Fresta aftur gildistöku strangra laga í Texas Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2024 11:41 Lögin gera dómurum einnig kleift að vísa fólki aftur til Mexíkó, án samþykkis yfirvalda þar, og gefa lögregluþjónum Texas heimild til að framfylgja þeim skipunum dómara. AP/Eric Gay Ætlanir yfirvalda í Texas í Bandaríkjunum um að handtaka og vísa úr landi hælisleitendum sem farið hefðu yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó með ólöglegum hætti voru stöðvaðar í morgun. Það var einungis nokkrum klukkustundum eftir að dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna vísuðu málaferlum vegna laganna aftur til neðra dómstigs en neituðu í leiðinni að koma í veg fyrir gildistöku laganna. Lögin voru því tæknilega séð í gildi í nokkrar klukkustundir og ýtti það undir óreiðu á landamærunum og reiði meðal ráðamanna í Mexíkó, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Málaferli um lögin munu fara aftur fram seinna í dag en óljóst er hvort áfrýjunardómstóll sem hefur málið til skoðunar mun úrskurða í því aftur. Umrædd lög gera það að glæp fyrir farand- og flóttafólk að fara ólöglega yfir landamæri Texas og gera yfirvöldum þar kleift að handtaka fólk og reka það á brott. Yfirvöld í Mexíkó hétu því í gær að taka ekki á móti neinum sem ráðamenn í Texas ætluðu að vísa aftur yfir landamærin og segja Mexíkóar að umrædd lög hvetji til aðskilnaðar fjölskyldna, mismununar og þau brjóti á réttindum farand- og flóttafólks. Umrædd lög voru samþykkt á ríkisþingi Texas í fyrra og eru liður í ætlunum. Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, í að draga úr fjölda farand- og flóttafólks í ríkinu. Hver sem fer með ólöglegum hætti stendur frammi fyrir allt að sex mánaða fangelsi en verði viðkomandi handtekinn öðru sinni fyrir sama brot, gæti hann verið dæmdur í allt að tuttugu ára fangelsi. Lögin gera dómurum einnig kleift að vísa fólki aftur til Mexíkó, án samþykkis yfirvalda þar, og gefa lögregluþjónum Texas heimild til að framfylgja þeim skipunum dómara. Samþykki fólk að fara sjálfviljugt aftur til Mexíkó er dómurum samkvæmt lögunum heimilt að fella niður ákærur. Landamæri Bandaríkjanna eru samkvæmt lögum undir stjórn yfirvalda í Washington DC, en ekki ráðamönnum hvers ríkis fyrir sig. Deilt hefur verið um hvort það standist stjórnarskrá Bandaríkjanna en í janúar komust dómarar hæstaréttar að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Joe Biden væri heimilt að fjarlægja gaddavír sem yfirvöld í Texas höfðu komið fyrir á landamærunum, á meðan dómstólar komast að niðurstöðu varðandi það hvort ráðamönnum ríkja sé yfir höfuð heimilt að reisa múra og varnarvirki á landamærunum. Samkvæmt frétt Washington Post halda Abbott og aðrir ráðamenn í Texas því fram að lögin og fyrri aðgerðir, eins og gaddavírinn og það að þjóðvarðlið hafi verið sent að landamærunum, hafi þegar haft áhrif. Farand- og flóttafólk fari nú frekar yfir landamæri Arizona og Kaliforníu í stað Texas. Opinber gögn gefi til kynna að það sé rétt. Mun færri reyni nú að komast yfir landamærin í Texas. Bandaríkin Mexíkó Joe Biden Flóttamenn Tengdar fréttir Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. 17. mars 2024 15:44 Hættir óvænt á þingi: „Þessi staður snýst um deilur og vitleysu“ Ken Buck, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Colorado, tilkynnti óvænt í gærkvöldi að hann ætlaði að hætta á þingi þann 22. mars. Í viðtali í kjölfar yfirlýsingarinnar hefur hann farið hörðum orðum um Repúblikana og segir þingið hafa snúist upp í deilur og vitleysu. 