Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. mars 2024 20:42 Albert fagnar í kvöld. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Íslenska karlalandsliðið freistar þess nú að koma sér á EM í annað skipti í sögunni, en liðið er nú aðeins einum sigri frá EM-sætinu eftirsótta. Það var þó ísraelska liðið sem varð fyrra til að brjóta ísinn þegar Eran Zahavi kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik. Daníel Leó Grétarsson hafði þá brotið af sér innan vítateigs. Klippa: Zahavi skorar úr víti Íslensku strákarnir voru þó ekki lengi að svara og á 39. mínútu jafnaði Albert Guðmundsson metin fyrir Ísland með glæsilegu marki, beint úr aukaspyrnu. Klippa: Albert skorar beint úr aukaspyrnu Aðeins þremur mínútum síðar var staðan svo orðin 2-1, Íslandi í vil, eftir að Arnór Ingvi Traustason kom boltanum í netið með hnitmiðuðu og föstu skoti. Boltinn barst þá til hans úti í vítateig eftir að Sverrir Ingi Ingason hafði fleytt hornspyrnu Alberts Guðmundssonar áfram. Klippa: Ísland kemst yfir gegn Ísrael Í síðari hálfleik gekk svo nánast allt upp fyrir íslenska liðið. Lukkan fór að segja til sín á 73. mínútu þegar Roy Revivo fékk að líta beint rautt spjald fyrir ljótt brot á Arnóri Sigurðssyni. Sjö mínútum síðar brenndi Eran Zahavi svo af vítaspyrnu eftir að Jón Dagur Þorsteinsson hafði handleikið knöttinn innan vítateigs og á 83. mínútu nýtti íslenska liðið sér liðsmuninn þegar Albert Guðmundsson skoraði annað mark sitt og þriðja mark Íslands eftir snögga aukaspyrnu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Klippa: Rautt spjald á Ísrael Klippa: Albert með sitt annað mark Albert fullkomnaði svo þrennu sína fjórum mínútum síðar þegar hann fylgdi skoti Jóns Dags Þorsteinssonar eftir og þar við sat. Niðursaðan varð 4-1 sigur Íslands sem er nú á leið í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Klippa: Þrenna Alberts fullkomnuð Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið freistar þess nú að koma sér á EM í annað skipti í sögunni, en liðið er nú aðeins einum sigri frá EM-sætinu eftirsótta. Það var þó ísraelska liðið sem varð fyrra til að brjóta ísinn þegar Eran Zahavi kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik. Daníel Leó Grétarsson hafði þá brotið af sér innan vítateigs. Klippa: Zahavi skorar úr víti Íslensku strákarnir voru þó ekki lengi að svara og á 39. mínútu jafnaði Albert Guðmundsson metin fyrir Ísland með glæsilegu marki, beint úr aukaspyrnu. Klippa: Albert skorar beint úr aukaspyrnu Aðeins þremur mínútum síðar var staðan svo orðin 2-1, Íslandi í vil, eftir að Arnór Ingvi Traustason kom boltanum í netið með hnitmiðuðu og föstu skoti. Boltinn barst þá til hans úti í vítateig eftir að Sverrir Ingi Ingason hafði fleytt hornspyrnu Alberts Guðmundssonar áfram. Klippa: Ísland kemst yfir gegn Ísrael Í síðari hálfleik gekk svo nánast allt upp fyrir íslenska liðið. Lukkan fór að segja til sín á 73. mínútu þegar Roy Revivo fékk að líta beint rautt spjald fyrir ljótt brot á Arnóri Sigurðssyni. Sjö mínútum síðar brenndi Eran Zahavi svo af vítaspyrnu eftir að Jón Dagur Þorsteinsson hafði handleikið knöttinn innan vítateigs og á 83. mínútu nýtti íslenska liðið sér liðsmuninn þegar Albert Guðmundsson skoraði annað mark sitt og þriðja mark Íslands eftir snögga aukaspyrnu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Klippa: Rautt spjald á Ísrael Klippa: Albert með sitt annað mark Albert fullkomnaði svo þrennu sína fjórum mínútum síðar þegar hann fylgdi skoti Jóns Dags Þorsteinssonar eftir og þar við sat. Niðursaðan varð 4-1 sigur Íslands sem er nú á leið í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Klippa: Þrenna Alberts fullkomnuð Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira