Tveimur úr mansalsmálinu sleppt úr haldi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. mars 2024 11:06 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild segir engum haldið lengur í gæsluvarðhaldi en nauðsynlegt sé. Vísir/Vilhelm Tveimur af þeim sex sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að umfangsmiklu mansalsmáli var sleppt úr haldi síðdegis í gær þar sem þeirra hlutur í málinu telst upplýstur. Rúv greindi fyrst frá og segir að samkvæmt heimildum séu þeir sem sleppt var úr haldi bókari hjá félagi athafnamannsins Davíðs Viðarsonar og faðir hennar. Í samtali við fréttastofu staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild, að tveimur hafi verið sleppt en vill ekki greina nánar frá því hverjir það eru. Hann segir að hlutur fólksins sé upplýstur að því marki að ekki þurfi að halda þeim lengur. Við höldum engum lengur í gæsluvarðhaldi en við þurfum. Í frétt Rúv er tekið fram að ekki sé útilokað að fleiri losni úr haldi í dag. Aðspurður um þetta segir Grímur að gæsluvarðhaldsúrskurður yfir þeim sem séu nú eftir í haldi gildi fram á þriðjudag. Það sé endurmetið á hverjum degi hversu lengi þurfi að halda fólkinu. Níu hafa réttarstöðu sakbornings í málinu og að sögn Gríms hefur engin breyting orðið í þeim efnum. Fram hefur komið í máli Gríms að rökstuddur grunur sé hjá lögreglu um vinnumansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Þá segir hann rannsókn miða vel en mikil vinna sé framundan við að fara yfir gögn sem voru handlögð í húsleitum og í aðgerðum lögreglu þann þann 5. mars. „Þetta er óskaplega mikið af gögnum, bæði skilvirk og rafræn. Við erum ekki næstum því búin að fara yfir þetta allt, það er mikið verk framundan í því áfram.“ Mansal Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Tengdar fréttir Reynt að hafa áhrif á meinta þolendur mansals Davíðs Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendunum hafa verið hótað brottvísun á þeim tíma sem þau störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs. 15. mars 2024 18:31 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Rúv greindi fyrst frá og segir að samkvæmt heimildum séu þeir sem sleppt var úr haldi bókari hjá félagi athafnamannsins Davíðs Viðarsonar og faðir hennar. Í samtali við fréttastofu staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild, að tveimur hafi verið sleppt en vill ekki greina nánar frá því hverjir það eru. Hann segir að hlutur fólksins sé upplýstur að því marki að ekki þurfi að halda þeim lengur. Við höldum engum lengur í gæsluvarðhaldi en við þurfum. Í frétt Rúv er tekið fram að ekki sé útilokað að fleiri losni úr haldi í dag. Aðspurður um þetta segir Grímur að gæsluvarðhaldsúrskurður yfir þeim sem séu nú eftir í haldi gildi fram á þriðjudag. Það sé endurmetið á hverjum degi hversu lengi þurfi að halda fólkinu. Níu hafa réttarstöðu sakbornings í málinu og að sögn Gríms hefur engin breyting orðið í þeim efnum. Fram hefur komið í máli Gríms að rökstuddur grunur sé hjá lögreglu um vinnumansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Þá segir hann rannsókn miða vel en mikil vinna sé framundan við að fara yfir gögn sem voru handlögð í húsleitum og í aðgerðum lögreglu þann þann 5. mars. „Þetta er óskaplega mikið af gögnum, bæði skilvirk og rafræn. Við erum ekki næstum því búin að fara yfir þetta allt, það er mikið verk framundan í því áfram.“
Mansal Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Tengdar fréttir Reynt að hafa áhrif á meinta þolendur mansals Davíðs Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendunum hafa verið hótað brottvísun á þeim tíma sem þau störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs. 15. mars 2024 18:31 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Reynt að hafa áhrif á meinta þolendur mansals Davíðs Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendunum hafa verið hótað brottvísun á þeim tíma sem þau störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs. 15. mars 2024 18:31