

Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, kom sjálfur til landsins í fyrradag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×