13. mars 2024 11:41 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Lögin voru því tæknilega séð í gildi í nokkrar klukkustundir og ýtti það undir óreiðu á landamærunum og reiði meðal ráðamanna í Mexíkó, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Málaferli um lögin munu fara aftur fram seinna í dag en óljóst er hvort áfrýjunardómstóll sem hefur málið til skoðunar mun úrskurða í því aftur. Umrædd lög gera það að glæp fyrir farand- og flóttafólk að fara ólöglega yfir landamæri Texas og gera yfirvöldum þar kleift að handtaka fólk og reka það á brott. Yfirvöld í Mexíkó hétu því í gær að taka ekki á móti neinum sem ráðamenn í Texas ætluðu að vísa aftur yfir landamærin og segja Mexíkóar að umrædd lög hvetji til aðskilnaðar fjölskyldna, mismununar og þau brjóti á réttindum farand- og flóttafólks. Umrædd lög voru samþykkt á ríkisþingi Texas í fyrra og eru liður í ætlunum. Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, í að draga úr fjölda farand- og flóttafólks í ríkinu. Hver sem fer með ólöglegum hætti stendur frammi fyrir allt að sex mánaða fangelsi en verði viðkomandi handtekinn öðru sinni fyrir sama brot, gæti hann verið dæmdur í allt að tuttugu ára fangelsi. Lögin gera dómurum einnig kleift að vísa fólki aftur til Mexíkó, án samþykkis yfirvalda þar, og gefa lögregluþjónum Texas heimild til að framfylgja þeim skipunum dómara. Samþykki fólk að fara sjálfviljugt aftur til Mexíkó er dómurum samkvæmt lögunum heimilt að fella niður ákærur. Landamæri Bandaríkjanna eru samkvæmt lögum undir stjórn yfirvalda í Washington DC, en ekki ráðamönnum hvers ríkis fyrir sig. Deilt hefur verið um hvort það standist stjórnarskrá Bandaríkjanna en í janúar komust dómarar hæstaréttar að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Joe Biden væri heimilt að fjarlægja gaddavír sem yfirvöld í Texas höfðu komið fyrir á landamærunum, á meðan dómstólar komast að niðurstöðu varðandi það hvort ráðamönnum ríkja sé yfir höfuð heimilt að reisa múra og varnarvirki á landamærunum. Samkvæmt frétt Washington Post halda Abbott og aðrir ráðamenn í Texas því fram að lögin og fyrri aðgerðir, eins og gaddavírinn og það að þjóðvarðlið hafi verið sent að landamærunum, hafi þegar haft áhrif. Farand- og flóttafólk fari nú frekar yfir landamæri Arizona og Kaliforníu í stað Texas. Opinber gögn gefi til kynna að það sé rétt. Mun færri reyni nú að komast yfir landamærin í Texas.
Bandaríkin Mexíkó Joe Biden Flóttamenn Tengdar fréttir Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. 17. mars 2024 15:44 Hættir óvænt á þingi: „Þessi staður snýst um deilur og vitleysu“ Ken Buck, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Colorado, tilkynnti óvænt í gærkvöldi að hann ætlaði að hætta á þingi þann 22. mars. Í viðtali í kjölfar yfirlýsingarinnar hefur hann farið hörðum orðum um Repúblikana og segir þingið hafa snúist upp í deilur og vitleysu. 13. mars 2024 11:41 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. 17. mars 2024 15:44
Hættir óvænt á þingi: „Þessi staður snýst um deilur og vitleysu“ Ken Buck, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Colorado, tilkynnti óvænt í gærkvöldi að hann ætlaði að hætta á þingi þann 22. mars. Í viðtali í kjölfar yfirlýsingarinnar hefur hann farið hörðum orðum um Repúblikana og segir þingið hafa snúist upp í deilur og vitleysu. 13. mars 2024 11:41