Menning

Myndaveisla: Sex list­rænum ára­tugum fagnað með glæsi­legri sýningu

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Fjölmargir listunnendur mættu á opnun sýningarinnar Borghildur Óskarsdóttir: Aðgát á Kjarvalsstöðum á laugardaginn. Hér má sjá Ármann Reynisson til vinstri, Borghildi fyrir miðju og Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir til hægri.
Fjölmargir listunnendur mættu á opnun sýningarinnar Borghildur Óskarsdóttir: Aðgát á Kjarvalsstöðum á laugardaginn. Hér má sjá Ármann Reynisson til vinstri, Borghildi fyrir miðju og Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir til hægri. SAMSETT

Listunnendur sameinuðust á Kjarvalsstöðum á laugardaginn við opnun á sýningunni Borghildur Óskarsdóttir: Aðgát. Þar eru til sýnis verk eftir listakonuna Borghildi Óskarsdóttur sem er fædd árið 1942. 

Borghildur á merkan listferil að baki sem spannar um sex áratugi. Hún er enn að því listin er samofin lífi hennar og starfi. 

„Á sýningunni er varpað ljósi á frjóan og marþættan ferill hennar, listnálgun og verk, en samhliða sýningunni er gefin út vönduð bók þar sem verk hennar eru sett í samhengi við listir og fræði, sögu og samtíma.

Verk Borghildar eiga erindi við samtímann, sem einkennist af viðleitni til að endurhugsa þau spor sem maðurinn hefur markað í náttúruna, himinn og jörð með lífríki sínu öllu,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu en hér má lesa nánar um sýninguna. Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir er sýningarstjóri. 

Hér má sjá vel valdar myndir frá opnuninni: 

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands, Borghildur Óskarsdóttir listamaður, Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir sýningarstjóri, Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og Æsa Sigurjónsdóttir dósent við Háskóla Íslands. Listasafn Reykjavíkur
Borghildur Óskarsdóttir listamaður og Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir sýningarstjóri í góðum gír. Listasafn Reykjavíkur
Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri býður gesti velkomna.Listasafn Reykjavíkur
Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands opnaði sýninguna.Listasafn Reykjavíkur
Fjölmenni var við opnun sýningarinnar Borghildur Óskarsdóttir: Aðgát, laugardaginn 16. mars.Listasafn Reykjavíkur
Borghildur Óskarsdóttir í miðið ásamt dætrum sínum þeim Ósk Vilhjálmsdóttur og Björgu Vilhjálmsdóttur. Listasafn Reykjavíkur
Borghildur og Aðalheiður sáttar með vel heppnaða opnun. Listasafn Reykjavíkur
Ármann Reynisson lætur sig ekki vanta á menningarviðburði borgarinnar en hér eru hann og Erla Þórarinsdóttir.Listasafn Reykjavíkur
Baldur Þórhallsson skoðaði listina gaumgæfilega. Listasafn Reykjavíkur
Margt var um manninn á Kjarvalsstöðum. Listasafn Reykjavíkur
Borghildur er enn að því listin er samofin lífi hennar og starfi. Yfirlitssýningin spannar um sex áratugi.Listasafn Reykjavíkur
Arngunnur Ýr og Þórey Sigþórsdóttir.Listasafn Reykjavíkur
Agnes og Silfrún.Listasafn Reykjavíkur
Nathalía Druzin Halldórsdóttir og Huld Ingimarsdóttir.Listasafn Reykjavíkur
Leposa Zsóka og Agnes.Listasafn Reykjavíkur
Verkin eru á ólíkum listmiðlum. Listasafn Reykjavíkur
Það var góð stemning á opnuninni. Listasafn Reykjavíkur
Björk Hrafnsdóttir ásamt safngestum. Listasafn Reykjavíkur
Þessar ræddu listina í þaular. Listasafn Reykjavíkur





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.