„Hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir Val og íslenskan fótbolta“ Aron Guðmundsson skrifar 14. mars 2024 10:34 Gylfi Þór Sigurðsson og Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir undirskriftina í morgun. Valur Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins sé uppskera þeirra gríðarlegrar vinnnu sem farið hefur verið í hjá Val undanfarin ár. Valur væntir mikils af Gylfa Þór. Koma hans sé gríðarleg viðurkenning fyrir félagið. Valsmenn greindu frá komu Gylfa Þórs til félagsins í morgun en undanfarna daga hefur hann æft með liðinu úti á Spáni þar sem að Valsmenn eru í æfingaferð fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni. „Þetta hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir Val og íslenskan fótbolta í heild sinni,“ sagði Börkur í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann. „Líka gaman að uppskera þeirrar miklu vinnu, sem farið hefur í hjá Val undanfarin ár, sé að bera þennan ávöxt.“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals.Vísir/Vilhelm Þá er gaman að tveir af stærstu leikmönnum íslandssögunnar, Gylfi Þór og Eiður Smári, hafi báðir verið á mála hjá Val. Það er gaman að við séum að laða til okkar fótboltamenn af þessu kalíberi. Það er gríðarleg viðurkenning á okkar starfi hér á Hlíðarenda.“ Hefur þetta verið mikil vinna. Hafa þessi skipti átt sér langan aðdraganda? „Við náttúrulega byrjuðum, eins og hefur komið fram, á síðasta tímabili að ræða saman. Það samtal hélt bara áfram og við höfum verið í góðu samtali við þá feðga í dágóðan tíma. Farið vel á milli okkar. Svo æfir Gylfi Þór núna með okkur úti og þá fóru hlutirnir að ganga hratt fyrir sig.“ Væntanlega mikill gleðidagur á Hlíðarenda í dag? „Gleðidagur á Hlíðarenda og út um allt samfélagið. Að leikmaður af þessu kalíberi sé að koma heim. Við væntum mikils af honum. Það verður gaman að fylgjast með Gylfa Þór á Hlíðarenda í sumar.“ Valur Besta deild karla Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Valsmenn greindu frá komu Gylfa Þórs til félagsins í morgun en undanfarna daga hefur hann æft með liðinu úti á Spáni þar sem að Valsmenn eru í æfingaferð fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni. „Þetta hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir Val og íslenskan fótbolta í heild sinni,“ sagði Börkur í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann. „Líka gaman að uppskera þeirrar miklu vinnu, sem farið hefur í hjá Val undanfarin ár, sé að bera þennan ávöxt.“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals.Vísir/Vilhelm Þá er gaman að tveir af stærstu leikmönnum íslandssögunnar, Gylfi Þór og Eiður Smári, hafi báðir verið á mála hjá Val. Það er gaman að við séum að laða til okkar fótboltamenn af þessu kalíberi. Það er gríðarleg viðurkenning á okkar starfi hér á Hlíðarenda.“ Hefur þetta verið mikil vinna. Hafa þessi skipti átt sér langan aðdraganda? „Við náttúrulega byrjuðum, eins og hefur komið fram, á síðasta tímabili að ræða saman. Það samtal hélt bara áfram og við höfum verið í góðu samtali við þá feðga í dágóðan tíma. Farið vel á milli okkar. Svo æfir Gylfi Þór núna með okkur úti og þá fóru hlutirnir að ganga hratt fyrir sig.“ Væntanlega mikill gleðidagur á Hlíðarenda í dag? „Gleðidagur á Hlíðarenda og út um allt samfélagið. Að leikmaður af þessu kalíberi sé að koma heim. Við væntum mikils af honum. Það verður gaman að fylgjast með Gylfa Þór á Hlíðarenda í sumar.“
Valur Besta deild karla Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira