Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar klukkan 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar klukkan 12:00. vísir

Minnst 93 eru látnir og hundrað særðir eftir skotárás í tónleikahöll í Moskvu í gærkvöld. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en árásarmennirnir fjórir eru allir í haldi lögreglu. Sérfræðingur í málefnum Rússlands býst við að Rússar bregðist við árásinni af hörku.

Vegurinn yfir Holtavörðuheiði er lokaður vegna veðurs. Töluverður snjór er á svæðinu og flutningabílar fastir. Björgunarsveitir hafa sinnt þónokkrum útköllum síðasta sólarhringinn vegna veðurs.

Lögmaður Húseigendafélagsins segir að ef frumvarp innviðaráðherra nái fram að ganga muni það skerða hagsmuni leigusala verulega og leiða til þess að fleiri kjósi frekar að setja eignir sínar í skammtímaleigu til ferðamanna.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×