Fótbolti

KSÍ með pakka­ferð á leikinn mikil­væga gegn Úkraínu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Albert Guðmundsson skoraði þrennu gegn Ísrael og fagnar hér frábæru aukaspyrnumarki með Arnóri Ingva Traustasyni og Hákoni Arnari Haraldssyni.
Albert Guðmundsson skoraði þrennu gegn Ísrael og fagnar hér frábæru aukaspyrnumarki með Arnóri Ingva Traustasyni og Hákoni Arnari Haraldssyni. Getty Images/David Balogh

Á þriðjudag mætast Ísland og Úkraína í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumóti karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar. Leikurinn fer fram í Póllandi og verður KSÍ með pakkaferð á leikinn.

Frá þessu er greint á vef Knattspyrnusambands Íslands. Þar segir: „Icelandair, sem hefur verið traustur bakhjarl KSÍ undanfarin ár, hefur sett upp pakkaferð á leik Íslands gegn Úkraínu sem fram fer í Póllandi þriðjudaginn 26. mars.“

„Innifalið í pakkaferð er flug báðar leiðir, rúta frá flugvelli í miðbæ Wroclaw við komu, og rúta frá leikvangi á flugvöll að leik loknum.“

Almennar upplýsingar

  • Flug FI1532 KEF - WRO klukkan 08:00 þann 26. mars, lending í Wroclaw klukkan 12:45.
  • Rúta frá flugvell í miðbæ Wroclaw.
  • Farþegar koma sér sjálfir á leikvang frá miðbænum.
  • Rúta frá leikvangi á flugvöll að leik loknum.
  • Flug FI1533 aðfaranótt 27. mars WRO - KEF klukkan 01:45, lending í Keflavík klukkan 4:45 aðfaranótt 27. mars.
  • Miði á leikinn verður afhentur um borð á leiðinni út.
  • Verð á mann 89.000. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, akstur til og frá flugvelli og miði á leikinn.

Á vef KSÍ segir einnig að takmarkað sætaframboð sé í boði og að ferðin sé háð lágmarksþáttöku. 

„Lágmarksþátttaka er 130 manns og verður að nást fyrir miðnætti á laugardaginn, 23. mars. Þeir sem hafa bókað ferðina fyrir þann tíma fá skilaboð á laugardagskvöldið um hvort ferðin verði farin eða ekki, allt eftir þátttöku.“


Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.

Smelltu hér til að bóka miða á leik Íslands gegn Úkraínu í Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×