Húsnæðisleit í ráðhúsi og tveir reknir í tengslum við spillingarmálið Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. mars 2024 21:00 Myndefni frá leit í húsakynnum spænska knattspyrnusambandsins í gær. Í dag leitaði lögreglan í ráðhúsinu í Andalúsíu. Angel Martinez/Getty Images Spænska knattspyrnusambandið rak tvo háttsetta aðila og lögreglan á Spáni gerði frekari húsnæðisleitir í dag. Allt er þetta viðbragð við rannsókn á víðamiklu mútu- og spillingarmáli í stjórnartíð Luis Rubiales. Líkt og Vísir greindi frá í gær var lögregluleit framkvæmd í húsakynnum spænska knattspyrnusambandsins og fyrrum formanns þess, Luis Rubiales. Alls var leit gerð í ellefu húsnæðum í gær, þeirra á meðal húsakynnum knattspyrnusambandsins í Madríd og heimili Rubiales í Granada. Málið hefur verið til rannsóknar hjá ríkislögreglu Spánar í samvinnu við Europol síðan þann 30. maí 2022 þegar formleg kæra barst á hendur sambandsins. Sjö fyrirskipaðar handtökur liggja fyrir og aðrir fimm verða teknir til yfirheyrslu. Tveimur sagt upp og formaður fékk ekki kjör Í dag var Pedro Gonzalez Segura, yfirlögfræðingi, og Jose Javier Jimenez, mannauðsstjóra spænska knattspyrnusambandsins vikið úr starfi. Bráðabirgðaformaðurinn Pedro Rocha, sem tók við eftir að Luis Rubiales braut af sér kynferðislega og lét af störfum, ætlaði að sækjast eftir kjöri til formanns á fundi sambandsins í gær. Búið var að kalla stjórnina til atvkæðagreiðslu en fundinum var frestað þegar lögreglan mætti á staðinn. Spillingin teygir sig víða Greint var frá því í gær að málið snerist um úrslitaleik spænska ofurbikarsins, sem var færður til Sádi-Arabíu. Í dag greinir Reuters frá því að málið teygi anga sína víðar og snúi meðal annars að uppbyggingu á La Cartuja leikvanginum í Sevilla. Farið var í framkvæmdir á leikvanginum stuttu eftir að Luis Rubiales tók við árið 2018. Þá gekk hann frá fjölda samninga við sjálfstjórnarríkisstjórnina í Andalúsíu. Þess efnis, meðal annars, að úrslitaleikur Copa del Rey og heimaleikir spænsku landsliðanna færu fram á nýendurbætta La Cartuja leikvanginum. Samkvæmt heimasíðu ríkisstjórnarinnar hefur hún greitt spænska knattspyrnusambandinu rúmlega átta milljónir evra síðan 2020 fyrir þeirra hlut í kostnaði við framkvæmdir. Húsnæðisleit í ráðhúsinu og Rubiales fór í frí Lögreglan framkvæmdi húsnæðisleit í ráðhúsi ríkisstjórnarinnar í Sevilla, Andalúsíu í dag. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa stigið fram og segja hana samvinnufúsa í rannsókninni. Luis Rubiales er ekki eins samvinnufús, hann hefur vissulega neitað sök í málinu en til öryggis fluttist hann tímabundið til Dóminíska lýðveldisins, sem framselur flóttamönnum og föngum ekki til Spánar. Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í gær var lögregluleit framkvæmd í húsakynnum spænska knattspyrnusambandsins og fyrrum formanns þess, Luis Rubiales. Alls var leit gerð í ellefu húsnæðum í gær, þeirra á meðal húsakynnum knattspyrnusambandsins í Madríd og heimili Rubiales í Granada. Málið hefur verið til rannsóknar hjá ríkislögreglu Spánar í samvinnu við Europol síðan þann 30. maí 2022 þegar formleg kæra barst á hendur sambandsins. Sjö fyrirskipaðar handtökur liggja fyrir og aðrir fimm verða teknir til yfirheyrslu. Tveimur sagt upp og formaður fékk ekki kjör Í dag var Pedro Gonzalez Segura, yfirlögfræðingi, og Jose Javier Jimenez, mannauðsstjóra spænska knattspyrnusambandsins vikið úr starfi. Bráðabirgðaformaðurinn Pedro Rocha, sem tók við eftir að Luis Rubiales braut af sér kynferðislega og lét af störfum, ætlaði að sækjast eftir kjöri til formanns á fundi sambandsins í gær. Búið var að kalla stjórnina til atvkæðagreiðslu en fundinum var frestað þegar lögreglan mætti á staðinn. Spillingin teygir sig víða Greint var frá því í gær að málið snerist um úrslitaleik spænska ofurbikarsins, sem var færður til Sádi-Arabíu. Í dag greinir Reuters frá því að málið teygi anga sína víðar og snúi meðal annars að uppbyggingu á La Cartuja leikvanginum í Sevilla. Farið var í framkvæmdir á leikvanginum stuttu eftir að Luis Rubiales tók við árið 2018. Þá gekk hann frá fjölda samninga við sjálfstjórnarríkisstjórnina í Andalúsíu. Þess efnis, meðal annars, að úrslitaleikur Copa del Rey og heimaleikir spænsku landsliðanna færu fram á nýendurbætta La Cartuja leikvanginum. Samkvæmt heimasíðu ríkisstjórnarinnar hefur hún greitt spænska knattspyrnusambandinu rúmlega átta milljónir evra síðan 2020 fyrir þeirra hlut í kostnaði við framkvæmdir. Húsnæðisleit í ráðhúsinu og Rubiales fór í frí Lögreglan framkvæmdi húsnæðisleit í ráðhúsi ríkisstjórnarinnar í Sevilla, Andalúsíu í dag. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa stigið fram og segja hana samvinnufúsa í rannsókninni. Luis Rubiales er ekki eins samvinnufús, hann hefur vissulega neitað sök í málinu en til öryggis fluttist hann tímabundið til Dóminíska lýðveldisins, sem framselur flóttamönnum og föngum ekki til Spánar.
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira