„Breytir eiginlega öllu fyrir mig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2024 08:31 Dagur gæti vart hafa byrjað betur hjá Króötum. Vísir/Sigurjón Efasemdir um réttmæti ráðningar Dags Sigurðssonar sem landsþjálfara Króatíu í handbolta eru á bak og burt. Óskabyrjun hans með liðið opnar á möguleika fyrir framhaldið. Það bar á óánægju í Króatíu þegar Dagur var ráðinn sem þjálfari landsliðsins þar í landi en hann er fyrsti útlendingurinn í sögunni til að stýra liðinu. Nenad Kljaic sem varð Ólympíumeistari með Króötum árið 1996 líkti ráðningu Dags við dauðadóm króatískra þjálfara. Dagur segist skilja afstöðu hans. „Ég fékk ekkert slæmar móttökur en sambandið fékk gagnrýni á sig fyrir að taka útlending og það var alveg nákvæmlega það sama uppi á teningunum þegar ég tók við Þýskalandi,“ „Ég hef alltaf svarað því þannig að ef Ísland myndi taka útlending yrði maður kannski bara smá pirraður líka fyrir hönd íslensku þjálfaranna af því að við teljum okkur líka eiga góða þjálfara. Það er bara eðlilegur hlutur,“ segir Dagur í samtali við íþróttadeild. En jók þetta ekki á pressuna í aðdraganda umspilsins? „Nei, það jók ekkert á pressuna. Hún var alveg næg fyrir. Eins og ég sagði þá var allt undir í þessum fyrsta leik. Það sást kannski á leik liðsins, við vorum mjög stressaðir fyrstu mínúturnar í leiknum og lentum 5-1 undir. Þannig að maður sá á liðinu að það voru allir aðeins með hnút í maganum,“ „Svo fór þetta að skrölta í gang og við kláruðum restina alveg frábærlega vel,“ segir Dagur. Mikilvægt fyrir framhaldið Króatar unnu alla þrjá leiki sína í umspilinu og flugu inn á leikana í París. Vinsældir Dags eru miklar eftir þá sigra. „Þetta fór alveg eins vel og hægt var. Þetta voru pressuleikir, sérstaklega fyrsti leikurinn á móti Austurríki. Það var mikil pressa í honum, að lenda ekki upp við vegg fyrir Þjóðverjaleikinn daginn eftir,“ segir Dagur en hans menn mættu fullir sjálfstrausts gegn lærisveinum Alfreðs Gíslasonar og unnu þriggja marka sigur. Eins og Dagur segir voru taugarnar þandar gegn Austurríki í fyrsta leik. Sigurinn þar létti andrúmsloftið umtalsvert og opna á möguleika fyrir framhaldið. „Þetta breytir eiginlega öllu fyrir mig upp á það að móta nýtt lið. Það er mikilvægt að fá þessa sumartörn. Þá fær maður einhverja 20 til 30 daga með liðinu, þá getur maður aðeins mótað þetta. Það er klárlega eitthvað sem lið eins og Ísland hefði þurft á að halda núna. Það er gulls ígildi að fá svona æfingatörn,“ segir Dagur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Króatía Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Dagur gat strax sungið þjóðsönginn og kallaður Sigurdssonić Króatar eru ánægðir með Dag Sigurðsson eftir fyrsta leik króatíska handboltalandsliðsins undir hans stjórn, þegar liðið vann afar mikilvægan sex marka sigur gegn Austurríki í ólympíuumspilinu. 15. mars 2024 23:01 Fagnar ráðningu Dags: „Mjög gott dæmi hjá Króötunum“ Alfreð Gíslason fagnar ákvörðun Dags Sigurðssonar að hætta með japanska landsliðið í handbolta og taka við því króatíska. Þeir félagar munu leiða saman hesta sína í vikunni. 14. mars 2024 10:02 Dagur kenndi Króötum íslenskt orð, valdi Cindric og fær eina æfingu með Duvnjak Á morgun er fyrsti leikur króatíska handboltalandsliðsins undir stjórn Dags Sigurðssonar og segja má að það sé hálfgerður úrslitaleikur, við Austurríki, um sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. 13. mars 2024 07:30 Vilja króatíska goðsögn í stað Dags Japanska handknattleikssambandið virðist hafa fundið þjálfara til að fylla í skarðið sem Dagur Sigurðsson skildi eftir sig þegar hann tók við landsliði Króatíu. 