Húsnæðisleit í ráðhúsi og tveir reknir í tengslum við spillingarmálið Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. mars 2024 21:00 Myndefni frá leit í húsakynnum spænska knattspyrnusambandsins í gær. Í dag leitaði lögreglan í ráðhúsinu í Andalúsíu. Angel Martinez/Getty Images Spænska knattspyrnusambandið rak tvo háttsetta aðila og lögreglan á Spáni gerði frekari húsnæðisleitir í dag. Allt er þetta viðbragð við rannsókn á víðamiklu mútu- og spillingarmáli í stjórnartíð Luis Rubiales. Líkt og Vísir greindi frá í gær var lögregluleit framkvæmd í húsakynnum spænska knattspyrnusambandsins og fyrrum formanns þess, Luis Rubiales. Alls var leit gerð í ellefu húsnæðum í gær, þeirra á meðal húsakynnum knattspyrnusambandsins í Madríd og heimili Rubiales í Granada. Málið hefur verið til rannsóknar hjá ríkislögreglu Spánar í samvinnu við Europol síðan þann 30. maí 2022 þegar formleg kæra barst á hendur sambandsins. Sjö fyrirskipaðar handtökur liggja fyrir og aðrir fimm verða teknir til yfirheyrslu. Tveimur sagt upp og formaður fékk ekki kjör Í dag var Pedro Gonzalez Segura, yfirlögfræðingi, og Jose Javier Jimenez, mannauðsstjóra spænska knattspyrnusambandsins vikið úr starfi. Bráðabirgðaformaðurinn Pedro Rocha, sem tók við eftir að Luis Rubiales braut af sér kynferðislega og lét af störfum, ætlaði að sækjast eftir kjöri til formanns á fundi sambandsins í gær. Búið var að kalla stjórnina til atvkæðagreiðslu en fundinum var frestað þegar lögreglan mætti á staðinn. Spillingin teygir sig víða Greint var frá því í gær að málið snerist um úrslitaleik spænska ofurbikarsins, sem var færður til Sádi-Arabíu. Í dag greinir Reuters frá því að málið teygi anga sína víðar og snúi meðal annars að uppbyggingu á La Cartuja leikvanginum í Sevilla. Farið var í framkvæmdir á leikvanginum stuttu eftir að Luis Rubiales tók við árið 2018. Þá gekk hann frá fjölda samninga við sjálfstjórnarríkisstjórnina í Andalúsíu. Þess efnis, meðal annars, að úrslitaleikur Copa del Rey og heimaleikir spænsku landsliðanna færu fram á nýendurbætta La Cartuja leikvanginum. Samkvæmt heimasíðu ríkisstjórnarinnar hefur hún greitt spænska knattspyrnusambandinu rúmlega átta milljónir evra síðan 2020 fyrir þeirra hlut í kostnaði við framkvæmdir. Húsnæðisleit í ráðhúsinu og Rubiales fór í frí Lögreglan framkvæmdi húsnæðisleit í ráðhúsi ríkisstjórnarinnar í Sevilla, Andalúsíu í dag. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa stigið fram og segja hana samvinnufúsa í rannsókninni. Luis Rubiales er ekki eins samvinnufús, hann hefur vissulega neitað sök í málinu en til öryggis fluttist hann tímabundið til Dóminíska lýðveldisins, sem framselur flóttamönnum og föngum ekki til Spánar. Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spænski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í gær var lögregluleit framkvæmd í húsakynnum spænska knattspyrnusambandsins og fyrrum formanns þess, Luis Rubiales. Alls var leit gerð í ellefu húsnæðum í gær, þeirra á meðal húsakynnum knattspyrnusambandsins í Madríd og heimili Rubiales í Granada. Málið hefur verið til rannsóknar hjá ríkislögreglu Spánar í samvinnu við Europol síðan þann 30. maí 2022 þegar formleg kæra barst á hendur sambandsins. Sjö fyrirskipaðar handtökur liggja fyrir og aðrir fimm verða teknir til yfirheyrslu. Tveimur sagt upp og formaður fékk ekki kjör Í dag var Pedro Gonzalez Segura, yfirlögfræðingi, og Jose Javier Jimenez, mannauðsstjóra spænska knattspyrnusambandsins vikið úr starfi. Bráðabirgðaformaðurinn Pedro Rocha, sem tók við eftir að Luis Rubiales braut af sér kynferðislega og lét af störfum, ætlaði að sækjast eftir kjöri til formanns á fundi sambandsins í gær. Búið var að kalla stjórnina til atvkæðagreiðslu en fundinum var frestað þegar lögreglan mætti á staðinn. Spillingin teygir sig víða Greint var frá því í gær að málið snerist um úrslitaleik spænska ofurbikarsins, sem var færður til Sádi-Arabíu. Í dag greinir Reuters frá því að málið teygi anga sína víðar og snúi meðal annars að uppbyggingu á La Cartuja leikvanginum í Sevilla. Farið var í framkvæmdir á leikvanginum stuttu eftir að Luis Rubiales tók við árið 2018. Þá gekk hann frá fjölda samninga við sjálfstjórnarríkisstjórnina í Andalúsíu. Þess efnis, meðal annars, að úrslitaleikur Copa del Rey og heimaleikir spænsku landsliðanna færu fram á nýendurbætta La Cartuja leikvanginum. Samkvæmt heimasíðu ríkisstjórnarinnar hefur hún greitt spænska knattspyrnusambandinu rúmlega átta milljónir evra síðan 2020 fyrir þeirra hlut í kostnaði við framkvæmdir. Húsnæðisleit í ráðhúsinu og Rubiales fór í frí Lögreglan framkvæmdi húsnæðisleit í ráðhúsi ríkisstjórnarinnar í Sevilla, Andalúsíu í dag. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa stigið fram og segja hana samvinnufúsa í rannsókninni. Luis Rubiales er ekki eins samvinnufús, hann hefur vissulega neitað sök í málinu en til öryggis fluttist hann tímabundið til Dóminíska lýðveldisins, sem framselur flóttamönnum og föngum ekki til Spánar.
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spænski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira