„Við höfum ekki séð svona áður“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2024 15:48 Ísak Finnbogason var með beina útsendingu frá því þegar hraun byrjaði að flæða inn í Melhólsnámu. Um fimmtán þúsund manns fylgdust með þegar mest var. Ísak Finnbogason hefur á undanförnum árum verið iðinn við að sýna frá eldgosum á Íslandi í beinni útsendingu með drónum. Í gær fangaði hann hraun flæða inn í Melhólsnámu og fylgdust þúsundir með útsendingunni. Streymi gærdagsins byrjaði brösuglega vegna vinda og snjókomu og lýsir Ísak því sem „harki“. Þegar leið á kvöldið skánaði veðrið og síðar byrjaði hraunið að flæða í námuna. Fyrst vildi Ísak fylgjast með hrauni sem flætt hafði yfir veg sem notaður hefur verið til að komast að eldstöðvunum. „Við sáum allt,“ segir Ísak í samtali við Vísi. Hann fylgdist með því þegar jarðýtum var ekið yfir hraunið eftir að leka fór yfir varnargarðanna og seinna þegar hann sá hraunið stefna að námunni færði hann sig um set. Streymi Ísaks í gær var um fimm klukkustunda langt og þegar mest var horfðu fleiri en tíu þúsund manns á það á Youtube og á sama tíma um fimm þúsund manns á X (áður Twitter). „Fólk læstist í streyminu. Við höfum ekki séð svona áður.“ Ísak segir jákvætt að hann hafi tök á því að fanga eldgosið með þessum hætti. Hann sé með tímastimpla á upptökunum og sé í raun að skrásetja eldgosið. Streymið hjá Ísak slitnaði í gær og má sjá báða hluta þess hér að neðan. Hraunið byrjaði að renna niður í námuna klukkan sjö í gærkvöldi en tímann má sjá niðri til hægri á myndbandi Ísaks. Þegar gosið var byrjað að renna í námuna sat Ísak í bíl sínum rétt við námuna og segist hann hafa fundið fyrir hitanum þegar hann opnaði gluggann. „Í fyrri gosum gat maður verið nær þeim en það hefur ekki verið í boði núna,“ segir Ísak. Hann segir aðstæður í gær hafa verið góðar. Hraunið hafi flætt í námuna og hann hafi verið undan vindi. Hann var þó með gasmæla og annan öryggisbúnað. Flaug í gegnum hraun Ísak segir gærkvöldið standa að miklu leyti uppúr þegar hann hugsar um fyrri streymi sín frá eldgosum. Hann minnist þess einnig þegar hann fangaði fyrsta dag eldgossins við Litla-Hrút í júlí í fyrra. Þá hafi rúmlega tíu þúsund manns horft á þegar mest var, enda hafi hann nánast einn að sýna frá gosinu þann dag. Annar dagur sem tengist sama eldgosi stendur einnig upp úr en þá flaug Ísak svokölluðum „fyrstu persónu dróna“ í gegnum hraun sem skvettist upp úr gígnum við Litla-Hrút. Þá slitnaði sambandið við drónann og Ísak taldi sig hafa tapað honum. Hann sneri þó aftur á sjálfstýringu Ísak tog voru hlutar hans brotnir og gúmmí á vírum bráðnað. Ísak tapaði sínum fyrsta dróna á miðvikudaginn. Sá lenti í miklum vindi yfir hrauninu og og lenti á hættusvæði, svo Ísak gat ekki náð í hann. Fékk samviskubit erlendis Þegar litið er til þess hvort hann ætli að halda áfram að streyma frá eldgosum segir hann ekkert annað koma til greina. „Þegar það er gos þarf maður að skila af sér efni.“ Ísak var í Taílandi þegar eldgosið varð í febrúar og segist hafa fengið samviskubit. „Fólk sér myndir og slíkt en svona myndefni gefur miklu meira, fyrir þá sem vilja horfa á svona langt efni,“ segir Ísak. Hann segist eingöngu vilja sýna frá eldgosum eins og þau eru, án alls hræðsluáróðurs eða slíks. „Ég vil bara sýna þetta eins og þetta gerist,“ segir Ísak. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ljósmyndun Tengdar fréttir Hraun fossar ofan í Melhólsnámu: „Bagalegt“ að missa námuna Hraunið sem kemur upp úr eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni fossar nú ofan í Melhólsnámu, sem hefur verið nýtt við gerð varnargarðanna. 21. mars 2024 19:38 Fangaði augnablikið þegar veggur hrundi í hraunið: „Stórkostlegt að verða vitni að þessu“ Myndband náðist af því þegar hraunáin úr gosinu við Litla-Hrút gleypti jarðveg sem myndað hafði vegg við hraunána í gær. Augnablikið má horfa á hér að neðan. 21. júlí 2023 20:25 Fólk nálægt hrauninu þrátt fyrir hættu á gaseitrun Lokað hefur verið fyrir aðgang að eldstöðvunum á Reykjanesi vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst vera lífshættuleg. Fólk sem er lagt af stað eða komið að svæðinu er beðið um að snúa við. Þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda er nokkur fjöldi fólks á svæðinu. 10. júlí 2023 21:33 Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Streymi gærdagsins byrjaði brösuglega vegna vinda og snjókomu og lýsir Ísak því sem „harki“. Þegar leið á kvöldið skánaði veðrið og síðar byrjaði hraunið að flæða í námuna. Fyrst vildi Ísak fylgjast með hrauni sem flætt hafði yfir veg sem notaður hefur verið til að komast að eldstöðvunum. „Við sáum allt,“ segir Ísak í samtali við Vísi. Hann fylgdist með því þegar jarðýtum var ekið yfir hraunið eftir að leka fór yfir varnargarðanna og seinna þegar hann sá hraunið stefna að námunni færði hann sig um set. Streymi Ísaks í gær var um fimm klukkustunda langt og þegar mest var horfðu fleiri en tíu þúsund manns á það á Youtube og á sama tíma um fimm þúsund manns á X (áður Twitter). „Fólk læstist í streyminu. Við höfum ekki séð svona áður.“ Ísak segir jákvætt að hann hafi tök á því að fanga eldgosið með þessum hætti. Hann sé með tímastimpla á upptökunum og sé í raun að skrásetja eldgosið. Streymið hjá Ísak slitnaði í gær og má sjá báða hluta þess hér að neðan. Hraunið byrjaði að renna niður í námuna klukkan sjö í gærkvöldi en tímann má sjá niðri til hægri á myndbandi Ísaks. Þegar gosið var byrjað að renna í námuna sat Ísak í bíl sínum rétt við námuna og segist hann hafa fundið fyrir hitanum þegar hann opnaði gluggann. „Í fyrri gosum gat maður verið nær þeim en það hefur ekki verið í boði núna,“ segir Ísak. Hann segir aðstæður í gær hafa verið góðar. Hraunið hafi flætt í námuna og hann hafi verið undan vindi. Hann var þó með gasmæla og annan öryggisbúnað. Flaug í gegnum hraun Ísak segir gærkvöldið standa að miklu leyti uppúr þegar hann hugsar um fyrri streymi sín frá eldgosum. Hann minnist þess einnig þegar hann fangaði fyrsta dag eldgossins við Litla-Hrút í júlí í fyrra. Þá hafi rúmlega tíu þúsund manns horft á þegar mest var, enda hafi hann nánast einn að sýna frá gosinu þann dag. Annar dagur sem tengist sama eldgosi stendur einnig upp úr en þá flaug Ísak svokölluðum „fyrstu persónu dróna“ í gegnum hraun sem skvettist upp úr gígnum við Litla-Hrút. Þá slitnaði sambandið við drónann og Ísak taldi sig hafa tapað honum. Hann sneri þó aftur á sjálfstýringu Ísak tog voru hlutar hans brotnir og gúmmí á vírum bráðnað. Ísak tapaði sínum fyrsta dróna á miðvikudaginn. Sá lenti í miklum vindi yfir hrauninu og og lenti á hættusvæði, svo Ísak gat ekki náð í hann. Fékk samviskubit erlendis Þegar litið er til þess hvort hann ætli að halda áfram að streyma frá eldgosum segir hann ekkert annað koma til greina. „Þegar það er gos þarf maður að skila af sér efni.“ Ísak var í Taílandi þegar eldgosið varð í febrúar og segist hafa fengið samviskubit. „Fólk sér myndir og slíkt en svona myndefni gefur miklu meira, fyrir þá sem vilja horfa á svona langt efni,“ segir Ísak. Hann segist eingöngu vilja sýna frá eldgosum eins og þau eru, án alls hræðsluáróðurs eða slíks. „Ég vil bara sýna þetta eins og þetta gerist,“ segir Ísak.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ljósmyndun Tengdar fréttir Hraun fossar ofan í Melhólsnámu: „Bagalegt“ að missa námuna Hraunið sem kemur upp úr eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni fossar nú ofan í Melhólsnámu, sem hefur verið nýtt við gerð varnargarðanna. 21. mars 2024 19:38 Fangaði augnablikið þegar veggur hrundi í hraunið: „Stórkostlegt að verða vitni að þessu“ Myndband náðist af því þegar hraunáin úr gosinu við Litla-Hrút gleypti jarðveg sem myndað hafði vegg við hraunána í gær. Augnablikið má horfa á hér að neðan. 21. júlí 2023 20:25 Fólk nálægt hrauninu þrátt fyrir hættu á gaseitrun Lokað hefur verið fyrir aðgang að eldstöðvunum á Reykjanesi vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst vera lífshættuleg. Fólk sem er lagt af stað eða komið að svæðinu er beðið um að snúa við. Þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda er nokkur fjöldi fólks á svæðinu. 10. júlí 2023 21:33 Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Hraun fossar ofan í Melhólsnámu: „Bagalegt“ að missa námuna Hraunið sem kemur upp úr eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni fossar nú ofan í Melhólsnámu, sem hefur verið nýtt við gerð varnargarðanna. 21. mars 2024 19:38
Fangaði augnablikið þegar veggur hrundi í hraunið: „Stórkostlegt að verða vitni að þessu“ Myndband náðist af því þegar hraunáin úr gosinu við Litla-Hrút gleypti jarðveg sem myndað hafði vegg við hraunána í gær. Augnablikið má horfa á hér að neðan. 21. júlí 2023 20:25
Fólk nálægt hrauninu þrátt fyrir hættu á gaseitrun Lokað hefur verið fyrir aðgang að eldstöðvunum á Reykjanesi vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst vera lífshættuleg. Fólk sem er lagt af stað eða komið að svæðinu er beðið um að snúa við. Þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda er nokkur fjöldi fólks á svæðinu. 10. júlí 2023 21:33
Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40