4. mars 2024 09:31 Dagur kom á óvart og sleppti stórstjörnu Dagur Sigurðsson hefur nú valið sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta. Mesta athygli vekur að hann skyldi ekki velja eina stærstu stjörnuna, Luka Cindric, í 21 manns hóp sem á að tryggja Króatíu sæti á Ólympíuleikunum. 5. mars 2024 15:31 „Ég er að fara í ljónagryfjuna“ Ljóst er að pressan verður mikil á Degi Sigurðssyni sem fyrsta erlenda þjálfara landsliðs Króatíu í handbolta. Dagur er maðurinn sem Króatar treysta á að færi þeim Ólympíuleika í sumar og velgengni á heimavelli á HM í janúar. 1. mars 2024 08:01 Dagur fær íslenskan reynslubolta til að hjálpa sér Dagur Sigurðsson þarf að hafa snör handtök sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta því eftir hálfan mánuð ætla Króatar að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hann fær íslenskan reynslubolta og gamlan lærisvein til að hjálpa sér. 29. febrúar 2024 22:57 Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Sjá meira
Það bar á óánægju í Króatíu þegar Dagur var ráðinn sem þjálfari landsliðsins þar í landi en hann er fyrsti útlendingurinn í sögunni til að stýra liðinu. Nenad Kljaic sem varð Ólympíumeistari með Króötum árið 1996 líkti ráðningu Dags við dauðadóm króatískra þjálfara. Dagur segist skilja afstöðu hans. „Ég fékk ekkert slæmar móttökur en sambandið fékk gagnrýni á sig fyrir að taka útlending og það var alveg nákvæmlega það sama uppi á teningunum þegar ég tók við Þýskalandi,“ „Ég hef alltaf svarað því þannig að ef Ísland myndi taka útlending yrði maður kannski bara smá pirraður líka fyrir hönd íslensku þjálfaranna af því að við teljum okkur líka eiga góða þjálfara. Það er bara eðlilegur hlutur,“ segir Dagur í samtali við íþróttadeild. En jók þetta ekki á pressuna í aðdraganda umspilsins? „Nei, það jók ekkert á pressuna. Hún var alveg næg fyrir. Eins og ég sagði þá var allt undir í þessum fyrsta leik. Það sást kannski á leik liðsins, við vorum mjög stressaðir fyrstu mínúturnar í leiknum og lentum 5-1 undir. Þannig að maður sá á liðinu að það voru allir aðeins með hnút í maganum,“ „Svo fór þetta að skrölta í gang og við kláruðum restina alveg frábærlega vel,“ segir Dagur. Mikilvægt fyrir framhaldið Króatar unnu alla þrjá leiki sína í umspilinu og flugu inn á leikana í París. Vinsældir Dags eru miklar eftir þá sigra. „Þetta fór alveg eins vel og hægt var. Þetta voru pressuleikir, sérstaklega fyrsti leikurinn á móti Austurríki. Það var mikil pressa í honum, að lenda ekki upp við vegg fyrir Þjóðverjaleikinn daginn eftir,“ segir Dagur en hans menn mættu fullir sjálfstrausts gegn lærisveinum Alfreðs Gíslasonar og unnu þriggja marka sigur. Eins og Dagur segir voru taugarnar þandar gegn Austurríki í fyrsta leik. Sigurinn þar létti andrúmsloftið umtalsvert og opna á möguleika fyrir framhaldið. „Þetta breytir eiginlega öllu fyrir mig upp á það að móta nýtt lið. Það er mikilvægt að fá þessa sumartörn. Þá fær maður einhverja 20 til 30 daga með liðinu, þá getur maður aðeins mótað þetta. Það er klárlega eitthvað sem lið eins og Ísland hefði þurft á að halda núna. Það er gulls ígildi að fá svona æfingatörn,“ segir Dagur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Króatía Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Dagur gat strax sungið þjóðsönginn og kallaður Sigurdssonić Króatar eru ánægðir með Dag Sigurðsson eftir fyrsta leik króatíska handboltalandsliðsins undir hans stjórn, þegar liðið vann afar mikilvægan sex marka sigur gegn Austurríki í ólympíuumspilinu. 15. mars 2024 23:01 Fagnar ráðningu Dags: „Mjög gott dæmi hjá Króötunum“ Alfreð Gíslason fagnar ákvörðun Dags Sigurðssonar að hætta með japanska landsliðið í handbolta og taka við því króatíska. Þeir félagar munu leiða saman hesta sína í vikunni. 14. mars 2024 10:02 Dagur kenndi Króötum íslenskt orð, valdi Cindric og fær eina æfingu með Duvnjak Á morgun er fyrsti leikur króatíska handboltalandsliðsins undir stjórn Dags Sigurðssonar og segja má að það sé hálfgerður úrslitaleikur, við Austurríki, um sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. 13. mars 2024 07:30 Vilja króatíska goðsögn í stað Dags Japanska handknattleikssambandið virðist hafa fundið þjálfara til að fylla í skarðið sem Dagur Sigurðsson skildi eftir sig þegar hann tók við landsliði Króatíu. 4. mars 2024 09:31 Dagur kom á óvart og sleppti stórstjörnu Dagur Sigurðsson hefur nú valið sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta. Mesta athygli vekur að hann skyldi ekki velja eina stærstu stjörnuna, Luka Cindric, í 21 manns hóp sem á að tryggja Króatíu sæti á Ólympíuleikunum. 5. mars 2024 15:31 „Ég er að fara í ljónagryfjuna“ Ljóst er að pressan verður mikil á Degi Sigurðssyni sem fyrsta erlenda þjálfara landsliðs Króatíu í handbolta. Dagur er maðurinn sem Króatar treysta á að færi þeim Ólympíuleika í sumar og velgengni á heimavelli á HM í janúar. 1. mars 2024 08:01 Dagur fær íslenskan reynslubolta til að hjálpa sér Dagur Sigurðsson þarf að hafa snör handtök sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta því eftir hálfan mánuð ætla Króatar að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hann fær íslenskan reynslubolta og gamlan lærisvein til að hjálpa sér. 29. febrúar 2024 22:57 Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Sjá meira
Dagur gat strax sungið þjóðsönginn og kallaður Sigurdssonić Króatar eru ánægðir með Dag Sigurðsson eftir fyrsta leik króatíska handboltalandsliðsins undir hans stjórn, þegar liðið vann afar mikilvægan sex marka sigur gegn Austurríki í ólympíuumspilinu. 15. mars 2024 23:01
Fagnar ráðningu Dags: „Mjög gott dæmi hjá Króötunum“ Alfreð Gíslason fagnar ákvörðun Dags Sigurðssonar að hætta með japanska landsliðið í handbolta og taka við því króatíska. Þeir félagar munu leiða saman hesta sína í vikunni. 14. mars 2024 10:02
Dagur kenndi Króötum íslenskt orð, valdi Cindric og fær eina æfingu með Duvnjak Á morgun er fyrsti leikur króatíska handboltalandsliðsins undir stjórn Dags Sigurðssonar og segja má að það sé hálfgerður úrslitaleikur, við Austurríki, um sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. 13. mars 2024 07:30
Vilja króatíska goðsögn í stað Dags Japanska handknattleikssambandið virðist hafa fundið þjálfara til að fylla í skarðið sem Dagur Sigurðsson skildi eftir sig þegar hann tók við landsliði Króatíu. 4. mars 2024 09:31
Dagur kom á óvart og sleppti stórstjörnu Dagur Sigurðsson hefur nú valið sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta. Mesta athygli vekur að hann skyldi ekki velja eina stærstu stjörnuna, Luka Cindric, í 21 manns hóp sem á að tryggja Króatíu sæti á Ólympíuleikunum. 5. mars 2024 15:31
„Ég er að fara í ljónagryfjuna“ Ljóst er að pressan verður mikil á Degi Sigurðssyni sem fyrsta erlenda þjálfara landsliðs Króatíu í handbolta. Dagur er maðurinn sem Króatar treysta á að færi þeim Ólympíuleika í sumar og velgengni á heimavelli á HM í janúar. 1. mars 2024 08:01
Dagur fær íslenskan reynslubolta til að hjálpa sér Dagur Sigurðsson þarf að hafa snör handtök sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta því eftir hálfan mánuð ætla Króatar að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hann fær íslenskan reynslubolta og gamlan lærisvein til að hjálpa sér. 29. febrúar 2024 22:57
Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06